Miðahafinn sem vann 41,8 milljónir í lottóútdrætti helgarinnar er þriggja barna fjölskyldufaðir af höfuðborgarsvæðinu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Þar segir að hann hafi keypt miðann í gegnum Lottó appið, tíu raða sjálfvalsmiða, og skolfið á beinunum þegar hann sá að hann hafi landað þeim stóra.
„Vinningurinn er þeim hjónum mjög kærkominn og sjá þau loksins fram á að komast af leigumarkaðnum yfir í eigið húsnæði, nokkuð sem þau höfðu látið sig dreyma um lengi,“ segir í tilkynningunni.

