Fleiri fréttir

Gæslan neitar að sýna spilin í þyrlumáli

Eftir fjögurra vikna yfirlegu hafnar Landhelgisgæslan því að afhenda afrit af samskiptum við Airbus. Gæslan fullyrti að samkvæmt Airbus ætti þyrluslys í Suður-Kóreu sér aðrar orsakir en galla í gírkassa, eins og þeim sem eru í þyrlum sem eru á leið til landsins frá Noregi

Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt

Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands.

Herör gegn dónaskap í ráðhúsinu í Borgarnesi

Sveitarstjóri Borgarbyggðar segir mikilvægt að samskipti íbúa sveitarfélagsins við starfsfólk ráðhússins batni. Það gerist of oft að óbreyttir starfsmenn verði fyrir óhefluðu orðavali eða köpuryrðum í sinn garð.

Japanskar lausnir geta hentað á Þingeyri

Lausnir sem reynst hafa vel í Japan vegna fólksfækkunar í strjálbýli geta líka reynst vel á Íslandi. Þetta segir japanskur arkitekt sem starfað hefur að verkefni því tengdu á Þingeyri undanfarin þrjú ár. Hann segir list og skapandi hugsun meðal annars gegna lykilhlurverki.

Færri fá barnabætur en áður

Persónuafsláttur og vaxta- og barnabætur hafa ekki hækkað í samræmi við launaþróun síðustu ár. Formenn stærstu stéttarfélaganna segja þetta auka skattbyrði og stéttaskiptingu í landinu. Þeir boða harða baráttu í vetur.

Minna um líkamsárásir og alvarleg brot í miðborginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að dregið hafi úr ofbeldi og líkamsárásum í miðborginni á undanförnum árum en mannekla og álag valdi því að ekki sé alltaf hægt að bregðast strax við öllum útköllum. Dyraverðir á veitingastöðum í miðbænum eru uggandi eftir að ráðist var á starfsfélaga þeirra um helgina.

Segir flugfélögin ekki of stór til að falla

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að íslensku flugfélögin séu ekki of stór til að falla og að þjóðarbúið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Hann telur þó mikilvægt að hrapa ekki að ályktunum í umræðu um stöðu flugfélaganna.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um ítrekaðar árásir á ungar stúlkur í Garðabæ en til skoðunar er að koma upp fleiri eftirlitsmyndavélum á opnum svæðum í bænum til að bregðast við þessari ógn.

Faldi haglabyssur um borð í Arnarfelli

Tollverðir í Reykjavík fundu í vikunni tvær sundurteknar hálfsjálfvirkar haglabyssur við hefðbundna leit í flutningaskipinu Arnarfelli við komu til landsins frá Evrópu.

Stúlkan dregin á bak við hól á leikvelli

Ráðist var á tvær ungar stúlkur í Garðabæ í gær og eru nú fimm sambærileg tilvik til rannsóknar. Að sögn lögreglu er málið í algjörum forgangi og unnið er út frá því að sami maður sé að verki.

Hvessir hressilega annað kvöld

Veðurstofan varar við afleitu veðri á miðhálendinu, sem og á vesturhluta landsins, annað kvöld og á föstudagsmorgunn.

Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku.

Matvælastefna Íslands mótuð

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett á fót verkefnisstjórn sem á að móta matvælastefnu fyrir Ísland.

Ríkisstjórnin fundar oftar

Reglulegir fundir ríkisstjórnarinnar munu héðan í frá verða að jafnaði tvisvar í viku meðan þing stendur yfir í stað einu sinni áður.

Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag.

Þung skref að stíga til hliðar

Fráfarandi forstjóri Icelandair hefur fulla trú á félaginu til lengri tíma litið. Hann segir eðlilegt að í flugrekstri séu uppsveiflur og niðursveiflur.

Lögum um ríkisborgararétt verður breytt

Dómsmálaráðherra mun leggja til breytingar á lögum um veitingu ríkisborgararéttar á komandi þingvetri. Mál Litháa sem búið hefur á Íslandi um árabil hefur vakið mikla athygli en hann fær ekki ríkisborgararétt vegna umferðalagabrota. Til greina kemur að skoða hvort eðli brota ætti að hafi ólík áhrif að sögn dómsmálaráðherra. Þá sé afgreiðsla Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu að sögn ráðherra.

Segist hafa beðist fyrirgefningar fyrir guði og mönnum

Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum.

Sjá næstu 50 fréttir