Fleiri fréttir

Vætu­samt vestan­til á landinu

Veðurstofan spáir suðlægri átt og víða dálítilli vætu sunnan- og vestanlands, en björtu með köflum norðaustan til.

Aldrei fleiri látist á einum degi í Ástralíu

Nítján dóu í Viktoríuríki í Ástralíu af völdum Covid-19 síðasta sólarhringinn og hafa dauðsföll af völdum sjúkdómsins aldrei verið fleiri á einum degi í landinu.

Myndband: Ford Bronco í alvöru grjót-príli

Nýr Ford Bronco er væntanlegur á næsta ári, bíllinn hefur þegar verið kynntur. Hafi einhver verið í vafa um getu Bronco í torfærum, þá er meðfylgjandi myndband líklegt til að slá á þann vafa.

Hundruð í haldi lögreglu eftir mótmæli

Forsetakosningar fóru fram í Hvíta-Rússlandi í landi í gær og benda opinberar tölur til þess að forsetinn Alexander Lúkasjenkó hafi hlotið yfir 80 prósent atkvæða.

Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands

Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994.

Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi

Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti.

Hjálpuðu villtum ferðalöngum

Mikil þoka var í grennd við Trölladyngju og Keili á Reykjanesi í kvöld og komust tveir einstaklingar í hann krappan vegna aðstæðna.

Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó

Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót.

Hafa safnað 12 milljónum fyrir íbúa í Beirút

Rauði Krossinn á Íslandi hefur safnað rúmlega tólf milljónum fyrir íbúa í Beirút vegna sprengingarinnar sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Upplýsingamálaráðherra Líbanon hefur sagt af sér og forsætisráðherrann vill boða til þingkosninga fyrr en áætlað var.

Vaxið í ám og lækjum eftir mikla úrkomu

Lögreglan á Suðurlandi hefur varað við miklum vatnavöxtum í ám í Þórsmörk og á Fjallabaksleið syðri en talsverð úrkoma hefur verið á Suður- og Vesturlandi í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tveir eru nú á sjúkrahúsi vegna kórónuveirusmits. Kári Stefánsson vill loka landinu svo hægt sé að ná utan um hópsmitið sem hefur blossað upp. Valið stendur nú á milli að berjast við hópsýkingar eða hruns í ferðaþjónustu.

For­seta­kosningar fara fram í Hvíta-Rúss­landi í dag

Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður.

Tveir smitaðir nú á sjúkrahúsi

Landlæknir greindi frá því á upplýsingafundi almannavarna að maður á níræðisaldri hafi verið lagður inn á sjúkrahús í gær, en að hann þurfi ekki gjörgæslumeðferð.

Munu sekta og jafn­vel loka veitinga­stöðum sem virða ekki tilmæli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun frá og með í dag byrja að sekta þá veitingastaði þar sem ekki er farið að tilmælum um sóttvarnir og fjöldatakmarkanir. Ljóst sé að lögregla sé nauðbeygð til að herða aðgerðir og ekki sé lengur hægt að höfða einungis til skynsemi veitingamanna og gesta.

Tveir smitaðir í Eyjum og 79 í sóttkví

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum kemur fram að Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum hafi skimað einstaklinga í sóttkví og sú skimun hafi verið vel sótt.

Kári vill loka landinu

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands.

Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur

Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar.

Bleyta í kortunum fyrir næstu daga

Landsmenn mega reikna með suðaustankalda eða strekkingi, átta til fimmtán metrum, með rigningu í dag, þar sem verður þó hægara og úrkomulítið norðaustanlands.

Sjá næstu 50 fréttir