Grípa þarf til aðgerða strax Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2019 08:54 Miðað við ástandið í dag er útlit fyrir að meðalhiti muni hækka um 3,2 gráður á þessari öld. AP/Frank Augstein Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Eina leiðin til að sporna gegn verstu áhrifum hlýnunar sé að grípa til umfangsmikilla og hraðra aðgerða og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.Skýrsla þessi er birt árlega og fjallar hún það hvernig draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda til að ná markmiðum Parísarsáttmálans.Miðað við ástandið í dag er útlit fyrir að meðalhiti muni hækka um 3,2 gráður á þessari öld. Það myndi gera stóra hluta jarðarinnar óbyggilega og valda hinum ýmsu hamförum. Sú tækni sem þarf til að draga úr losun er til staðar að mestu leyti en Umhverfisstofnunin segir að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða strax. Ekki hefur dregið úr losun síðustu ár heldur hefur hún aukist um 1,5 prósent á ári á síðasta áratug. Hún hafi aldrei verið hærri en í fyrra. Verði ekki dregið úr losun um 7,6 prósent á hverju ári á milli 2020 og 2030, verði ómögulegt að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hækkun hitastigsins á þessari öld við eina og hálfa gráðu. Þegar hafi hitastigið hækkað um 1,1 gráðu á þessari öld. „Þetta sýnir að ríki heimsins geta ekki lengur beðið til enda ársins 2020, þegar sáttmálinn tekur gildi, til að grípa til aðgerða,“ segir Inger Andersen, yfirmaður Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði að allir, forsvarsmenn ríkja, borga, fyrirtækja og einstaklingar, þurfi að grípa til aðgerða núna. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að þróaðar þjóðir þurfi fyrst að grípa til aðgerða en ljóst sé að hvert einasta ríki verði að draga úr losun. Þróunarríki geti lært af aðgerðum þróaðra ríkja og náð þeim og tekið upp græna tækni með miklum hraða. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Getum farið hratt í rafbílavæðingu Forstjóri Heklu hefur komið víða við og kynnti forsvarsmönnum Bauhaus viðskiptaáætlun um að opna byggingavöruverslun hér á landi. Hann segir misráðið af stjórnvöldum að afnema afslátt af opinberum gjöldum á tengiltvinnbíla á næs 20. nóvember 2019 07:00 Losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega hér á landi Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni. 18. nóvember 2019 21:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Eina leiðin til að sporna gegn verstu áhrifum hlýnunar sé að grípa til umfangsmikilla og hraðra aðgerða og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.Skýrsla þessi er birt árlega og fjallar hún það hvernig draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda til að ná markmiðum Parísarsáttmálans.Miðað við ástandið í dag er útlit fyrir að meðalhiti muni hækka um 3,2 gráður á þessari öld. Það myndi gera stóra hluta jarðarinnar óbyggilega og valda hinum ýmsu hamförum. Sú tækni sem þarf til að draga úr losun er til staðar að mestu leyti en Umhverfisstofnunin segir að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða strax. Ekki hefur dregið úr losun síðustu ár heldur hefur hún aukist um 1,5 prósent á ári á síðasta áratug. Hún hafi aldrei verið hærri en í fyrra. Verði ekki dregið úr losun um 7,6 prósent á hverju ári á milli 2020 og 2030, verði ómögulegt að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hækkun hitastigsins á þessari öld við eina og hálfa gráðu. Þegar hafi hitastigið hækkað um 1,1 gráðu á þessari öld. „Þetta sýnir að ríki heimsins geta ekki lengur beðið til enda ársins 2020, þegar sáttmálinn tekur gildi, til að grípa til aðgerða,“ segir Inger Andersen, yfirmaður Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði að allir, forsvarsmenn ríkja, borga, fyrirtækja og einstaklingar, þurfi að grípa til aðgerða núna. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að þróaðar þjóðir þurfi fyrst að grípa til aðgerða en ljóst sé að hvert einasta ríki verði að draga úr losun. Þróunarríki geti lært af aðgerðum þróaðra ríkja og náð þeim og tekið upp græna tækni með miklum hraða.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Getum farið hratt í rafbílavæðingu Forstjóri Heklu hefur komið víða við og kynnti forsvarsmönnum Bauhaus viðskiptaáætlun um að opna byggingavöruverslun hér á landi. Hann segir misráðið af stjórnvöldum að afnema afslátt af opinberum gjöldum á tengiltvinnbíla á næs 20. nóvember 2019 07:00 Losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega hér á landi Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni. 18. nóvember 2019 21:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45
Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24
Getum farið hratt í rafbílavæðingu Forstjóri Heklu hefur komið víða við og kynnti forsvarsmönnum Bauhaus viðskiptaáætlun um að opna byggingavöruverslun hér á landi. Hann segir misráðið af stjórnvöldum að afnema afslátt af opinberum gjöldum á tengiltvinnbíla á næs 20. nóvember 2019 07:00
Losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega hér á landi Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni. 18. nóvember 2019 21:57