Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ekkert í lögum kveður á um að barnaníðingar fari ekki með forsjá barna að sögn forstjóra Barnaverndarstofu, sem vill meira eftirlit og utanumhald með barnaníðingum hér á landi. Í Bretlandi fái dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, ekki að ganga lausir séu börn á heimilinu.

Leituðu að konu í Esjunni

Björgunarsveitir og lögregla leituðu nú síðdegis að konu í Esjunni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út vegna leitarinnar.

Skjálfti veldur skemmdum í Púertó Ríkó

Jarðskjálfti, sem mældist 5,8 stig skók Púertó Ríkó í dag. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum eða slysum en vitað er að skjálftinn olli einhverjum skemmdum.

Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum

Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190.

Lokuðu þinginu og völdu eigin forseta

Stjórnarþingmenn ríkisstjórnar Nicolás Maduro greiddu atkvæði um nýjan þingforseta á meðan stjórnarhermenn héldu leiðtoga stjórnarandstöðunnar utan dyra.

Þúsundir komu saman vegna út­farar So­leimani

Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku.

Tyrkir senda herlið til Líbíu

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa.

Annar hnífamaður skotinn í Frakklandi

Lögreglan í Metz í Frakklandi skaut í dag mann, sem vopnaður var hnífi.. Fyrir aðeins tveimur dögum stakk annar maður einn til bana og særði tvö önnur í grennd við höfuðborgina París.

Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns

Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns.

Beðið eftir hvað Íranar geri

Leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir árásina á Soleimani og segir það nú forgangsmál að reka bandarískan herafla burtu úr heimshlutanum.

Daginn búið að lengja um hálftíma í Reykjavík

Þegar borgarbúar halda til vinnu á morgun, þrettándanum, síðasta degi jóla, mun dagsbirtan vara í 4 klukkustundir og 40 mínútur. Þetta er um 33 mínútna lenging frá vetrarsólstöðum.

Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu

Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum.

Sjá næstu 50 fréttir