Fleiri fréttir

Hljóp undan miða­vörðum á teinunum í París

Fjöldi Parísarbúa varð vitni af því á mánudag að maður sem hafði svindlað sér í neðanjarðarlestina reyndi að komast undan miðavörðum með því að hlaupa á teinunum á lestarstöðinni Miromesnil.

Má reikna með fleiri uppsögnum

Gjaldþrot WOW air er helsta ástæða þess að gert er ráð fyrir samdrætti í hagkerfinu á þessu ári að mati hagfræðideildar Landsbankans. Forstöðumaður segir von er á fleiri uppsögnum á næstu misserum og auknu atvinnuleysi.

Einn milljarður geti orðið að tíu

Það að engu fjármagni sé áætlað til uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem millilandaflugvallar í drögum að samgönguáætlun næstu fimm ára gengur þvert gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda. Þetta er mat framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands.

Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky

Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang.

Sá hvernig fossinn um­breyttist á ör­skots­stundu

Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Krakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá.

Kynna frumvarp um lengingu fæðingarorlofs í samráðsgátt

Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingar- og foreldraorlofs hefur verið lagt fram til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Gerir frumvarpið ráð fyrir því að réttur foreldra lengist úr níu mánuðum í tólf.

Uppbygging bandarískra herstöðva

Forsetar Bandaríkjanna og Póllands samþykktu nýverið yfirlýsingu um verulega aukna viðveru bandarískra herja í Póllandi. Alls verða 5.500 bandarískir hermenn að staðaldri á sex stöðum í Póllandi til að vinna gegn hugsanlegum rússnesk

Vilja auka innflutning

Kínversk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að auka enn frekar íslenskan innflutning til Kína með því að greiða fyrir innflutningi á sjávarafurðum, fiskimjöli, laxi og lambakjöti.

Í­búar Okinawa segja líka „þetta reddast“

Forstjóri fyrirtækis á eldfjallaeyjunni Okinawa segir Ísland kjörið til að kynna aldagamlan drykk fyrir Vesturlandabúum. Íslendingur sem hefur unnið að markaðssetningu segir eyþjóðirnar eiga margt sameiginlegt.

Kvartað yfir loftgæðum

Ráðast þarf í endurbætur á loftræstikerfi Stjórnsýsluhússins á Ísafirði en kostnaður er áætlaður um 86 milljónir króna. Þetta kemur fram í minnisblaði frá bæjarritara sem lagt var fyrir bæjarráð síðastliðinn mánudag.

Pólsk fyrirsæta traðkar á íslenskum mosabreiðum

Pólska ofurfyrirsætan Julia Kuczynska, sem jafnframt heldur úti tískuvefsíðunni Maffashion, er harðlega gagnrýnd í pólskum lífsstílsmiðlum, svo sem Pudelek og Plotek, fyrir að traðka á íslenskum mosa.

Bú­setumis­munun vegna NPA

Innleiðing NPA-löggjafarinnar hefur gengið illa. Launataxtar aðstoðarfólks eru ekki samræmdir, deilt um gildissvið og fatlaðir ekki með í ráðum varðandi útfærslur, að sögn formanns NPA miðstöðvarinnar.

Þúsund tonna fiskkvóti fer úr Grímsey

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að ekki sé ástæða til að aðhafast neitt vegna kaupa Ramma hf., sem vinnur rækju á Siglufirði og fisk í Þorlákshöfn, á öllu hlutafé í Sigurbirni hf., í Grímsey.

Nöfn dómþola verða afmáð úr dómum ári eftir birtingu

Dómstólasýslan hefur birt reglur fyrir öll dómstigin um birtingu dómsúrlausna á vefsíðum dóm­stólanna og hafa þær verið samræmdar. Dómþolar og aðilar einkamála geta óskað eftir nafnleynd ári eftir að dómur hefur verið birtur.

Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess

Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna var sakaður um að vera njósnari og mögulega óþjóðrækinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum eftir að hann bar vitni sem kom Trump forseta illa.

„Siðrof er ekki siðleysi“

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir að börnin séu framtíðin og að hún hafi ekki átt við að þau séu siðlaus.

Samþykktu þingkosningar 12. desember

Afgerandi meirihluti í neðri deild breska þingsins samþykkti að flýta þingkosningum í samræmi við tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra.

Sífellt fleiri myndræn kynferðisofbeldismál til rannsóknar

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur sífellt fleiri mál til rannsóknar þar sem nektarmyndum af börnum er dreift án þeirra samþykkis eða þau þvinguð til að senda slíkt efni. Rannsóknarlögreglukona telur refsiákvæði ekki veita börnum nægjanlega réttarvernd gegn myndrænu kynferðisofbeldi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru fyrir hendi fyrir sjúklinga með slíka áverka, en nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Sjá næstu 50 fréttir