Fleiri fréttir

Skagfirðingar sameinast

Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi fimmtánda dögum síðar.

BMW iX - Sannur BMW

BMW iX er stærsti rafdrifni bíllinn frá BMW hingað til. Um er að ræða fimm manna rafjeppling, þar sem mikið hefur verið lagt upp úr upplifun við hönnun. Upplifunin er BMW út í gegn, sem er áhugavert.

Hundruð stranda­glópa í Bláa lóninu

Um 330 ferðamenn eru strandaglópar í Bláa lóninu vegna lokuna á Grindavíkurvegi. Leiðsögumaður á svæðinu hefur helst áhyggjur af þeim ferðamönnum sem eiga bókað flug eldsnemma í fyrramálið.

Segir Páleyju gengna til liðs við „skæru­liða­deild Sam­herja“

Nokkuð fjöl­menn mót­mæli fóru fram bæði í Reykja­vík og á Akur­eyri í dag vegna rann­sóknar lög­reglu á fjórum blaða­mönnum og um­fjöllun þeirra. Ræðu­menn vildu meina að lög­regla væri að vega að tjáningar­frelsinu og sumir gengu svo langt að kalla til­burði hennar fasíska.

Inn­rás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfir­­vofandi

Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi á næstu dögum og hefði hörmulegar afleiðingar, að mati leiðtoga sem sótt hafa öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Íslenskur sérfræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað Pútín ætli sér.

Fólk haldi sig heima vegna ó­færðar

Veður hefur gert fólki lífið leitt í dag og björgunasveitir hafa sinnt um þrjátíu verkefnum á höfuðborgarsvæðinu og svipuðum fjölda á Suðurnesjum og Suðurlandi. Lögreglan segir einfaldlega best að halda sig heima í kvöld.

Yfir­heyrslum allra blaða­mannanna frestað

Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ segir galið fyrirkomulag að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi nýtt sér læknaleigu sem yfirlæknir stofnunarinnar rak sjálfur. Hann vill heildarendurskoðun á stjórnun stofnunarinnar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi.

Yfirheyrslu Aðalsteins frestað

Yfirheyrslu yfir Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar, hefur verið frestað. Hann er einn þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt stöðu sakbornings í tengslum við rannsókn sem snýr að umfjöllun þeirra um um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja.

Sökuð um spillingu í upphafi Covid farsóttarinnar

Forseti heimastjórnarinnar í Madrid er sökuð um að hafa látið heilbrigðisyfirvöld í höfuðborginni kaupa sóttvarnagrímur fyrir andvirði 200 milljónir króna af fyrirtæki besta vinar síns og bróður síns og fullyrt er að bróðir hennar hafi hagnast um andvirði 40 milljóna króna á viðskiptunum.

Kosið um sameiningu sex sveitarfélaga

Kosið verður um sameiningu í sex sveitarfélögum í dag. Oddviti eins af smærri sveitarfélögunum segir það rökrétta þróun að lítil sveitarfélög sameinist þeim stærri um alla þjónustu við íbúa.

Allt klappað og klárt hjá blómabændum fyrir konudaginn

Blómabændur og starfsfólk þeirra hefur nánast unnið dag og nótt síðustu daga við að gera allt klárt fyrir konudaginn, sem er á morgun en það er langstærsti söludagur ársins á íslenskum blómum. Bleikur og lillatónar eru vinsælustu litir blóma morgundagsins.

2.692 greindust smitaðir í gær

2.692 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. 141 greindist á landamærunum. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, í samtali við fréttastofu.

Starfs­fólki í ein­angrun fjölgar sí­fellt

Aldrei hafa fleiri starfsmenn Landspítala verið í einangrun. Stjórn­endur spítalans funda um stöðuna á eftir og segjast munu gera allt til að koma í veg fyrir að kalla þurfi ein­kenna­laust starfs­fólk úr ein­angrun í vinnu.

Bein útsending: Hádegisfréttir á Bylgjunni

Aldrei hafa fleiri starfsmenn Landspítala verið í einangrun og nú. Stjórnendur leita allra leiða til að þurfa ekki að kalla smitaða til vinnu. Við fjöllum um stöðuna á Landspítalanum í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Fækkar um fimm á spítalanum

Fjörutíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og fækkar þeim um fimm á milli daga.

Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu

Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands.

Hvert áfallið á fætur öðru hjá Trump

Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna hefur staðfest að Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók leynileg gögn með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu til Flórída í byrjun árs í fyrra. Trump hefur orðið fyrir hverju lagalegu áfallinu á fætur öðru í vikunni.

Greiða sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum

Þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóri þess og tveir flugmenn þess þurfa samtals að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í sekt vegna þess að þyrlum á vegum fyrirtækisins var í tvígang lent án leyfis Umhverfisstofnunar í friðlandinu á Hornströndum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað fyrirtækið og starfsmenn vegna málsins.

Von á stormi syðst á landinu

Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna veðurs í dag og fram á morgundaginn. Fyrsta viðvörunin tekur gildi á Suðurlandi skömmu eftir hádegi í dag.

Minnst níu hafa látist af völdum Eunice í Evrópu

Í fyrsta sinn í sögunni var rauð viðvörun gefin út í Lundúnarborg í dag vegna stormsins Eunice sem gekk yfir Bretlandseyjar og meginland Evrópu. Að minnsta kosti fjórir hafa látist á Bretlandseyjum og fimm á meginlandinu.

Ekkert sé til í því að fyrir­tæki maki krókinn með styrkjum

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert benda til þess að fullyrðing Alþýðusambandsins, um að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum, eigi við rök að styðjast. Hann fagnar því þó að ASÍ kalli eftir ábyrgð í ríkisfjármálum.

Skellti á Neyðar­línuna í miðju hjarta­á­falli

Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi á Neyðarlínuna í byrjun febrúar vegna gruns um að hann væri að fá fyrir hjartað. Hann fór fljótt að efast um þá ákvörðun og skellti á áður en honum var svarað. Grunurinn reyndist hins vegar á rökum reistur og hann hné niður skömmu seinna.

Laugvetningar og Stella í orlofi

Stella í orlofi er nú mætt í félagsheimilið Aratungu í Bláskógabyggð en þar er leikhópur Menntaskólans að Laugarvatni að sýna leikrit eftir samnefndir kvikmynd frá 1986. Mikið gengur á á sviðinu, enda mikið líf í kringum Stellu í leið sinni í sumarbústað með sænskum alka, sem er á leiðinni í meðferð hjá SÁÁ.

Óskar eftir úr­skurði um lög­mæti að­gerða lög­reglu­stjóra

Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans.

Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri

Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu.

Sjá næstu 50 fréttir