Fleiri fréttir

UNICEF setur upp barnvæn svæði í flóttamannabúðum

Sjö þúsund sýrlenskir flóttamenn, helmingurinn börn, hafa flúið átökin í landinu og haldið yfir í suðurhluta Íraks. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). hefur sett upp barnvæn svæði í flóttamannabúðum og tímabundin kennslusvæði svo börn geti haldið áfram að nýta rétt sinn til menntunar.

Segir af sér eftir tveggja vikna mótmæli

Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanons, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér embætti og að ríkisstjórn hans muni láta af störfum í von um að lát verði á tveggja vikna mótmælum sem lamað hafa landið.

Orð biskups um siðrof vekja undrun og furðu

Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minna traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðroðs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna.

Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið

Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist.

Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir

Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.

Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu

Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga.

Verkamannaflokkurinn klár í kosningar

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lýsti því yfir nú fyrir hádegið að Verkamannaflokkurinn muni styðja tillögu um þingkosningar þann tólfta desember.

Gunnar Karlsson er látinn

Dr. Gunnar Karlsson, sagnfræðingur og prófessor emeritus, lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 28. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hans.

Rændu brókum Baghdadi

Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi.

Sigurður Steinar fallinn frá

Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn. Hann lést á Landspítalanum þann 27. október síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvo uppkomna syni og barnabörn.

Birgir Ísleifur Gunnarsson er látinn

Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri, ráðherra og seðlabankastjóri, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 83 ára að aldri.

Stálu hjólunum undan bílaleigubíl

Lögreglu á Suðurnesjum var um helgina tilkynnt að fjórum felgum með hjólbörðum hefði verið stolið undan bílaleigubíl í umdæminu.

Reynir enn á ný að boða til kosninga

Boris Johnson forsætisráðherra Breta ætlar að reyna enn á ný í dag að fá þingmenn til að samþykkja kosningar þann 12. desember næstkomandi.

Akureyri tekur á móti yfir þúsund gestum

Umfangsmesta ráðstefna sem haldin hefur verið á Akureyri og mun færa ferða­þjónustunni norðan heiða umtalsverðar tekjur á tíma sem annars er rólegur í greininni. Gert ráð fyrir að tillaga verði gerð til ráðherra norðurslóða.

Víðtækt rafmagnsleysi í Kaliforníu

Ástæða er fyrst og fremst sú að raforkufyrirtæki vilja koma í veg fyrir að fallnar raflínur orsaki fleiri elda en að minnsta kosti eitt fyrirtæki, Pacific Gas & Electric er nú þegar til rannsóknar hjá yfirvöldum eftir að það lokaði fyrir rafmagn hjá 970 þúsund eignum í ríkinu og tilkynntu um að til standi að slökkva á 650 þúsund viðskiptavinum til viðbótar.

Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni

Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans.

Jarðarvinir kæra Náttúrustofu Austurlands

Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Náttúrustofu Austurlands til lögreglu fyrir vanrækslu vegna skýrslu um afdrif og afföll hreindýrskálfa. Ole Anton Bieltvedt, forsvarsmaður samtakanna, segir að um 600 kálfar hafi drepist síðasta vetur.

Telur uppruna mannsins í Botsvana

"Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að nútímamaðurinn kom fram í Afríku fyrir um 200.000 árum en það sem hefur ekki verið ljóst er hvaðan nákvæmlega forfeður okkar koma.“

Háar greiðslur vegna svikabréfs

„Það voru mikil mistök að svara þessu bréfi. Ég hélt að þetta væri beiðni um virðisaukaskatts­númer vegna viðskipta minna við fyrirtæki í Þýskalandi. Ég las ekki smáa letrið.“

Háar fjárhæðir til setts ríkislögmanns

Andri Árnason hefur fengið rúmar 17,7 milljónir í tíu greiðslum frá Embætti ríkislögmanns vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála. Tæpt ár er síðan hann var settur ríkislögmaður. Ekki hefur enn verið greitt inn á kröfur þeirra sem eiga bótarétt vegna málsins.

Greiða atkvæði í þinginu um rannsókn Demókrata

Greidd verða atkvæði um rannsókn Demókrata á hugsanlegum embættisbrotum Donald Trump í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á árinu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vikunni.

Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið

Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu.

Krefja Seðlabankann um 322 milljónir í bætur

Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál.

Fleiri hálkuslys geta orðið frysti aftur í kvöld

Vel á fjórða tug þurft að leita sér aðhlynningar á slysadeild á höfuðborgarsvæðinu vegna hálkuslysa sem hefur orsakaði mikið álag á bráðamóttöku. Viðbúið að fleiri slys verði frysti aftur í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir