Fleiri fréttir

Trump segist stefna aftur á framboð

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu.

Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið.

Ónæmið gæti varið í mörg ár

Ónæmi gegn Covid-19 gæti verið út ævi flestra sem hafa smitast og fengið bólusetningu. Þetta er meðal niðurstaða í tveimur nýjum rannsóknum þar sem fólk sem smitaðist snemma í faraldri nýju kórónuveirunnar var skoðað.

Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst

Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus.

Starfsmenn Alvotech safna fyrir Indland

Starfsmenn Alvotech hafa hrundið af stað fjáröflun innan fyrirtækisins til að bregðast við skelfilegum afleiðingum COVID-19 á Indlandi.

Þrír greindust innan­lands

Þrír greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga.

Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök

Afganski herinn er illa búinn fyrir væntanleg átök við Talibana. Sérfræðingar segja erfiða bardaga í vændum fyrir hermennina sem eru bæði illa þjálfaðir og útbúnir og þykja álíka líklegir til að sýna ríkisstjórninni hollustu og ganga til liðs við einhverja af fjölmörgum stríðsherrum Afganistans.

Voru Covid-smitaðir á toppi Everest

Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest.

Vopnabúr fyrir börn í vanda

Vopnabúrið er nýtt úrræði fyrir börn og ungmenni sem glíma við fjölþættan vanda sem stofnað var af fyrrverandi lögreglumanninum og barnaverndarstarfsmanninum Birni Má Sveinbjörnssyni Brink. Hann segir úrræði fyrir þennan hóp ungmenna vanta og að nauðsynlegt sé að koma til móts við börnin og vinna með styrkleika þeirra.

Hafði áður hótað því að skjóta samstarfsfélaga sína

Maðurinn sem skaut níu manns til bana áður en hann framdi sjálfsvíg á lestamiðstöð San Jose í Kaliforníu í gær, hafði áður talað um það að skjóta samstarfsfólk sitt. Þetta segir fyrrverandi eiginkona hans en hún segir árásarmanninn oft hafa verið mjög reiðan í garð vinnu sinnar og samstarfsfólks.

Há­marks­hiti um á­tján stig en lægðir þjarma að úr suð­vestri

Hæð norðaustur af landinu stjórnar enn veðrinu hér á landi og víða er vindur fremur hægur og léttskýjað. Lægðir þjarma að landinu úr suðvestri og valda því að nokkur vindstrengur er með suðurströndinni, þrettán til tuttugu metrum á sekúndur í kvöld og á morgun.

Út­­lendinga­­stofnun getur ekki hætt að senda til Grikk­lands

Út­lendinga­stofnun telur sig al­gjör­lega bundna af gildandi lögum sem hún fylgir í máli Palestínu­mannanna fjór­tán sem voru sviptir allri þjónustu stofnunarinnar, hús­næði og fæði. Hún geti ekki tekið mál ein­stak­linganna til efnis­legrar með­ferðar því þeir hafi hlotið vernd í Grikk­landi og staða faraldursins þar sé ekki nægileg ástæða til.

Braut upp útihurð og gekk á brott

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur undarleg tilkynning í gærkvöldi en að sögn þess sem hringdi braut einstaklingur upp útihurð og gekk síðan á brott. Viðkomandi var handtekinn skömmu síðar en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir.

Hlýnun gæti farið út fyrir mörk Parísar­sam­komu­lagsins á allra næstu árum

Um 40% líkur eru nú sagðar á því að hnattræn hlýnun nái 1,5°C á að minnsta kosti einu ári af næstu fimm samkvæmt nýju mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Líkurnar á að hlýnun fari umfram metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins eru aðeins sagðar munu aukast eftir því sem tíminn líður.

Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur

Frekari viðgerða er þörf á húsnæðis Fossvogsskóla og verður skólastarfsemi í Korpuskóla næsta vetur af þeim sökum. Foreldrum barna við skólann var tilkynnt þetta eftir fund skólaráðs Fossvogsskóla í kvöld. Asbest fannst meðal annars í gluggakistum í skólabyggingum.

Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum

Atlantshafsbandalagið krafðist þess í dag að hvítrússnesku stjórnarandstæðingarnir sem voru handteknir eftir að flugi þeirra með RyanAir var stýrt af leið og lent í Minsk verði leystir úr haldi. Utanríkisráðherra segir málið með ólíkindum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir segir enn hættu á stórri hópsýkingu í samfélaginu og það hafi verið vonbrigði að fimm hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær. Fjallað er um stöðuna í landinu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Biden lætur rann­saka upp­runa kórónu­veirufar­aldursins

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt bandarískum leyniþjónustustofnunum að leggja aukna áherslu á að rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins. Þær eiga meðal annars að kanna hvort að kenning um að veiran hafi fyrst borist út frá rannsóknastofu í Kína eigi við rök að styðjast.

Innkalla kjúklingapasta vegna listeríu

Matvælastofnun varar við því að listería hafi greinst í einni framleiðslulotu af kjúklingapasta frá fyrirtækinu Preppup. Fyrirtækið hefur kallað vöruna inn af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.

Grætur kaldar kveðjur frænku sinnar krókódíl­stárum

Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, segir þá staðreynd að Kristján Þór Júlíusson sé ekki horfinn úr sjávarútvegsráðuneytinu ótvíræð skilaboð um að ríkisstjórnin sé fyrst og síðast um óbreytt ástand.

Þingpallar opnaðir og nefndir mega hittast á ný

Þingpallar Alþingis voru opnaðir almenningi á ný í dag eftir að hafa verið lokaðir í rúmt ár. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði við upphaf þingfundar að þetta væri hægt í kjölfar almennra tilslakana í samfélaginu.

Hiti við 20 gráður fyrir norðan

Ekki mátti miklu muna að hitinn færi upp í 20 gráður á Norður­landi í dag. Á þremur stöðum sýndu mælar Veður­stofunnar meira en 19 gráður, bæði í Skaga­firðinum og á torfum í Eyja­firði.

Sjá næstu 50 fréttir