Fleiri fréttir

Tveir tímar kostuðu nema hátt í milljón

Tveir meintir prufutímar reyndust nemanda Ferðamálaskóla Íslands dýrir. Skólastjórinn segir ekki hægt að prufa og alla gera sér grein fyrir hvað felist í umsókn.

Katrín bannar djamm á tíu ára afmæli hrunsins

Halda átti árshátíð Stjórnarráðsins 6. október næstkomandi. Forsætisráðherra stöðvaði þau áform eftir samtal við menntamálaráðherra. Nokkurrar óánægju gætir í starfsliðinu með afskiptasemi og meinta viðkvæmni ráðherranna.

Hvetur leiðtoga Írans til þess að líta í spegil

Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hvetur leiðtoga Írans til þess að „líta í spegil“ vilji þeir komast að því hverjar séu ástæðurnar sem lágu að baki mannskæðri skotárás á hersýningu í gær.

Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt

Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár.

Áhöfn flutningaskips í haldi sjóræningja

Áhafnarmeðlimir flutningaskipsins MV Glarus sem skráð er í landlukta landinu Sviss hafa verið teknir í gíslingu af sjóræningjum úti fyrir ströndum afríkuríkisins Nígeríu.

Lentu vélmennum á smástirni

Japanska geimferðastofnunin JAXA, tilkynnti í dag að vélmenni þeirra hafi lent á smástirninu Ryugu. Þar munu þau safna sýnum og bera þau að lokum aftur heim til jarðar.

Standa fyrir endurbyggingu á Stórhöfða

Eignarhaldsfélagið Stórhöfði- Vestmannaeyjar stendur fyrir endurbyggingu á íbúðarhúsinu við Stórhöfða sem var byggt árið 1906. Þá hefur lendingarpallur fyrir þyrlur verið settur upp á svæðinu. Áætlað er að framkvæmdum ljúki eftir nokkra mánuði en eigendur ætla meðal annars að markaðssetja rokið á staðnum.

„Það verður að stöðva hann“

Erna Ómarsdóttir, dansari og listræn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er meðal þeirra sem sakað hafa belgíska listamógúlinn Jan Fabre, stofnanda Troubleyn-leikhússins og eitt stærsta nafn belgíska listaheimsins, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið.

Handtekinn í Buckinghamhöll

Karlmaður var í dag handtekinn við gestainngang Buckinghamhallar í Lundúnum. Maðurinn reyndist bera rafbyssu á sér.

Kaldasta septembernótt í níu ár

Ætla má að síðastliðin nótt hafi verið kaldasta septembernótt á landinu í níu ár. Þrátt fyrir að nokkur snjókorn hafi fallið í höfuðborginni í morgun er enn nokkur bið eftir fyrstu alvöru snjókomunni að mati veðurfræðings.

Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás

Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC.

Stuðningur við Macron fer dvínandi

Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru.

Ýjar að því að starf Rosenstein sé í hættu

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ýjað að því í viðtali við Fox News að starf Rod Rosensteins, aðstoðardómsmálaráðherra og yfirmanns Roberts Muellers sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og tengsl þeirra við framboð Bandaríkjaforseta, sé í hættu.

Jóhanna gagnrýnir Icelandair

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, þingkona og flugfreyja gagnrýnir framgöngu flugfélagsins Icelandair gegn flugliðum sínum í pistli á Facebook síðu sinni í dag.

Hvetur þá sem synjað er um ferðaþjónustu til að áfrýja

Íbúar á hjúkrunarheimilum hafa ekki rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg en geta átt rétt á akstursþjónustu fyrir aldraða, að uppfylltum skilyrðum. Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis hvetur þá sem synjað er um þjónustu til að áfrýja til velferðarráðs.

Dregur sig í hlé vegna ásakana dóttur sinnar

Þingmaður Repúblikanaflokksins í ríkisþingi Minnesota í Bandaríkjunum hefur dregið til baka framboð sitt til endurkjörs eftir að dóttir hans sagði frá meintum kynferðisbrotum hans gegn sér á hennar yngri árum.

Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum

Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu.

Systkini þingmanns snúast gegn honum með sláandi auglýsingu

Sex systkini þingmannsins og repúblikans Paul Gosar hafa gefið út auglýsingu þar sem þau hvetja kjósendur í Arizona-ríki Bandaríkjunum til þess að kjósa andstæðing hans, David Brill frambjóðanda demókrata, í þingkosningunum þar í landi í nóvember næstkomandi.

Lögreglustjóri segir af sér vegna ummæla sinna

Lögreglustjóri Bergensýslu í New Jersey fylki Bandaríkjanna hefur nú sagt af sér eftir að upptaka þar sem hann heyrist úthúða svörtu fólki og ríkissaksóknara fylkisins sem er Síki komst í dreifingu.

Skoðaði aldrei sjúkraskrá sér til skemmtunar

Framkvæmdastjór lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands var í fullum rétti þegar hann skoðaði sjúkraskrá konu sem kvartaði yfir veitingu heilbrigðisþjónustu hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða Persónuverndar.

Sjá næstu 50 fréttir