Fleiri fréttir

Leita að Reykvíkingi ársins

Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla, var Reykvíkingur ársins í fyrra og renndi af því tilefni fyrir fyrsta laxinum í Elliðaánum.

Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó

Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi.

Tíu konur fengið ökuréttindi

Konur í Sádi-Arabíu fá rétt til að keyra bíl þann 24. júní næstkomandi, en Sádi-Arabía er enn eina land heimsins sem bannar konum að keyra bíl.

18 stig á Norðausturlandi

Hæðarsvæði sem nú færist austur yfir landið mun að sögn Veðurstofunnar stjórna veðrinu í dag og á morgun.

Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar

Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar

Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki.

Í fangelsi vegna ferða til Rakka

Tæplega fertugur Dani, Tommy Mørck, var í rétti í Árósum dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dvalið á átakasvæði í Sýrlandi án leyfis.

Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala

Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu.

Banaslys á Kjalarnesi

Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld.

Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst

Forstjóri Landspítalans segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi.

„Fólk fær ekki allt sem það vill“

Aðspurður hvort flokkarnir sjái til lands svarar Hjálmar vongóður: "Já ég held það bara. Ég er nú bara bjartsýnn. Ég er það nú alltaf reyndar.“

Myndi engu breyta

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti.

Þjóðarsáttin og þróun ójöfnuðar á Íslandi

Efling stéttarfélag efnir til opins fundar undir yfirskriftinni Þjóðarsáttin og þróun ójöfnuðar og er liður í funda-og fyrirlestraröðinni Stóru myndinni. Efling býður til umræðna um vinnumarkaðstengd málefni.

Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér

Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og heimurinn sé allur á móti honum.

Sjá næstu 50 fréttir