Dýrbítar ganga lausir í Eyjafjarðarsveit: "Þetta er ömurlegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2018 11:30 Eitt af þeim lömbum sem varð fyrir árás. Mynd/Einar Gíslason Talið er að tveir dýrbítar hafi ráðist á sex lömb í Eyjafjarðarsveit á dögunum. Lömbin fundust ýmist dauð eða svo illa leikin að lóga þurfti lömbunum. Málið hefur verið kært til lögreglu. Rúv greindi fyrst frá. Um tvær vikur eru liðnar frá því að sást til tveggja hunda á ferð í Staðarbyggðarfjalli í Eyjafjarðarsveit þar sem þeir höfðu drepið lamb og skaðað annað svo mikið að það þurfti að aflífa það. Í göngum um helgina fundust svo fjögur hræ til viðbótar og voru þau illa leikin. Í samtali við Vísi segir Einar Gíslason, bóndi í Eyjafjarðarsveit sem átti þrjú af þeim lömbum sem urðu fyrir árás dýrbitanna, að sést hafi til hundanna tveggja í gegnum kíki, annar var svartur og hinn brúnn, og því liggi þeir undir grun.Þetta lamb var afar illa leikið en segir Einar að ljóst sé að hundar hafi ráðist á lambið þar sem herji alltaf á lappir lambanna þegar þeir geri árás.Mynd/Einar GíslasonHvetur eiganda hundanna til að koma þeim úr umferð Einar segir að spurst hafi fyrir um hvort einhverjir eigendur hunda í sveitinni og nágrenni kannist við hvort að hundar í þeirra eigu hafi mögulega átt hlut að máli en enginn kannist við neitt.„Þegar enginn kannast enginn við neitt þá er ekkert hægt að gera því að hundarnir voru ekki beint staðnir að verki,“ segir Einar.Segir hann að mikilvægt sé að hundarnir finnist svo hægt sé að koma í veg fyrir að fleiri lömb verði fórnarlömb dýrbítanna.„Þetta er ömurlegt og leiðinlegt að það skuli ekki vera hægt að taka þá úr umferð. Hundar hætta ekki þegar þeir eru byrjaðir,“ segir Einar. Málið hefur verið kært til lögreglu sem rannsakar bitin.Merki eru um að fleiri lömb en þau sex sem drápust eða voru aflífuð hafi verið bitin og vilja Einar og aðrir bændur á svæðinu að hundarnir finnist sem fyrst. Segir Einar að væntanlega fari það ekki framhjá eiganda hunds ef hundurinn hafi drepið lömb því að blóðbaðið sé mikið. Hvetur hann eigenda hundanna að stíga fram svo koma megi hundunum úr umferð.„Það er hörmulegt að þetta gerist. Það geta allir lent í þessu sem eiga hund en þetta snýst um að verða maður að meiri og stíga fram til þess að koma í veg fyrir að þetta haldi áfram.“ Dýr Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Talið er að tveir dýrbítar hafi ráðist á sex lömb í Eyjafjarðarsveit á dögunum. Lömbin fundust ýmist dauð eða svo illa leikin að lóga þurfti lömbunum. Málið hefur verið kært til lögreglu. Rúv greindi fyrst frá. Um tvær vikur eru liðnar frá því að sást til tveggja hunda á ferð í Staðarbyggðarfjalli í Eyjafjarðarsveit þar sem þeir höfðu drepið lamb og skaðað annað svo mikið að það þurfti að aflífa það. Í göngum um helgina fundust svo fjögur hræ til viðbótar og voru þau illa leikin. Í samtali við Vísi segir Einar Gíslason, bóndi í Eyjafjarðarsveit sem átti þrjú af þeim lömbum sem urðu fyrir árás dýrbitanna, að sést hafi til hundanna tveggja í gegnum kíki, annar var svartur og hinn brúnn, og því liggi þeir undir grun.Þetta lamb var afar illa leikið en segir Einar að ljóst sé að hundar hafi ráðist á lambið þar sem herji alltaf á lappir lambanna þegar þeir geri árás.Mynd/Einar GíslasonHvetur eiganda hundanna til að koma þeim úr umferð Einar segir að spurst hafi fyrir um hvort einhverjir eigendur hunda í sveitinni og nágrenni kannist við hvort að hundar í þeirra eigu hafi mögulega átt hlut að máli en enginn kannist við neitt.„Þegar enginn kannast enginn við neitt þá er ekkert hægt að gera því að hundarnir voru ekki beint staðnir að verki,“ segir Einar.Segir hann að mikilvægt sé að hundarnir finnist svo hægt sé að koma í veg fyrir að fleiri lömb verði fórnarlömb dýrbítanna.„Þetta er ömurlegt og leiðinlegt að það skuli ekki vera hægt að taka þá úr umferð. Hundar hætta ekki þegar þeir eru byrjaðir,“ segir Einar. Málið hefur verið kært til lögreglu sem rannsakar bitin.Merki eru um að fleiri lömb en þau sex sem drápust eða voru aflífuð hafi verið bitin og vilja Einar og aðrir bændur á svæðinu að hundarnir finnist sem fyrst. Segir Einar að væntanlega fari það ekki framhjá eiganda hunds ef hundurinn hafi drepið lömb því að blóðbaðið sé mikið. Hvetur hann eigenda hundanna að stíga fram svo koma megi hundunum úr umferð.„Það er hörmulegt að þetta gerist. Það geta allir lent í þessu sem eiga hund en þetta snýst um að verða maður að meiri og stíga fram til þess að koma í veg fyrir að þetta haldi áfram.“
Dýr Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira