Fleiri fréttir

Segir menntun skipta máli við ráðningu forstjóra Vegagerðarinnar

Bergþóra Þorkelsdóttir var skipaður forstjóri Vegagerðarinnar í síðustu viku, en samgöngu og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið. Umræddur ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson vék frá ráðningu vegna vinskaps hans og Bergþóru og var Lilja Alfreðsdóttir sett ráðherra.

Fordæma afskipti Kristjáns Loftssonar

Stéttarfélagið Framsýn fordæmir afskipti forstjóra Hvals hf. af stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna og krefst þess að fyrirtækið láti af þeim nú þegar.

Brugðist við tómi sem varð til með brottfalli uppreistar æru

Krafa um óflekkað mannorð verður felld úr ýmsum lögum og þess í stað miðað við að menn megi ekki hafa gerst brotlegir við lög. Óflekkað mannorð verður enn skilyrði kjörgengis til Alþingis en miðað verður við að dómþoli verði kjörgengur eftir að afplánun lýkur. Breytingin nauðsynleg vegna afnáms uppreistar æru.

Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH

Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum.

Segja rafrettu-æði unglinga áhyggjuefni

Notkun ungmenna á rafrettum hefur aukist umtalsvert. Stærstur hluti grunnskólanema sem nota rafrettur notaði ekki tóbak áður. Deildarstjóri hjá frístundamiðstöð og verkefnastjóri hjá Landlækni hafa áhyggjur af þróuninni.

Bílastæðagjöld hækka mikið

Um mánaðamótin hækkuðu bílastæðagjöld á Þingvöllum um allt að helming. Hið sama gildir um gjald fyrir köfun í Silfru.

Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála

Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember.

Framanákeyrslum fjölgar verulega

Mikil fjölgun var á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra.

Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu

Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu.

Fjórtán mánaða vísað úr landi

Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi.

Sjá næstu 50 fréttir