Fleiri fréttir

Uppbygging neyðarvarna á áhættusvæðum í Malaví

Flóð, þurrkar og fellibyljir hafa kostað ófá mannslíf og mikið tjón í Malaví undanfarin ár. Einn helsti áhersluþáttur samstarfs Rauða kross félaganna á Íslandi og í Malaví um þessar mundir er uppbygging sterkra neyðarvarna á helstu áhættusvæðum.

Allir nema einn samþykktu að hefja frumkvæðisrannsókn

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum í dag að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nefndarmanna nema einu.

Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína.

Ætla ekki að herja á Kúrda í bili

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt.

Stofnanir dragi lærdóm af málinu

Umsjónarmaður meistaranáms í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands segir upplýsingaleynd of ríkjandi í stjórnsýslunni. Lærdóm þurfi að draga af máli Seðlabankans gegn blaðamanni.

Telur borgina mögulega skaðabótaskylda

Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur samþykkti tillögu um breytt skólahald í norðanverðum Grafarvogi, mun skólahald í Korpuskóla leggjast af.

Löggjöf um bætur nauðsynleg

Hæstaréttarlögmaður segir lagastoð bóta vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála nauðsynlega. Frumvarpið var gagnrýnt á þingi. Þrír lögmenn hafa veitt umsögn um það og telja lagasetningu æskilega.

Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag

Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Sameinað sveitarfélag fengi frá hinu opinbera rúman milljarð króna í meðgjöf.

Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð

Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða.

Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland

Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé.

Umferðarslys nærri Þrengslum

Sjúkraflutningamenn frá Selfossi og Reykjavík auk tækjabíls frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu sinna nú útkalli nærri Þrengslaafleggjara en tilkynnt var um að þar hefði bíll farið út af veginum.

Uppgötvuðu æxli í tæka tíð vegna hitamyndavélar á safni

Það getur verið gagnlegt að fara á söfn og líklega hefur það aldrei átt betur við en í tilfelli 41 árs breskrar konu sem heimsótti Camera Obscura and the World of Illusions safnið í Edinborg í Skotlandi. Hitamyndavél á safninu varð til þess að æxli í vinstra brjósti hennar uppgötvaðist í tæka tíð.

Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum

William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum.

Húsfélag fær 27 milljónir í skaðabætur

Fasteignafélagið FM-hús hefur verið dæmt til að greiða Húsfélaginu Norðurbakka 1-3 í Hafnarfirði 27, 3 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa ekki staðið við samning um lokafrágang á sameign fjöleignarhússins. Húsfélagið krafðist þess að fá greiddar 43 milljónir króna.

Sjá næstu 50 fréttir