Fleiri fréttir

Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands

Denisi Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna Donetsk í austurhluta Úkraínu, tilkynnti í dag að almennir borgarar héraðsins yrðu fluttir til Rússlands. Leiðtogar Lunhansk, hins héraðsins þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum stjórna, hafa einnig tilkynnt að flytja eigi íbúa á brott.

Sagt upp hjá PLAY vegna gruns um ofbeldi

Millistjórnanda hjá flugfélaginu PLAY hefur verið sagt upp störfum í kjölfar atviks á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi. Millistjórnandinn er samkvæmt heimildum fréttastofu grunaður um ofbeldi gagnvart samstarfsmanni, flugliða hjá félaginu.

Langar raðir en rosalega góð stemmning í Hlíðarfjalli

Fjöldi fjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu er mættur í vetrarparadís norður yfir heiðar til að renna sér í snjónum í Hlíðarfjalli. Þriggja barna móðir í Fossvoginum er ein þeirra sem er mætt með börnin norður og er spennt fyrir opnun nýju stólalyftunnar á morgun.

Leiðtogafundur um stöðu fólks með fötlun

Í vikunni var haldinn í Ósló alþjóðlegur leiðtogafundur um stöðu fólks með fötlun. Talið er að 15 prósent jarðarbúa, einn milljarður manna, sé með fötlun. Af þeim búa 80 prósent í lág- og millitekjuríkjum. 

Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun

Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt.

Segja á­sakanir fyrr­verandi stjórnar­manns til­hæfu­lausar

Öryrkjabandalag Íslands segir að fyrrum stjórnarmaður í Hússjóði Öryrkjabandalagsins hafi farið fram með innistæðulausar ásakanir en umræddur stjórnarmaður hefur sakað stjórn ÖBÍ og formann bandalagsins um bolabrögð. Stjórnarmaðurinn segir alvarlegt spillingarmál hafi komið upp en sjóðurinn hefur stefnt ÖBÍ fyrir dómi vegna málsins. 

Annað fárviðri á skömmum tíma skekur Madagaskar

Mikil neyð ríkir í Madagaskar eftir að fellibylurinn Batsirai reið yfir eyjuna í síðustu viku en í fárviðrinu fórust 120 íbúar. Þetta er annar fellibylurinn sem skellur á landinu á innan við tveimur vikum. UN Women vekur athygli á því að fellibylurinn hafi valdið miklu tjóni á eignum, innviðum og ræktarlandi á eyjunni, þar sem um 77 prósent íbúanna lifa þegar undir fátækramörkum.

Fönguðu stærðarinnar sólblossa á filmu

Nokkrir gervihnettir sem beint er að sólinni greindu á þriðjudaginn stóran sólblossa eða sólgos. Hann er einn sá stærsti sem hefur nokkurn tímann verið fangaður á filmu en blossinn náði milljónir kílómetra út í sólkerfið.

Tekur stöðuna í næstu viku

Yfir hundrað þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldurs en sóttvarnalæknir bendir á að þeir gætu í raun verið allt að tvö hundruð þúsund og hjarðónæmi þannig mögulega handan við hornið. Hann telur ekki rétt að meta það fyrr en í næstu viku hvort fresta ætti allsherjarafléttingum, í ljósi erfiðrar stöðu í heilbrigðiskerfinu.

Sex sækjast eftir tveimur em­bættum að­stoðar­lög­reglu­stjóra

Hulda Elsa Björgvinsdóttir, staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, sækjast eftir lausri stöðu embættis aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Greint er frá þessu á vef dómsmálaráðuneytisins.

Alþjóðabankinn varar við skuldavanda þróunarríkja

Hagkerfi þróunarríkja hafa orðið hvað harðast úti í alþjóðlegum efnahagssamdrætti af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, segir í nýrri skýrslu Alþjóðabankans. Yfirvofandi skuldakreppa gæti gert illt verra, segir bankinn, ásamt aukinni verðbólgu og vaxtahækkunum. Að mati bankans þurfa þróunarríkin því að skapa heilbrigðara umhverfi fjármálageirans.

Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna

Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft.

Meta kolefnislosun frá byggingum í fyrsta sinn

Ný skýrsla sér um að meta kolefnislosun frá íslenskum byggingariðnaði en skýrslan er liður í aðgerðaráætlun stjórnvalda í lofslagsmálum. Talið er að árleg kolefnislosun íslenskra bygginga samsvari losun frá 145 þúsund bensínbílum. Vinna er þegar hafin við verkefnið og er aðgerðaráætlunar að vænta í vor.

Vilja að fyrir­tæki sem greiddu sér út arð endur­greiði ríkinu styrki

Al­þýðu­sam­bandið telur víst að mörg fyrir­tæki hafi makað krókinn á ríkis­styrkjum og krefst þess að rann­sókn fari fram á því hvert ríkis­fjár­munir fóru í far­aldrinum. Eðli­legt sé að þau fyrir­tæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkis­styrki verði látin endur­greiða þá.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tímamót að í gær fór tala smitaðra hér á landi í kórónuveirufaraldrinum yfir hundrað þúsund manns.

Svona hefur ómíkron herjað á starfsfólk Landspítala

Rúmlega tuttugu prósent starfsmanna hafa smitast af kórónuveirunni síðustu tvo mánuði. Þegar litið er á skiptingu eftir starfsstéttum og deildum hafa flest smitanna komið upp meðal hjúkrunarfræðinga og á bráðamóttöku.

Ríflega 450 brautskráðir frá Háskóla Íslands á morgun

Háskóli Íslands brautskráir 455 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi á morgun, laugardaginn 19. Febrúar. Engin formleg athöfn verður í ljósi Covid en háskólinn lofar því að hátíðarsemning muni „svífa yfir vötnum,“ í Háskólabíó.

Fjölgar á gjörgæslu milli daga

Fjörutíu og fimm sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um einn frá því í gær. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél, en í gær voru þrír á gjörgæslu og enginn í öndunarvél.

Febrúar mun kaldari en undanfarin ár

Fyrstu fimmtán dagar febrúarmánaðar hafa verið mun kaldari en sömu dagar síðustu ára. Meðalhiti í Reykjavík var 1.-15. febrúar 2,1 stiga frost sem er 2,5 gráðum undir meðal lagi áranna 1991 til 2020 og 3,3 gráðum kaldara en meðallag síðustu tíu ára.

Kærður fyrir að drifta í Vesturbæ

Ökumaður var laust fyrir miðnætti kærður fyrir að drifta á götum Vesturbæjar. Ökumaðurinn viðurkenndi brot sitt og verður sektaður.

Mikil­vægt að átta sig á snjó­flóða­hættu

Hætta er talin á snjóflóðum úr fjöllum eða við þéttbýli víða á landinu vegna fannfergis síðustu daga. Landsbjörg segir hættuna töluverða í Esjunni og biður göngufólk að fara varlega.

Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun

Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð.

Sjá næstu 50 fréttir