Fleiri fréttir

Sex manns greinst þrisvar með Co­vid-19

Sex manns hafa greinst þrisvar sinnum með Covid-19 hér á landi frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Alls hafa um fjögur þúsund greinst með endursmit sem skilgreint er á þann veg að sami einstaklingur greinist tvisvar og 60 dagar eða meira séu á milli greininga.

Gísli á­kærður fyrir brot í nánu sam­bandi

Athafnamaðurinn Gísli Hauksson hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína með ofbeldi á heimili þeirra í Reykjavík í maí 2020.

Kölluð út vegna kaffi­húsa­gests sem neitaði að fara af salerninu við lokun

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti talsverðum fjölda ólíkra verkefna í gærkvöldi og í nótt. Lögregla var meðal annars kölluð út vegna manns sem var sofandi í leigubíl, hunds sem hafði bitið vegfarenda, manns sem var á gangi með umferðarskilti, samkvæmishávaða víða um borg og manna sem voru að ganga á bílum.

Sögu­frægt hús flutt af Lauga­vegi til Kefla­víkur

Hús sem rataði í fréttir árið 2017 vegna rottumítla var flutt af Laugavegi alla leið til Keflavíkur í fyrrinótt. Húsið er friðað og því stóð eigendum ekki annað til boða en að einfaldlega flytja það í heild sinni.

Kia Niro EV efstur hjá J.D. Power

Kia eigendur völdu Kia Niro besta bílinn annað árið í röð í áreiðanleikakönnun J.D. Power fyrir eigendur rafbíla.

Á­mælis­vert að reglum hafi ekki verið fylgt þegar slys varð hjá vita­t­eyminu

Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir athugasemdir við að starfsmanni á vegum Vegagerðarinnar hafi ekki verið komið undir læknishendur við fyrsta tækifæri eftir að hann hafi fallið útbyrðis úr gúmmíbát þar sem hann hafi auk tveggja annarra verið á leið í land eftir að hafa sinnt viðgerðum á vitanum á Þormóðsskeri í nóvember 2020.

Nemandi réðst á kennara í Reykja­vík

Lögregla var kölluð að skóla í Reykjavík fyrr í dag eftir að nemandi réðst á kennara í skólanum og braut rúðu. Lögreglan segir að unnið verði að málinu í samráði við viðkomandi skóla og foreldra nemandans.

Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim

Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip.

Merkja gríðar­lega aukningu í net­á­rásum

Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja.

Skilur ekki af hverju hún var ekki send í keisaraskurð

Kona sem varð 75 prósent öryrki eftir fæðingu sonar síns um aldamótin segir að heilbrigðiskerfið hafi brugðist henni og syninum, sem var hætt kominn í fæðingunni. Doktor í félagsfræði segir ofuráherslu á náttúrulegar fæðingar á Íslandi skaðlega mæðrum.

Vill að Efling greiði lög­­manns­­kostnað vegna út­tektar stéttar­fé­lagsins

Stjórn Eflingar hyggst láta gera aðra úttekt á störfum Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins. Úttektin varðar greiðslur til vefhönnunarstofuna Sigurs en Viðar segir fráfarandi formann Eflingar reyna að gera störf hans tortryggileg. Hann óskar eftir því að fá að sitja við sama borð og fráfarandi formaður og spyr hvort stéttarfélagið geti séð sóma sinn í því að greiða honum lögmannskostnað.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kona sem varð 75 prósent öryrki eftir fæðingu sonar síns um aldamótin segir að heilbrigðiskerfið hafi brugðist henni og syninum, sem var hætt kominn í fæðingunni. Doktor í félagsfræði segir ofuráherslu á náttúrulegar fæðingar á Íslandi skaðlega mæðrum.

Þrettán nýir ærslabelgir í Reykjavík

Þrettán nýir ærslabelgir verða settir upp í Reykjavík í sumar. Ærslabelgirnir verða tveir í Grafarvogi, tveir í Háaleiti og Bústöðum, tveir í Árbæ og Norðlingaholti, þrír í Breiðholti og einn í Grafarholti og Úlfarsárdal, Kjalarnesi, Laugardal og Vesturbæ.

Sundrung innan sam­einaðrar stjórnar­and­stöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans

Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans.

Arnar leiðir lista Framsóknar í Árborg

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Árborg var samþykktur á félagsfundi í vikunni. Arnar Freyr Ólafsson, alþjóða fjármálafræðingur á Eyrarbakka, leiðir listann fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Saksóknari undir feld í máli Arons og Eggerts

Saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara hefur nú til skoðunar hvort gefin verði út ákæra í máli knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Rannsókn lögreglu er lokið, ákærusvið lögreglu hefur skilað málinu til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun í málinu.

Sveitarfélögin hafi ekki bolmagn til að útvega öryggisvistun

Hafnarfjarðarbær hefur ítrekað kallað eftir því að ríkið útvegi öryggisvistun fyrir einstaklinga sem á því þurfi að halda, að sögn Rannveigar Einarsdóttir, sviðsstjóra Fjölskyldu- og barnasviðs. Þess í stað hafi ríkið lokað mikilvægum úrræðum. Vinakot hefur lengi kallað eftir því að skjólstæðingur sem sýnt hefur af sér ógnandi hegðun fái slíka vistun en hann beitti starfsmann grófu ofbeldi í síðustu viku.

Niemieckie okręty wojenne w Reykjaviku

Do portu w Skarfabakki w Reykjaviku przybyły wczoraj dwa niemieckie okręty wojenne. Jeden z nich nosi nazwę Schleswig Holstein, a drugi Sachsen.

Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott

Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum.

„Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“

Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um stríðið í Úkraínu en hópferðabílar lögðu af stað til hinnar umsetnu borgar Mariupol í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum á brott.

Rúmlega fjórar milljónir flúið frá upphafi innrásar

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rúmlega fjórar milljónir Úkraínumanna hafi flúið land undan innrás Rússa til nágrannaríkja. Flestir hafa leitað hælis í Póllandi, eða um 2,3 milljónir manna. Innan Úkraínu eru 6,5 milljónir manna á vergangi.

Hólm­fríður nýr rektor á Hólum

Hólmfríður Sverrisdóttir hefur verið skipuð rektor Háskólans á Hólum frá og með 1. júní 2022. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, tilkynnti skipun nýs rektors á starfsmannafundi Háskólans á Hólum í dag.

Einn fórst og nokkrir slösuðust í snjóflóðum í Noregi

Einn fórst og þrír slösuðust í snjóflóði sem féll í firðinum Lyngen í Troms í Noregi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Um var að ræða hóp erlendra ferðamanna en einn til viðbótar komst úr flóðinu án meiðsla. 

Svipta Aaron Ísak sigrinum í Söng­keppni fram­halds­skólanna

Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur ákveðið að svipta Aaron Ísak Berry sigurtitli Söngkeppni framhaldsskólanna 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að framkvæmdastjórn SÍF hafi tekið ákvörðunina í kjölfar dóms sem Aaron hlaut á dögunum.

Sjá næstu 50 fréttir