Fleiri fréttir

Fráskilinn kærði pabba og mömmu fyrir að henda kláminu

Bandarískur maður hefur unnið mál á hendur foreldrum sínum, sem gerðust sek um að henda klámsafni sonarins. David Werking sagði foreldra sína ekki hafa haft neinn rétt á því að farga kláminu og dómarinn Paul Maloney var honum sammála.

Vatns­þrýstingur fer minnkandi í jarð­vegi

Vatnsþrýstingur hefur minnkað í jarðvegi á Seyðisfirði og útlit er fyrir að hreinsunarstarf geti hafist. Aðgerðarstjórn og samhæfingarstöðin hafa skipulagt björgunarstarf og gera nú áætlanir um hreinsun. 

Fluguhnýtingarkassar smíðaðir af föngum

Fluguhnýtingar kassar smíðaðir af föngum á Litla Hrauni renna út eins og heitar lummur til veiðimanna, sem þurfa að geyma flugurnar sínum á góðum stað. Efni úr gömlu varðstjóraborði á Litla Hrauni er meðal annars notað í kassana.

Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi

Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna.

„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“

Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. Við sýnum frá Seyðisfirði í fréttum okkar klukkan hálf sjö.

„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“

Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi.

Biden bólu­settur eftir helgi

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Dr. Jill Biden, eiginkona hans, munu fá fyrri skammt bóluefnis við Covid-19 á mánudaginn.

Skelltu sér saman í bú­staðinn og smituðust af Co­vid-19

Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar við greiningu. Rekja má smit sem greindust í gær til hóps sem fór saman í sumarbústað, sem sýni vel að veiran sé enn úti í samfélaginu.

Telja jarð­lög enn ó­stöðug vegna skriðu sem féll í morgun

Óheft umferð um Seyðisfjörð verður óheimil í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verða rýmingar á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi. Skriða sem féll í morgun gefur vísbendingar um óstöðugleika í jarðlögum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar klukkan tólf tökum við stöðuna á Seyðisfirði, en bærinn var rýmdur í gærkvöldi eftir að stórar aurskriður féllu þar í gær.

Útgöngubann yfir hátíðirnar á Ítalíu

Öll svæði Ítalíu hafa nú verið skilgreind sem hættusvæði og útgöngubann verður í gildi yfir hátíðirnar. Ítalir mega aðeins ferðast til og frá vinnu og til þess að leita sér heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna

Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu.

Sagðist ekki þurfa að nota grímu og neitaði að yfir­gefa verslunina

Rétt fyrir miðnætti þurfti lögregla að hafa afskipti af konu í verslun í Garðabæ sem þvertók fyrir það að nota andlitsgrímu og neitaði jafnframt að yfirgefa verslunina. Þegar lögreglu bar að garði vildi hún ekki gefa upp nafn og kennitölu og gaf á endanum upp rangt nafn.

Of margir á staðnum og gestir með leiðindi við lög­reglu

Lögreglan sinnti göngueftirliti í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi þar sem staðan var tekin á veitingahúsum bæjarins. Sérstaklega var hugað að þeim stöðum sem fengu athugasemdir síðustu helgi en samkvæmt dagbók lögreglu var ástandið almennt mjög gott. Einn staður var þó rýmdur vegna brota á samkomubanni.

Sér fyrir endann á úr­komu en á­fram skriðu­hætta

Skriðuhætta verður áfram á austanverðu landinu þó nú sjái fyrir endann á þeirri rigningu sem hefur verið á svæðinu. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og hefur bærinn verið rýmdur vegna skriðuhættu eftir að stórar skriður féllu í bænum.

Nýr Mercedes-Benz Maybach S-Class frumsýndur

Nýr Mercedes-Benz Maybach S-Class var frumsýndur á dögunum og er þetta líklega mesta lúxuskerra sem fyrirfinnst í heiminum í dag. Bíllinn er gríðarlega vel búinn þægindum og tækninýjungum og má segja að lúxus í bifreið sé skilgreindur upp á nýtt með þessum nýja bíl, segir í fréttatilkynningu frá Öskju.

Fjárlög næsta árs samþykkt á Alþingi

Fjárlög 2021 voru samþykkt á Alþingi nú rétt eftir klukkan tíu með 33 atkvæðum en 28 greiddu ekki atkvæði. Fjárlögin markast af viðbrögðum stjórnvalda við áhrifum kreppunnar sem fylgir kórónuveirufaraldrinum.

Seyðfirðingar allir komnir með svefnpláss fyrir nóttina

Seyðfirðingar eru allir komnir til Egilsstaða í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem opnuð var í grunnskólanum þar. Að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hafa allir fengið rúmpláss fyrir nóttina og enginn mun þurfa að halda til í skólanum í nótt.

Hol­ræsin hafa ekki undan og slökkvi­liðið reynir að bjarga kjöllurum frá vatns­skemmdum

Slökkviliðsmenn á Seyðisfirði hafa undanfarna daga átt fullt í fangi með að dæla vatni upp úr kjöllurum og að dæla vatn úr holræsum sem hafa ekki haft undan. Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði segir að enn sé mikið eftir og að starf slökkviliðsins muni ekki hefjast af alvöru fyrr en íbúar hafa snúið aftur heim til sín.

Um 30 ár síðan heilt bæjar­fé­lag var síðast rýmt

Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttatímanum greinum við ítarlega frá náttúruhamförunum á Seyðisfirði en Almannavarnir skipuðu öllum að yfirgefa bæinn síðdegis eftir að stór aurskriða féll á tíu hús og gjöreyðilagði eitt þeirra. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði en hættustig á Eskifirði vegna skriðuhættu.

„Þetta var bara áfall“

Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu.

Kanna hve margir bjuggu í húsunum

Ekki er vitað til að nokkurs sé saknað eftir seinni skriðuna sem féll á Seyðisfirði í dag. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir í samtali við Vísi að á þessari stundu sé ekki vitað til þess að slys hafi orðið á fólki.

Stefnt að því að rýma Seyðisfjörð

Allir íbúar Seyðisfjarðar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðinni í bænum. Almannavarnir stefna að því að rýma bæinn. Stór aurskriða féll þar um klukkan þrjú. Óttast er að hún hafi fallið á stærra svæði en í fyrstu var talið og að tjónið sé mikið.

Sex handteknir í aðgerðum tengdum barnaníði og vændi

Sex voru nýverið handteknir í aðgerðum lögreglu gegn barnaníði á netinu og vændi. Fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft barnaníðsefni í sinni vörslu og tveir handteknir vegna gruns um vændiskaup.

Sjá næstu 50 fréttir