Fleiri fréttir

Sérstakt úrræði fyrir fanga með þroskahömlun nauðsynlegt

Sérstakt úrræði fyrir fanga með þroskahömlun er nauðsynlegt, sérstaklega þegar fangar eru það veikir að þeir skilja ekki hvers vegna þeir sitja inni. Þetta segir forstjóri fangelsismálastofnunar. Staðan sé erfið í dag en málin horfi þó til betri vegar því vitundarvakning gagnvart föngum hafi orðið í samfélaginu og hjá stjórnmálastéttinni.

Kínverjar taka annað flugmóðurskip í notkun

Kínverjar hafa lagt mikið í það að koma upp nútíma flota á undanförnum árum með framleiðslu herskipa, kafbáta og svokallaðra stuðningsskipa. Xi Jinping sagði í fyrra að floti Kína þyrfti að vera af "heimsklassa“.

Valentino Rossi og Lewis Hamilton skiptust á græjum

Lewis Hamilton, nýkrýndur sexfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og áhugamaður um mótorhjól, skipti á Formúlu bíl sínum við Valentino Rossi, fyrir mótorhjól nífaldan heimsmeistarans í MotoGP og áhugamanni um bíla. Myndband af viðburðinum er í fréttinni.

Eldur í Örfirisey

Eldur kom upp í starfsmannahúsnæði inni á svæði Olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey í nótt.

Lögregla leitar svara hjá skókaupendum

Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra.

Trump sakar demókrata um valdarán í harðorðu bréfi

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði demókrata á þingi um "ólöglegt valdarán“ og að heyja stríð gegn lýðræðinu, í bréfi sem hann skrifaði og stílað var á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Skipa aðgerðarhóp um Akureyrarflugvöll

Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra munu skipa aðgerðahóp sem falið verður að setja fram tillögur um hvernig megi byggja Akureyrarflugvöll upp sem aðra gátt fyrir ferðamenn inn í landið.

Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja.

Skáluðu fyrir nýrri Óðinsgötu

Nýjar stofnlagnir snjóbræðslu eru í götu og gangstéttum á Óðinsgötu og greiðfærara er fyrir gangandi vegfarendur eftir breytingar. Eigendur og starfsfólk reksturs í götunni fagnaði opnun hennar í dag.

Um ellefu þúsund íbúar voru án rafmagns

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag á Alþingi munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda. Málið var eitt af þeim síðustu á dagskrá Alþingis árið 2019 en þingið fer að óbreyttu í jólafrí að loknum þingfundi í dag.

Minna um flokkshollustu hjá ungu fólki

Í dag birtist ritrýndri grein Evu Heiðu Önnudóttur, dósents við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Eiríks Búa Halldórssonar meistaranema við London School of Economics.

Brúðgumi myrtur af boðflennum

Brúðgumi var myrtur af tveimur boðflennum sem beðnir voru um að yfirgefa brúðkaupsveislu sem þeir höfðu laumað sér í.

Sjá næstu 50 fréttir