Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. janúar 2018 18:42 Biðtíminn á bráðamóttöku Landspítalans er lengri en vanalega. Vísir/Anton Brink Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Óvenju mikill fjöldi sjúklinga hefur leitað til Landspítalans síðustu daga og inflúensutilvikum fer fjölgandi. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, segir að álagið megi að hluta til rekja til þess að nokkrar mismunandi pestar gangi nú manna á milli, meðal annars tveir stofnar inflúensu. „Þetta er mjög klassískur tími fyrir þessar pestir, í kjölfar mannamóta um jól. Það er stór hluti af þessu. Sömuleiðis er alveg rosalega hált og fólk er að detta á hausinn og brjóta sig og svona. Þannig það er ýmislegt sem verður til þess að stundum verður álagið mjög mikið hjá okkur,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi.Lengri bið fyrir vægari tilvik Hún segir að umtalsvert fleiri hafi leitað á bráðamóttökuna síðustu daga en gengur og gerist. Yfirleitt leiti um 200 manns á bráðamóttökuna á sólarhring en nú sé fjöldinn í kringum 250. „Það gleymist stundum að muna eftir heilsugæslunni eða læknavaktinni. En við leggjum á sama tíma mikla áherslu á að þeir sem telja sig þurfa að koma á bráðamóttökuna geri það. Við byrjum alltaf á því að forskoða fólk og meta hvort það þurfi meðferð hjá okkur eða hvort hægt sé að vísa þeim á heilsugæsluna.“Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að sjúklingum sé forgangsraðað eftir því hve nauðsynlega fólk þarf á aðstoðað halda. Þegar álagið eykst líkt og nú má því gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða lengur eftir þjónustu eða að þeim verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina að lokinni forskoðun. Bent er á að flestar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á síðdegismóttöku og að Læknavaktin á Smáratorgi er opin til 23. Tengdar fréttir Flughálka um allt land Byrjað er að hálkuverja götur á höfuðborgarsvæðinu. 8. janúar 2018 07:18 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Óvenju mikill fjöldi sjúklinga hefur leitað til Landspítalans síðustu daga og inflúensutilvikum fer fjölgandi. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, segir að álagið megi að hluta til rekja til þess að nokkrar mismunandi pestar gangi nú manna á milli, meðal annars tveir stofnar inflúensu. „Þetta er mjög klassískur tími fyrir þessar pestir, í kjölfar mannamóta um jól. Það er stór hluti af þessu. Sömuleiðis er alveg rosalega hált og fólk er að detta á hausinn og brjóta sig og svona. Þannig það er ýmislegt sem verður til þess að stundum verður álagið mjög mikið hjá okkur,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi.Lengri bið fyrir vægari tilvik Hún segir að umtalsvert fleiri hafi leitað á bráðamóttökuna síðustu daga en gengur og gerist. Yfirleitt leiti um 200 manns á bráðamóttökuna á sólarhring en nú sé fjöldinn í kringum 250. „Það gleymist stundum að muna eftir heilsugæslunni eða læknavaktinni. En við leggjum á sama tíma mikla áherslu á að þeir sem telja sig þurfa að koma á bráðamóttökuna geri það. Við byrjum alltaf á því að forskoða fólk og meta hvort það þurfi meðferð hjá okkur eða hvort hægt sé að vísa þeim á heilsugæsluna.“Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að sjúklingum sé forgangsraðað eftir því hve nauðsynlega fólk þarf á aðstoðað halda. Þegar álagið eykst líkt og nú má því gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða lengur eftir þjónustu eða að þeim verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina að lokinni forskoðun. Bent er á að flestar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á síðdegismóttöku og að Læknavaktin á Smáratorgi er opin til 23.
Tengdar fréttir Flughálka um allt land Byrjað er að hálkuverja götur á höfuðborgarsvæðinu. 8. janúar 2018 07:18 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira