Fleiri fréttir

Hundruð saknað í Gvatemala

Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili.

Duterte gagnrýndur fyrir koss

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur sætt gagnrýni eftir að hann kyssti konu á munninn á fjöldafundi.

Breytingar á fyrirspurnum þingmanna ekki til umræðu

Munnlegum fyrirspurnum þingmanna til ráðherra hefur farið fækkandi meðan skriflegar færast í aukana. Fleiri möguleikar standa þingmönnum til boða. Mikilvægt verkfæri í eftirliti þingsins með stjórnvöldum.

Hvolfdi við strendur Túnis

Hið minnsta 48 flóttamenn létu lífið þegar bátnum þeirra hvolfdi við austurströnd Túnis.

Eldhúsdagur á Alþingi

Almennar stjórnmálaumræður, eða eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálfátta í kvöld og verða venju samkvæmt sendar út í útvarpi og í sjónvarpi.

Lögreglumaður fær mildari dóm

Landsréttur hefur mildað dóm yfir lögreglumanni sem gekk of hart fram gegn gæsluvarðhaldsfanga sem til stóð að leiða fyrir dómara.

Rauði krossinn býst við 200 tonna aukningu í ár

Fatasöfnun Rauða krossins bárust um 3.200 tonn af fatnaði í fyrra. Í dag hefst átakið fatasöfnun að vorlagi og verður fatasöfnunarpokum dreift á öll heimili. Mikilvægur þáttur í umhverfisvernd að skila gömlum fatnaði á réttan stað.

Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst

Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð.

Stelpur „slógust“ á Sjómannadeginum

Sjómannadagur var haldinn hátíðlegur víða um land í dag og var sjómanna minnst við minnismerki þeirra í Reykjavík og í Bolungarvík. Á Akureyri var boðið í skemmtisiglingu í eikarbátnum Húna tvö og stelpur háðu harðan koddaslag á planka úti á Granda.

Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“

Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu.

Fleiri gerendur leita sér hjálpar

Um fjórðungi fleiri gerendur í ofbeldissamböndum hafa leitað sér hjálpar hjá meðferðarstöðinni Heimilisfriði í ár en í fyrra. Flestir sem leita til þeirra eru karlar og telur sálfræðingur að umræða síðustu missera hafi leitt til sjálfsskoðunar hjá mörgum.

Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun

Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun.

Tugir flóttamanna drukknuðu suður af Túnis

Að minnsta kosti 46 flóttamenn drukknuðu þegar bátur þeirra sökk suður af Túnis í dag. Talið er að fleiri kunni enn að vera í sjónum og herflugvélar voru kallaðar út til að aðstoða við leitina.

Móðirin hafnaði þrífættum kettlingi

Félagið Villikettir leitar reglulega fósturheimila fyrir kettlingafullar villilæður. Þeim er komið fyrir hjá fósturfjölskyldum á meðan kettlingarnir komast á legg og geta farið á ný heimili.

Assad verður fyrsti leiðtoginn sem hittir Kim í Norður-Kóreu

Bashar al Assad, forseti Sýrlands, verður fyrsti þjóðarleiðtoginn til að fara í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu síðan Kim Jong-un kom til valda fyrir sjö árum. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu segja að Assad sé væntanlegur til landsins þann þrítugasta maí næstkomandi.

Sjá næstu 50 fréttir