Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2022 10:32 Frá heræfingum Rússa og Hvít-Rússa á síðustu vikum. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands. Denis Pushilin, sem stýrir aðskilnaðarsinnum í Donetsk, hefur sent frá sér ávarp þar sem hann sagðist hafa skrifað undir skipun um herkvaðningu og kallaði á alla menn sem vopni gætu valdið til að taka upp vopn. Leonid Pasechnik, sem stýrir aðskilnaðarsinnum í Luhansk, gerði slíkt hið sama skömmu síðar. Yfirvöld í Kænugarði hafa þvertekið fyrir að til standi að gera árás á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Sjá einnig: Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands Óttast er að Rússar, sem sagðir eru hafa komið um 190 þúsund hermönnum fyrir við landamæri Úkraínu, ætli sér að gera innrás í landið. Ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum hafa varað við því að Rússar gætu skapað átyllu til innrás í austurhluta landsins. Undanfarna daga hafa ráðamenn og fjölmiðlar í Rússlandi ítrekað talað um meint þjóðarmorð á rússneskumælandi fólki í austurhluta Úkraínu. Þessum yfirlýsingu hefur verið mætt af mikilli tortryggni. Ljóst er að myndbandsávörp sem áðurnefndir leiðtogar aðskilnaðarsinna birtu í gær um nauðsyn þess að flytja almenna borgara til Rússlands vegna mikillar ógnar frá Úkraínuher höfðu verið tekin upp tveimur dögum áður. „Í dag, 18. febrúar, erum við að skipuleggja brottflutning almennra borgara til Rússlands,“ sagði Pushilin í ávarpi sínu sem hann hafði í raun tekið upp tveimur dögum áður. Hann lýsti því sömuleiðis yfir að von væri á árás frá Úkraínuher. Þegar myndbönd eru birt á Telegram, eins og þessi myndbönd voru, þá fylgja þeim svokölluð lýsigögn. Þau sýna meðal annars hvernær myndböndin voru tekin upp. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar þykir þetta til marks um að aðskilnaðarsinnar og Rússar séu að fylgja eftir fyrirframmótuðu handriti. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær sannfærður um að Valdimír Pútín, forseti Rússlands, hefði tekið þá ákvörðun að gera aðra innrás í Úkraínu. Samkvæmt frétt Reuters segja forsvarsmenn hers Úkraínu að þeir hafi skráð minnst tólf skipti í dag þar sem aðskilnaðarsinnar hafi brotið gegn vopnahléi á svæðinu. Í gær hafi þau verið 66. Í morgun hafa svo borist fregnir af því að einn hermaður hafi fallið í sprengjuárás frá aðskilnaðarsinnum. Hinu megin við víglínuna segja aðskilnaðarsinnar að Úkraínuher hafi skotið fjölda sprengja að þeim. Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin NATO Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20 Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands Denisi Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna Donetsk í austurhluta Úkraínu, tilkynnti í dag að almennir borgarar héraðsins yrðu fluttir til Rússlands. Leiðtogar Lunhansk, hins héraðsins þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum stjórna, hafa einnig tilkynnt að flytja eigi íbúa á brott. 18. febrúar 2022 15:35 Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03 Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir enn líklegt að Rússar ætli sér að ráðast á Úkraínu og að það gæti gerst á næstu dögum. Þá segja Rússar að þeir neyðist til að bregðast við, verði kröfum þeirra ekki svarað, kröfum sem hefur þegar verið hafnað. 17. febrúar 2022 16:30 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Denis Pushilin, sem stýrir aðskilnaðarsinnum í Donetsk, hefur sent frá sér ávarp þar sem hann sagðist hafa skrifað undir skipun um herkvaðningu og kallaði á alla menn sem vopni gætu valdið til að taka upp vopn. Leonid Pasechnik, sem stýrir aðskilnaðarsinnum í Luhansk, gerði slíkt hið sama skömmu síðar. Yfirvöld í Kænugarði hafa þvertekið fyrir að til standi að gera árás á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Sjá einnig: Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands Óttast er að Rússar, sem sagðir eru hafa komið um 190 þúsund hermönnum fyrir við landamæri Úkraínu, ætli sér að gera innrás í landið. Ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum hafa varað við því að Rússar gætu skapað átyllu til innrás í austurhluta landsins. Undanfarna daga hafa ráðamenn og fjölmiðlar í Rússlandi ítrekað talað um meint þjóðarmorð á rússneskumælandi fólki í austurhluta Úkraínu. Þessum yfirlýsingu hefur verið mætt af mikilli tortryggni. Ljóst er að myndbandsávörp sem áðurnefndir leiðtogar aðskilnaðarsinna birtu í gær um nauðsyn þess að flytja almenna borgara til Rússlands vegna mikillar ógnar frá Úkraínuher höfðu verið tekin upp tveimur dögum áður. „Í dag, 18. febrúar, erum við að skipuleggja brottflutning almennra borgara til Rússlands,“ sagði Pushilin í ávarpi sínu sem hann hafði í raun tekið upp tveimur dögum áður. Hann lýsti því sömuleiðis yfir að von væri á árás frá Úkraínuher. Þegar myndbönd eru birt á Telegram, eins og þessi myndbönd voru, þá fylgja þeim svokölluð lýsigögn. Þau sýna meðal annars hvernær myndböndin voru tekin upp. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar þykir þetta til marks um að aðskilnaðarsinnar og Rússar séu að fylgja eftir fyrirframmótuðu handriti. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær sannfærður um að Valdimír Pútín, forseti Rússlands, hefði tekið þá ákvörðun að gera aðra innrás í Úkraínu. Samkvæmt frétt Reuters segja forsvarsmenn hers Úkraínu að þeir hafi skráð minnst tólf skipti í dag þar sem aðskilnaðarsinnar hafi brotið gegn vopnahléi á svæðinu. Í gær hafi þau verið 66. Í morgun hafa svo borist fregnir af því að einn hermaður hafi fallið í sprengjuárás frá aðskilnaðarsinnum. Hinu megin við víglínuna segja aðskilnaðarsinnar að Úkraínuher hafi skotið fjölda sprengja að þeim.
Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin NATO Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20 Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands Denisi Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna Donetsk í austurhluta Úkraínu, tilkynnti í dag að almennir borgarar héraðsins yrðu fluttir til Rússlands. Leiðtogar Lunhansk, hins héraðsins þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum stjórna, hafa einnig tilkynnt að flytja eigi íbúa á brott. 18. febrúar 2022 15:35 Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03 Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir enn líklegt að Rússar ætli sér að ráðast á Úkraínu og að það gæti gerst á næstu dögum. Þá segja Rússar að þeir neyðist til að bregðast við, verði kröfum þeirra ekki svarað, kröfum sem hefur þegar verið hafnað. 17. febrúar 2022 16:30 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20
Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands Denisi Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna Donetsk í austurhluta Úkraínu, tilkynnti í dag að almennir borgarar héraðsins yrðu fluttir til Rússlands. Leiðtogar Lunhansk, hins héraðsins þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum stjórna, hafa einnig tilkynnt að flytja eigi íbúa á brott. 18. febrúar 2022 15:35
Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03
Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir enn líklegt að Rússar ætli sér að ráðast á Úkraínu og að það gæti gerst á næstu dögum. Þá segja Rússar að þeir neyðist til að bregðast við, verði kröfum þeirra ekki svarað, kröfum sem hefur þegar verið hafnað. 17. febrúar 2022 16:30
Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05