Fleiri fréttir

Öryggi íbúa ógnað með bresti innviða

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar harmar að innviðir hafi brugðist í óveðri síðustu viku og segir að á stórum hluta landsins hafi öryggi íbúa verið raunverulega ógnað. Öryggi íbúa þurfi að vera forgangsmál þjóðarinnar.

„Fremur einsleitt veður“

Það verður norðaustlæg átt næstu daga og fremur einsleitt veður, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands nú í morgunsárið.

Cybertruck frá Tesla líklega ekki löglegur á götum Evrópu

Það gilda ýmsar reglur um hönnun bíla sem á að selja í Evrópu. Miðað við kynningarútgáfu af Cybertruck frá Tesla er líklegt að hann þyrfti til dæmis að vera með hliðarspegla, að minnsta kosti myndavélaútskot, framljósin þurfa að vera stærri og meiri aðskilnaður á milli þeirra og svo framvegis.

Tón­listar­maðurinn Geiri Sæm látinn

Tónlistarmaðurinn og matreiðslumeistarinn Ásgeir Magnús Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, lést á heimili sínu í Reykjavík þann 15. desember.

28 klukkutíma Esjuleiðangur John Snorra hafinn

John Snorri Sigurjónsson fjallamaður lagði af stað ásamt hópi vina og kunningja af stað í fyrstu ferð af fjórtán sem hann ætlar að labba upp Esjuna á næstu 28 klukkutímum.

Vilja allar raflínur sem liggja um Hörgársveit í jörð

Sveitarstjórn Hörgarársveitar krefst þess að allar línur rafmagns sem liggja í gegnum sveitarfélagið verði komið neðanjarðar. Í Hörgárdal og Öxnadal var rafmagnslaust í fjóra sólahringa þar sem lengst var rafmagnsleysi í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku.

Harðnandi mótmæli á Indlandi

Mikill fjöldi Indverja hefur mótmælt af krafti síðustu daga eftir að þingið samþykkti umdeilt frumvarp um ríkisborgararétt fyrir innflytjendur aðra en múslima. Forsætisráðherrann segir málið snúast um að skýla ofsóttum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rúmlega þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi má rekja til lífsstílsáhættuþátta, og þá sérstaklega lélegs mataræðis. Fjallað verður um þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30 í beinni á Vísi.

Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls

Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024.

Lýsir ábyrgðarlausu tali í kjölfar ofsaveðurs

Í erfiðu ástandi sem skapaðist víða um land vegna fárviðris og langvarandi rafmagnsleysis virðist sem stjórnendur helstu orkufyrirtækja landsins varpi ábyrgð á landeigendur og náttúruverndarfólk. Svo segir í yfirlýsingu frá stjórn Landverndar.

2,7 milljóna króna sekt fyrir brot undir stýri

Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 2.689.000 krónur í sekt innan fjögurra vikna ella sitja í fangelsi í 68 daga. Maðurinn hefur ítrekað gerst brotlegur á lögum fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot.

Klíníkin fær ekki milljónabætur frá ríkinu

Í málinu var deilt um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hafna greiðslu reikninga vegna verktakavinnu tveggja svæfingalækna sem störfuðu hjá Klíníkinni á árunum 2017 til 2018.

Kærasta Shanghala sögð hafa reynt að eyða sönnunargögnum

Önnur þeirra tveggja sem handtekin voru í höfuðborg Namibíu á laugardag í tengslum við Samherjaskjölin, er sögð vera kærasta Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu sem nú er á bakvið lás og slá grunaður um mútuþægni.

Fjórir af fimm og tveir til viðbótar vanhæfir

Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt, Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Landsrétt og Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, þykja hæfust þeirra átta umsækjenda sem sóttu um laust embætti Hæstaréttardómara á dögunum.

Starfsmaður missti meðvitund við árás í búsetukjarna

Karlmaður sem vistaður var í búsetuúrræði á vegum Reykjavíkurborgar hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist að starfsmanni í búsetukjarnanum.

„Ég svara því bara fullum hálsi“

Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag.

Sjá næstu 50 fréttir