Fleiri fréttir

Rússar gagn­rýna stuðnings­yfir­lýsingu Guðna for­seta

Rúss­neska sendi­ráðið á Ís­landi segist hafa orðið fyrir von­brigðum með stuðnings­yfir­lýsingu for­seta Ís­lands. For­seti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr við­búnaði við landa­mæri landsins.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Suðurnesjafólk er langþreytt á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og kallar hana öllum illum nöfnum. Þau segja læknana gefa sér lítinn tíma í að skoða vandamál þeirra og rangar greiningar á alvarlegum kvillum allt of algengar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fagna niðurstöðum starfshóps rektors

Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrætti Háskóla Íslands, vill koma því á framfæri að hún taki niðurstöðu starfshóps rektors Háskóla Íslands fagnandi. Niðurstöðurnar eru á þá leið að HHÍ beri að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa, t.d. með innleiðingu spilakorts.

Næstu tvær vikur verði mjög erfiðar: „Við höfum ekki fleiri til að leita til“

Hátt í tíu prósent starfsmanna Landspítala eru nú frá vinnu vegna Covid og annarra veikinda. Staðan er því mjög þung á spítalanum um þessar mundir og má gera ráð fyrir að hún verði það áfram næstu vikurnar. Framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala vonar að fjöldi starfsmanna með Covid sé á leiðinni niður.

Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli

Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu

Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir enn líklegt að Rússar ætli sér að ráðast á Úkraínu og að það gæti gerst á næstu dögum. Þá segja Rússar að þeir neyðist til að bregðast við, verði kröfum þeirra ekki svarað, kröfum sem hefur þegar verið hafnað.

Þvertaka fyrir að sérsveitin hafi miðað byssu á íbúa

Samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra þvertekur fyrir að sérsveitarmaður hafi beint vopni að húsráðanda við húsleit í Kórahverfinu í Kópavogi aðfaranótt fimmtudagsins 10. febrúar. Íbúi fullyrti í viðtali á Vísi í gær að sérsveitarmaður hefði miðað á hann vopni.

Staðan þung á spítalanum og horfir til algerra vandræða um helgina

Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala hafa nú þungar áhyggjur af stöðu mála innan heilbrigðiskerfisins en fjöldi starfsmanna er nú frá vegna Covid, sem og annarra veikinda. Stjórnendur spítalans samþykktu í dag að framlengja álagsgreiðslur til starfsmanna. 

„Menn eru komnir í harðsvíraðan fjárhættuspilarekstur“

Ámælisvert er að beita ekki öllum ráðum til að tryggja ábyrga spilun í spilakössum. Þetta er niðurstaða starfshóps um tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands. Starfshópurinn réðst í verkefnið að frumkvæði Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands. Skýrslan kom út í júní í fyrra en ekki gerð opinber fyrr en nú.

Sjö vilja í fjögur efstu sætin hjá Viðreisn í Reykjavík

Sjö sækjast eftir fjórum efstu sætunum á lista Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins sem fer fram helgina fjórða til fimmta mars. Tvær sækjast eftir fyrsta sæti, einn eftir öðru sæti, þrjú eftir þriðja sæti og ein eftir þriðja til fjórða sæti.  

Nowy rekord w liczbie zakażonych

Wczoraj w kraju, z COVID-19 zdiagnozowano 2881 osób i jest to najwyższa liczba zakażeń wykrytych w ciągu jednego dnia od początku wybuchu epidemii.

Guggugulur fannst á Listasafni Akureyrar

Verkið Guggugulur, sem hvarf á Akureyri fyrir sex árum síðan, er komið í leitirnar og mun kannski skila sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman.

Breskum manni banað af hákarli í Ástralíu

Maðurinn sem dó í hákarlaárás í Sydney í Ástralíu í gær var 35 ára Breti. Hann hét Simon Nellist og bjó í Ástralíu þar sem hann starfaði við að kenna köfun. Breskir miðlar segir Nellist hafa verið að æfa sig fyrir góðgerðasund þegar hákarl réðst á hann.

Man ekki eftir öðrum eins forföllum

Alvarleg staða kom upp á fæðingarvakt Landspítala í gær þegar ljósmæður bráðvantaði til starfa vegna veikinda. Yfirlæknir fæðingarteymis man vart eftir öðru eins ástandi en segir stöðuna betri í dag. 2.881 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem er mesti fjöldi frá upphafi faraldurs.

Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi

Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst.

