Fleiri fréttir

Þingmenn fræðast um notagildi núvitundar

Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að Bretar hafi notað núvitund með góðum árangri á mörgum sviðum samfélagsins. Nefndin fær í dag kynningu frá breskum þingmanni sem er annar formanna sérstakrar þverpólitískrar nefndar.

Ógurlegt tjón eftir Mangkhut

Minnst 64 eru látnir eftir að hitabeltisstormurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og suðurhluta Kína. Talið er víst að tala látinna muni hækka enn. Illa gengur að koma björgunarfólki á þau svæði sem verst urðu úti.

Sama upphæð fylgi hverju barni óháð rekstrarformi

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg.

Rannsaka saumnálafaraldur í áströlskum jarðarberjum

Yfirvöld í Ástralíu hafa nú fyrirskipað rannsókn á sex tilvikum þar sem saumnálar hafa ítrekað fundist í jarðarberjum sem seld hafa verið í verslunum. Sex tilvik hafa verið tilkynnt á síðustu dögum.

Krefjast endurskoðunar á skerðingum

Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að Tryggingastofnun eigi að hafa frumkvæði að því að endurskoða lífeyrisgreiðslur allra þeirra sem hlotið hafa skerðingar vegna fyrri búsetu erlendis í samræmi við nýlegt álit umboðsmanns.

Hvassviðri og úrkoma

Snjókoma, slydda, hvassviðri og almennt leiðindaveður eru í kortunum fyrir vikuna. Á miðvikudag gengur veðrið í norðan 15 til 23 metra á sekúndu, hvassast austast

Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR

Jóhanna Þorsteinsdóttir segist sátt við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar hennar um túlkun Tryggingastofnunar á útreikningi búsetuhlutfalls sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur. Eftir að hafa fengið miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum flutti hún til Danmerkur og komst aftur á vinnumarkað.

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Samtök um bíllausan lífsstíl fagna í dag tíu ára afmæli. Af því tilefni verður haldinn afmælis­aðalfundur á Kexi Hosteli klukkan 17.30. Björn Hákon Sveinsson, formaður samtakanna, segir að fyrir tíu árum hafi þetta verið jaðarskoð

Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka

Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn.

Lóðafermetrinn á 45.000 krónur

Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg.

Khan kallar eftir kosningu um Brexit

Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan úr Verkamannaflokknum skrifar í dag grein í ritið the Guardian, þar kallaði hann eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Aðgerðin í Kiðagili gekk vel

Aðgerðir í Kiðagili á Sprengisandsleið gengu vel í dag. Þar voru björgunarsveitir kallaðar út til þess að sækja mann sem fallið hafði af fjórhjóli sem hann var á.

Verzilov braggast á þýsku sjúkrahúsi

Rússneskur stjórnarandstæðingur tapaði sjón og getur hvorki talað né gengið eftir að hann veiktist hastarlega í síðustu viku. Eiginkona hans er þess fullviss að eitrað hafi verið fyrir honum.

Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín

Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans.

Vill að Netanyahu kalli fulltrúa heim

Ísraelskur stjórnarandstöðumaður kallaði eftir því í dag að Benjamin Netanyahu myndi kalla sendifulltrúa sinn frá Bandaríkjunum heim fyrir að hafa ekki tilkynnt um kynferðislega áreitni aðstoðarmanns forsætisráðherrans.

Launahækkanir Maduro valda verslunum erfiðleikum

Stór hluti verslana í Suður-Ameríku ríkinu Venesúela hafa á undanförnum tveimur vikum lokað vegna hækkunar lægstu launa sem fyrirskipuð var af Nicolás Maduro, forseta, og ríkisstjórn hans.

Rændi Teslu með snjallsímanum einum saman

21 árs gamall karlmaður í Minnesota í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn grunaður um þjófnað á Tesla Model 3 bíl sem var til sýnis í Mall of America verslunarmiðstöðinni í Minneapolis.

Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag

Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka.

Sjá næstu 50 fréttir