Fleiri fréttir

Gul viðvörun í gildi víðast hvar

Gul viðvörun er í gildi víðast hvar á landinu fram á kvöld en höfuðborgarsvæðið, Faxaflói og Suðurland eru einu svæðin án slíkrar viðvörunar. Veðrið skánar eftir því sem líður á daginn.

Ók á Seljakjör

Mildi að verslunin var lokuð þegar atvikið átti sér stað og því enginn umgangur um innganginn

Alltaf að hringja þó það sé í vafa

Vitundarvakningin Þú átt von sem Jafnréttisstofa stendur fyrir fjallar um þær lausnir sem í boði eru til að stíga út úr aðstæðum heimilisofbeldis.

Hundruð þúsunda fylktu liði gegn Brexit

Um það bil 700 þúsund manns marseruðu í dag um miðborg London og kröfðust þess að kosið yrði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit. Slíkur fjöldi hefur ekki sést í mótmælagöngu í London síðan árið 2003, þegar Íraksstríðinu var mótmælt.

Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi

Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu.

Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að.

Þingmaður Repúblikana varð fyrir aðkasti á veitingastað

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varð fyrir barðinu á óánægðum veitingahúsagestum í gær þar sem hann sat og snæddi á veitingastaðnum Havana Rumba með eiginkonu sinni í Louisville í Kentucky.

Ofbeldi einkennir þingkosningar í Afganistan

Mikið hefur verið um ofbeldi í Afganistan í dag, en íbúar landsins ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til þings. Tugir hafa látið lífið í sprengjuárásum á kjörstaði víðs vegar um landið. Búið er að framlengja kosningartímann og munu þónokkrir kjörstaðir standa opnir fram á sunnudag.

Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent

Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi.

Á fimmta hundrað gætu hafa sýkst

Fréttablaðið rekur slóð og aðferðir hakkara sem sendu svikapóst á landsmenn í nafni lögreglunnar. Framkvæmdastjóri Netheima hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart netveiðum.

Ráða fyrrverandi varaforsætisráðherra

Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í gær um að Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslyndra demókrata, hefði verið ráðinn yfirmaður heimsmála- og samskiptateymis fyrirtækisins.

Forsendur fyrir góðum samningum til staðar

BHM fagnar 60 ára afmæli næstkomandi þriðjudag og segir Þórunn Svein­bjarnar­dóttir formaður tilganginn enn þann sama og við stofnunina. Hún segir tíma til kominn að gera nauðsynlegar umbætur á íslenskum vinnumarkaði.

Slá heræfingum sínum á frest

Bandaríkin og Suður-Kórea hætta við heræfingar. Ástæðan er viðræðurnar við Norður-Kóreu en einræðisríkið hefur ítrekað lýst yfir andúð sinni á æfingunum. Ekki í fyrsta sinn á árinu sem heræfingu er aflýst.

Opnað Hjá Höllu í Leifsstöð

Rammíslenski veitingastaðurinn Hjá Höllu hefur verið opnaður í Leifsstöð. Þar ræður Grindvíkingurinn Halla María Svansdóttir og býður meðal annars upp á ferskan fisk.

Úrskurður gegn dómaralögum

Evrópudómstóllinn í Lúxem­borg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara úr 70 árum í 65 ár.

Veiðigjöld fækki störfum í Bolungarvík

Bolungarvíkurkaupstaður segir tugi starfa í hættu verði veiðigjöld of íþyngjandi fyrir fyrirtæki í bænum. Deloitte hefur tekið saman stöðu sjávarútvegsfyrirtækja í kjördæminu.

Tugir fórust í lestarslysi

Að minnsta kosti 50 fórust og 200 slösuðust þegar lest skall á hópi fólks nærri Amritsar í indverska ríkinu Punjab.

Sjá næstu 50 fréttir