Fleiri fréttir

Þung högg á höfuð og síðu banameinið

Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn.

Engar vísbendingar um að hið banvæna efni DNP sé í umferð á Íslandi

Matvælastofnun hefur ekki borist neinar vísbendingar um að efnið 2,4 dínótrófenól, kallað DNP, sem notað er sem fæðubótarefni í megrunartilgangi sé í umferð á Íslandi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi frá 2015 og þá er vitað um eitt dauðsfall í Þýskalandi.

Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi

Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara.

Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó

Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins.

Blása á gagnrýni um efnahagslega nýlendustefnu

Xi Jinping, forseti Kína, sagði leiðtogum Afríkuríkja í dag að 60 milljarða dala fjárfestingum Kínverja í heimsálfunni sé ekki ætlað að koma niður á fátækum ríkjum Afríku.

Stafræn tækni við manntal í Malaví

Stafræn tækni er nú notuð við gerð manntals í Malaví í fyrsta sinn. Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna færði stjórnvöldum í Malaví 15 þúsund spjaldtölvur að gjöf.

Skóli í Aleppó opnaður á ný eftir aðstoð Íslendinga

Al Thawra grunnskólinn í Aleppó í Sýrlandi hefur verið opnaður á ný efitr að hafa verið endurbyggður fyrir fjármagn frá íslenskum styrktaraðilum. Kostnaður við endurbygginguna var um 12 milljónir króna og var hann fjármagnaður af SOS Barnaþorpunum á Íslandi með dyggum stuðningi einstaklinga hér á landi.

Fjallganga í hægvarpi

Norska ríkisútvarpið (NRK) heldur áfram að feta nýjar slóðir í hinu svokallaða hægvarpi.

Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu

Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma.

Ísland tekur þátt í svæðaverkefni í vesturhluta Afríku

Utanríkisráðuneytið og Sjávarútvegsskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna stóðu fyrir námskeiði í notkun og greiningu gagna úr skipaeftirlitskerfum fyrir lykilstarfsmenn sjávarútvegsráðuneyta í Síerra Leone, Líberíu og Gana.

Tölvukerfið stríddi KSÍ við spilun þjóðsöngsins

Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði eins og alþjóð veit fyrir Þjóðverjum í undankeppni HM 2019.Þrátt fyrir góða umgjörð vakti eitt atvik fyrir leik athygli. Eftir að spilun þjóðsöngs Þýskalands lauk og Lofsöngur Matthíasar Jochumssonar var í þann mund að hefjast heyrðust hljóð sem vallargestir og sjónvarpsáhorfendur þekkja úr Windows stýrikerfi Microsoft.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sjúkraflutningamenn á Vesturlandi telja öryggi sitt ekki tryggt í þeim tilfellum þegar lögregla kemst ekki á staðnum vegna útkalls. Dæmi eru um að sjúkraflutningamenn séu beðnir um að taka niður upplýsingar og ljósmynda vettvang vegna manneklu hjá lögreglunni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Lilja Rannveig nýr formaður ungra Framsóknarmanna

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir var kjörin nýr formaður Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) á 43. Sambandsþingi hreyfingarinnar sem fór fram um helgina í húsakynnum Háskólans á Bifröst.

Sjá næstu 50 fréttir