Fleiri fréttir

Tveimur af þremur skipt út í siðanefnd Alþingis

Þau Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Salvör Nordal, umboðsmaður barna, víkja sæti í siðanefnd Alþingis en nefndin fær Klaustursmálið svokallaða inn á borð til sín á næstunni.

„Eina sem við gátum gert var að láta þessa menn fara“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að það hafi aldrei komið til greina af hálfu stjórnar og grasrótar flokksins að biðja þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson um að stíga til hliðar. Eina sem flokkurinn hafi getað gert var að láta þá fara.

Starfskostnaður presta árlega kringum 120 milljónir króna

Prestar fá árlega fasta upphæð greidda til reksturs embætta þeirra. Árleg upphæð þeirra getur samsvarað þrettánda mánuðinum allt eftir því hvernig brauð hvers og eins er. Árin 2013-2017 voru greiddar rúmar 317 milljónir í aksturspeni

Spáð allt að fimmtán stiga frosti

Það er eindregin norðanátt í kortunum fram að helgi með éljum fyrir norðan en yfirleitt björtu veðri og talsverðu frosti sunnan heiða, einkum inn til landsins, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Fundað þrisvar í vikunni

Samninganefndir í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins munu funda þrisvar í vikunni hjá ríkissáttasemjara.

Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs

Réttaráhrifum veiðileyfasviptingu Kleifabergs RE-70 hefur verið frestað til 15. apríl næstkomandi á meðan unnið er úr kæru Brims á ákvörðun Fiskistofu. Andmælaréttur fyrirtækisins ekki virtur. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi.

Bæjarráðið jákvætt í garð alþjóðaflugvallar

Bæjarráð sveitarfélagsins Árborgar hefur lýst yfir jákvæðri afstöðu til þess að fram fari rannsóknir á "náttúrulegum, viðskiptalegum og lagalegum forsendum þess að alþjóðaflugvelli verði fundinn staður í Árborg,“ að því er fram kemur í fundargerð ráðsins.

Vilja sömu laun og aðrir sauðfjárbændur

Kaupfélag Skagfirðinga og sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga sem staðsett er á Blönduósi hafa ákveðið að greiða viðbótargreiðslu á allt lambakjöt sem lagt var inn síðastliðið haust.

Telur siðareglur ekki eiga við um þjóðkjörna fulltrúa

Siðareglur eiga ekki við í tilfelli þjóðkjörinna fulltrúa og þar af leiðandi ekki heldur siðanefnd Alþingis að mati Brynjars Níelssonar þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Með siðareglunum hafi verið opnað Pandórubox og þróunin muni verða sú að fólk muni kæra í sífellu.

Átta bandarísk systkini skírð í Hallgrímskirkju

Átta bandarísk systkini voru skírð í Hallgrímskirkju í dag. Sóknarprestur kirkjunnar segir það færast í aukana að erlendir ferðamenn leiti til kirkjunnar vegna ýmissa athafna, svo sem skírna og brúðkaupa.

Sindri og Matthías áfrýja

Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar.

Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“

Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni.

Vinnuálag lækna sýni brot á kjarasamningum

Tæplega helmingur læknanema finnur fyrir einkennum síþreytu, samkvæmt könnun sem var gerð í tengslum við forvarnaverkefni gegn streitu hjá læknum og læknanemum.

„Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“

Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins.

Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela.

Hópfjármögnun á berklasafni á lokametrunum

Hópfjármögnun á berklasafni í Eyjafjarðarsveit er á lokametrunum. Stofnandin safnsins segir að mikilvægt sé að halda sögu Hvíta dauðans, eins og berklaveikin var kölluð, á lofti enda hafi hann haft áhrif á fjölmarga Íslendinga.

Segir gerendur kynferðisofbeldis oftar en ekki nota geðveikisstimpil

Anna Bentína Hermansen, ráðgjafi hjá Stígamótum segir gerendur kynferðisofbeldis oftar en ekki bera það fyrir sig að þolandinn sé veikur á geði til þess að rýra trúverðugleika þeirra. Samfélagið taki því of oft sem heilögum sannleik og trúi ekki þolendanum.

Pólskir foreldrar hafa kært barnaverndarnefnd

Börnin eru enn í umsjá yfirvalda þrátt fyrir að foreldrum hafi verið dæmd forsjá í Landsrétti. Pólska sendiráðið segir málið alvarlegt og að verið sé brjóta á pólskum borgurum.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Pólskir foreldrar hafa lagt fram kæru á hendur félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu fyrir að halda börnum þeirra frá þeim þrátt fyrir dóm Landsréttar um að þau fari með forsjána.

Sameinað stéttarfélag heitir Sameyki

Á aðalfundi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR sem fór fram í dag voru ný lög samþykkt og fallist á nýtt heiti félagsins; Sameyki stéttarfélag.

Sjá næstu 50 fréttir