Fleiri fréttir

Banaslys rakið til þess að ökumaður hafi sofnað eða misst athyglina

Talið er að rekja megi banaslys sem varð í mars 2018 á Lyngdalsheiðinni til þess að ökumaður fólksbíls hafi sofnað undir stýri eða misst athyglina frá akstri bílsins með þeim afleiðingum að bílnum var ekið yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Vildu kenna Bandaríkjunum lexíu

Forsvarsmenn herafla Írans vildu refsa Bandaríkjunum fyrir að slíta sig frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og beita Íran viðskiptaþvingunum á nýjan leik og réðust því á olíuvinnslu Sádi-Arabíu.

Bæta upplýsinga- og samskiptatækni Rauða kross félaga í Afríku

Sendifulltrúarnir Halldór Gíslason, starfsmaður Íslandsbanka og Egill Már Ólafson starfsmaður RB–Reiknisstofu bankanna hafa síðustu vikurnar sinnt verkefni Rauða krossins á Íslandi og Alþjóðasambands Rauða krossins (IFRC, í Sierra Leóne, sem nefnist: Brúun hins stafræna bils.

Kóala­björninn Lewis er dauður

Myndir af kóalabirni sem fannst skaðbrenndur og kona kom til bjargar vöktu mikla athygli í síðustu viku, en nú hafa borist fréttir af því að björninn sá allur.

Grípa þarf til aðgerða strax

Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun.

Vanhæfi hjá lögreglu tefur fyrir nálgunarbanni

Landsréttur hefur ómerkt nálgunarbann yfir þrítugum karlmanni þar sem draga mátti í efa óhlutdrægni saksóknara í málinu. Karlmaðurinn þrítugi fékk nýlega upptekið tæplega tveggja áratuga gamalt kynferðisbrotamál sem legið hefur þungt á honum.

Spennti upp glugga og rændi íbúð

Ýmislegt kom inn á borð lögreglunnar í gærkvöldi og í nótt, til dæmis var tilkynnt um innbrot og þjófnað í hverfi 104 þar sem gluggi var spenntur upp og farið inn.

Öflugur jarðskjálfti í Albaníu

Öflugur jarðskjálfti reið yfir Albaníu í morgun með þeim afleiðingum að minnst sex eru látnir og að minnsta kosti 300 slasaðir. Óttast er að tala látinna muni hækka.

Þriðjungur dómara settur tímabundið

Fjórir landsréttardómarar hafa óskað eftir leyfi til 1. júlí 2020. Óskað hefur verið eftir setningu dómara í þeirra stað. Einn til viðbótar er í námsleyfi til 1. mars og hefur dómari verið settur í hans stað. Fjórir til viðbót verða settir tímabundið án auglýsingar.

Skilnaðarferlið er tæki ofbeldismanna

Kynjafræðingur sem starfar í Kvennaathvarfinu hefur rannsakað skilnaði og sáttameðferð sem skylduð er með lögum. Segir hún ferlið notað af ofbeldismönnum og að konur, oft erlendar og í slæmri stöðu, semji um hvað sem er til að losna úr hjónabandi.

Hæpið að verkalýðshreyfingin geti verið stjórnmálaframboð

Prófessor í Háskóla Íslands segir að verkalýðshreyfingin ætti að fara varlega í að stofna stjórnmálaflokk. Aðjunkt í lögum við Háskólann í Reykjavík segir vísbendingar í lögum um að verkalýðsfélög geti ekki starfað sem stjónmálaflokkar eða nýtt sjóði í framboð. Formaður VR hefur nú viðrað slíkar hugmyndir.

Yfir milljón múslimar í fangabúðum

Á sunnudag voru birt skjöl sem lekið hafði verið úr gagnagrunni kínverska Kommúnistaflokksins. Í skjölunum kemur fram að á bilinu ein til ein og hálf milljón múslima er í keðju fangabúða í vesturhluta landsins. Markmiðið er að endurmennta múslima.

Mega urða á Bakkafirði þrátt fyrir nálæga fiskhjalla

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Halldórs fiskvinnslu og fleiri um að fella úr gildi starfsleyfi Umhverfisstofnunar til að urða sorp í Slökkum, nærri þéttbýli Bakkafjarðar í Langanesbyggð.

Samherjamenn undirbúa varnirnar

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot.

Segir kostnaðar­samara fyrir Kín­verja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna

"Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“

Hættu með kýrnar og byggðu upp stærsta hótel hreppsins

Nánast allir sveitabæir í Mýrdal eru komnir í ferðaþjónustu og er hefðbundinn búskapur mjög á undanhaldi. Erlendum starfsmönnum hefur fjölgað svo að rótgrónir Mýrdælingar segjast varla þekkja helming íbúanna.

Náðist með tvö kíló af kókaíni í Leifsstöð

Íslenskur karlmaður er nú í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur haldlagt á fimmta tug kílóa af sterkum fíkniefnum það sem af er ári.

Kínversk stjórnvöld styðja Carrie Lam enn

Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stjórnvöld í Hong Kong eftir að stjórnarandstaðan á þessu sjálfsstjórnarsvæði vann stórsigur í kosningum.

Sorgmæddur vegna máls Margrétar Lillýjar

Félagsmálaráðherra segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í Kompás og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku sorglegt. Ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga og að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm.

Úti­lokar ekki frum­kvæðis­rann­sókn

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins.

Sjá næstu 50 fréttir