Fleiri fréttir

Maður handtekinn vegna líkamsárásar í gærkvöldi og nokkuð um þjófnað

Lögreglan handtók mann í gærkvöldi í kjölfar tilkynningar um líkamsárás í heimahúsi í hverfi 104 í Reykjavík. Einnig var lögreglan kölluð til nokkurra verslanna í Breiðholti vegna þjófnaða og áreitis. Þá var lögreglan kölluð til í Hafnarfirði vegna slagsmála á skemmtistað en þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Er­lendir ferða­menn greiði gjald en ekki Ís­lendingar

Meirihluti landsmanna vill að gjald verði tekið af erlendum ferðamönnum fyrir aðgang að íslenskum náttúruperlum. Á sama tíma er meirihluti mótfallinn því að Íslendingum verði gert að greiða fyrir slíkan aðgang.

Íhugaði að gera aðra skotárás í öðrum bæ

Robert E. Crimo, sem hefur játað við yfirheyrslur að skjóta sjö manns til bana á skrúðgöngu í Highland Park á mánudaginn, íhugaði alvarlega að gera aðra skotárás í öðru ríki. Hann var vopnaður og með tuga skota en hætti við.

Vara við gífurlegri ógn frá Kína

Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða.

Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér.

Fyrstu tömdu hreindýrin á Íslandi til sýnis

Fyrsti hreindýradýragarður landsins hefur verið opnaður en hann er á bænum Vínlandi á Héraði rétt við Egilsstaði. Í garðinum eru þeir Garpur og Mosi, rúmlega eins árs gamlir en þeim var bjargað agnarsmáum móðurlausum uppi á heiði. Garpur var þá þriggja daga gamall og Mosi átta daga.

Til skoðunar hvort aug­lýsing Ás­laugar sé lögmæt

Menningar­ráð­herra skoðar nú hvort starfs­aug­lýsing annars ráðu­neytis þar sem ekki er krafist ís­lensku­kunn­áttu stangist á við lög. For­sætis­ráð­herra hefur miklar á­hyggjur af stöðu tungu­málsins og gagn­rýnir þá þróun að inn­lend fyrir­tæki velji sér ensk heiti í ríkari mæli.

Sóttu slasaðar konur í Hvalfirði og á Snæfellsnesi

Útkall barst til björgunarsveita á Vesturlandi á fjórða tímanum í dag vegna konu sem hafði hrasað og slasað sig á fæti í Hvalfirði. Hún hafði verið á göngu í Síldarmannagötum innst í firðinum þegar hún slasaðist og gat hún ekki gengið.

Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland

Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá því hvernig höfuðstóll verðtryggðra lána getur margfaldast í verðbólgubálinu. Þannig getur höfuðstóll á algengri lásfjárhæð hækkað um allt að fjögur hundruð prósent á þrjátíu ára lánstíma.

Elkem þarf ekki að greiða skatt af rúmum milljarði króna

Elkem Ísland ehf., sem rekur kísilver á Grundartanga, lagði íslenska ríkið í héraðsdómi í dag þegar úrskurður ríkisskattstjóra var felldur úr gildi. Með úrskurðinum var fjárhæð frádráttarbærra gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem lækkuð um ríflega átta hundruð milljónir og 25 prósent álagi bætt við.

Ófremdarástandið gæti varað fram á haust

Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum.

Risasniglar setja heila sýslu í sóttkví

Pasco-sýsla í Flórída er komin í sóttkví vegna uppgötvunar á sístækkandi stofni afrískra risasnigla. Sniglarnir eru hættulegir vegna þess að þeir innihalda sníkjudýr sem getur valdið heilahimnubólgu í mönnum.

„Mikil aftur­för, van­hugsað og ég er ó­sátt við minn ráð­herra“

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagn­rýn­ir Svandísi Svavars­dótt­ur, matvælaráðherra, harðlega fyr­ir áætlan­ir um að taka upp svæðaskipt­ingu á kvóta strand­veiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“

Fjöldaútför haldin í Suður-Afríku

Fjöldaútför var haldin í Suður-Afríku fyrir nítján ungmenni sem létust á krá í borginni Austur London en yngsti einstaklingurinn sem lést var þrettán ára stúlka.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar greinum við frá mannbjörg þegar eldur kom upp í smábáti á Breiðafirði í morgun. Eini skipverjinn kom sér sjálfur í björgunarbát.

Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði

Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps.

Al­dís fær 1,78 milljón á mánuði og 217 þúsund króna aksturs­styrk

Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, fær 1,78 milljónir í mánaðarlaun og akstursstyrk upp á 217 þúsund samkvæmt oddvita hreppsins. Aldís var bæjarstjóri Hveragerðis síðastliðin sextán ár en náði ekki inn í kosningunum í vor þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta. Fulltrúar Hrunamannahrepps heyrðu í henni í kjölfarið.

Eldur í báti norður af Hellissandi

Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu.

Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér

Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær.

Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar

Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino.

Lítið um sumarveður næstu daga

Lítið virðist vera um sumarveður á næstu dögum en samkvæmt Veðurstofu liggur Ísland í lægðarbraut um þessar mundir. Því valdi öflug og þaulsetin lægð úti fyrir Biskajaflóa, sem beinir lægðum norður eftir til Íslands.

Fram­kvæmda­stjóri OPEC látinn

Mohammad Barkindo, framkvæmdastjóri Samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC, er látinn, 63 ára að aldri. Nígeríumaðurinn Barkindo hafði gegnt stöðunni frá árinu 2016, en hann hugðist láta af störfum síðar í þessum mánuði.

Reyndi að fá að­stoð skömmu fyrir á­rásina

Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana og sært fjóra aðra í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn á sunnudaginn reyndi að hafa samband við neyðarþjónustu geðlækna stuttu fyrir árásina. Það var enginn á vakt til að tala við hann vegna sumarfrís.

Sjá næstu 50 fréttir