Ó­míkron orðið alls­ráðandi og rað­greiningu hætt

Ákveðið hefur verið að hætta raðgreiningu allra jákvæðra Covid-19 sýna. Mikill fjöldi jákvæðra sýna að undanförnu er langt umfram greiningargetu, auk þess sem að ómíkronafbrigði veirunnar hefur nú algjörlega yfirtekið deltaafbrigðið hér á landi.

Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann

Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Alvarleg staða kom upp á fæðingarvakt Landspítala í gær þegar ljósmæður bráðvantaði til starfa vegna veikinda.

Enn eitt metið: 2.881 greindist innanlands

Í gær greindust 2.881 með veiruna innanlands en um er að ræða mesta fjölda frá upphafi faraldursins. Um er að ræða 400 fleiri tilfelli heldur en í fyrradag, þegar síðasta met var slegið.

Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins

Þremur árum eftir fall kalífadæmis Íslamska ríkisins eru tugir þúsunda fyrrverandi meðlima hryðjuverkasamtakanna enn í búðum og fangelsum sem sýrlenskir Kúrdar reka í norðausturhluta landsins. Að miklu leyti er um erlenda vígamann að ræða og eiginkonur þeirra og börn sem heimaríki þeirra vilja ekki taka við á nýjan leik.

Skilur að marga svíði vegna ó­rétt­lætis en kallar eftir hóf­semi

Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, segir undanfarna daga hafa verið honum og hans fólki mjög erfiðir. Hann hefur fulla trú á því að rannsókn lögreglu á hvarfi síma hans muni leiða hið sanna í ljós. Hann gefur í skyn að málið sé viðkvæmt en fólk muni skilja hvers vegna hann vilji ekki ræða málið efnislega þegar upplýst verði opinberlega um málið.

Innlögðum á Landspítala fækkar milli daga

Alls eru nú 44 inniliggjandi á Landspítala með Covid-19 en um er að ræða fækkun á milli daga. Áfram eru þrír á gjörgæslu, enginn þeirra í öndunarvél. Um 450 fleiri börn eru nú í eftirliti hjá Covid göngudeildinni heldur en í gær. 

Gróðureldum fjölgar og þörf á að efla viðbúnað slökkviliðs

Árið 2021 voru 186 gróðureldar skráðir á Íslandi og hefur þeim farið verulega fjölgandi en árið 2018 voru þeir 76. Starfshópur á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir nauðsynlegt að efla viðbúnað slökkviliðs og fjárfesta í fleiri slökkviskjólum.

Skírði sóknarbörnin vitlaust í sextán ár

Kaþólskur prestur í Arizona í Bandaríkjunum gerði reginmistök við störf sín í sextán ár. Hann skírði sóknarbörnin vitlaust og telur kaþólska kirkjan nú að allir þeir sem hann skírði séu ekki skírðir í Guðs augum.

28.000 konur sóttu um 30 störf í Sádi Arabíu

Tuttugu og átta þúsund konur sóttu um 30 lestarstjórastörf í Sádi Arabíu en aðeins um þrjú ár eru liðin frá því að stjórnvöld heimiluðu konum að aka bifreiðum.

Úr­skurðaður í far­bann eftir nauðgunar­dóm

Landsréttur hefur úrskurðað erlendan karlmann, sem nýverið var sakfelldur fyrir nauðgun, í áframhaldandi farbann þar sem talinn er veruleg hætta á því að hann fari úr landi á meðan á áfrýjunarfresti stendur í máli hans.

Vill fá Guggugulan sem hvarf á Akur­eyri aftur heim til Ísa­fjarðar

Myndlistarmaðurinn og Ísfirðingurinn Gunnar Jónsson lýsir eftir verki sínu, Guggugulum, sem hvarf á Akureyri þegar það var þar til sýnis árið 2016. Verkið er ljósmynd af málningu, Guggugulum, málningarlitnum sem þjóðþekkta skipið Guggan var máluð með. 

Slagsmálahundur neitaði að segja til nafns

Lögreglu bárust tvær tilkynningar um slagsmál í miðbænum á sama tíma í gærkvöldi, rétt fyrir miðnætti. Í öðru tilvikinu voru allir á brott þegar lögregla kom á staðinn en í hinu var einn handtekinn. Sá vildi ekki segja til nafns og var vistaður í fangageymslu.

Minnst 94 farist í brasilísku borginni Petrópolis

Minnst 94 hafa farist í skriðuföllum og skyndiflóðum í brasilísku borginni Petrópolis eftir að fossandi rigning skall á svæðinu sem staðsett er í fjallgarði norður af Rio de Janeiro.

Sjá næstu 50 fréttir