Leiðtogi Hezbollah allur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. september 2024 08:22 Hassan Nasrallah hafði verið leiðtogi Hezbollah-samtakanna í 32 ár. getty Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. Í færlsu frá hernum á X segir að Hassan Nasrallah muni ekki lengur halda heiminum í heljargreipum. Hassan Nasrallah will no longer be able to terrorize the world.— Israel Defense Forces (@IDF) September 28, 2024 Heimildarmaður AFP-fréttaveitunnar tengdur Hezbollah staðfestir sömuleiðis að ekki hafi heyrst frá leiðtoganum frá því í gær. Árásir Ísraela hafa staðið yfir í Beirút síðustu daga og hafa beinst að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Íbúar í nágrenni við þrjár byggingar í úthverfi suður af Beirút fengu skilaboð frá Ísraelsher um að koma sér að minnsta kosti fimm hundruð metra frá þeim í kvöld. Fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sín vegna árásanna. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að fleiri en sjö hundruð manns hafa fallið í loftárásum Ísraela á Líbanon í vikunni. Áfram sé leitað í rústum húsa í Dahieh. Ísraelar segjast ætla að halda árásunum áfram þar til þeir vinna fullnaðarsigur á Hezbollah sem hefur staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael. „Ekki það síðasta í verkfærakassanum“ Herzi Halevi yfirmaður innan ísraelska hersins segir árásina hafa verið þaulskipulagða og „komið á réttum tíma og mjög snarpt“. „Hver sem ógnar Ísraelsríki, við munum kunna að komast að honum: í norðri, í suðri og víðar,“ er haft eftir Halevi í ísraleskum miðlum. „Þetta er ekki síðasta verkfærið, það eru fleiri verkfæri sem bíða,“ bætti Halevi við. Með undanförnum árásum á hæstu yfirmenn innan Hezbollah má segja að átökin milli Ísralelshers og samtakanna hafi stigmagnast. Fyrstu mánuði þessa stríðs var talið að Ísraelar myndu ekki ráðast gegn æðstu ráðamönnum Hezbollah en nú hefur Ísraelsher fellt fjölda yfirmanna innan samtakanna. Herinn birti yfirlitsmynd í dag af þeim yfirmönnum sem felldir hafa verið. Yfirlitsmynd ísraelska hersins yfir yfirmenn innana Hezbollah sem hafa fallið. Nýjustu vendingar teygja anga sína víðar um Mið-Austurlönd. Æðsti leiðtogi Írans Ayatollah Ali Khamenei gaf til að mynda frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann stappar stálinu í Hezbollah-samtökin og íbúa í Líbanon. Greint var frá því fyrr í dag að leiðtoginn hefði verið færður á öruggan stað vegna árásanna. Í yfirlýsingunni kallar hann eftir því að „standa þétt við bakið á fólkinu í Líbanon og Hezbollah samtökunum og styðja með hvað hætti sem fólki er kleift“. „Örlög álfunnar ráðast af krafti andstöðunnar, með Hezbollah í fremstu víglínu,“ er haft eftir Ali Khamenei í tilkynningu. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Andlát Tengdar fréttir Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. 27. september 2024 18:02 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Sjá meira
Í færlsu frá hernum á X segir að Hassan Nasrallah muni ekki lengur halda heiminum í heljargreipum. Hassan Nasrallah will no longer be able to terrorize the world.— Israel Defense Forces (@IDF) September 28, 2024 Heimildarmaður AFP-fréttaveitunnar tengdur Hezbollah staðfestir sömuleiðis að ekki hafi heyrst frá leiðtoganum frá því í gær. Árásir Ísraela hafa staðið yfir í Beirút síðustu daga og hafa beinst að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Íbúar í nágrenni við þrjár byggingar í úthverfi suður af Beirút fengu skilaboð frá Ísraelsher um að koma sér að minnsta kosti fimm hundruð metra frá þeim í kvöld. Fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sín vegna árásanna. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að fleiri en sjö hundruð manns hafa fallið í loftárásum Ísraela á Líbanon í vikunni. Áfram sé leitað í rústum húsa í Dahieh. Ísraelar segjast ætla að halda árásunum áfram þar til þeir vinna fullnaðarsigur á Hezbollah sem hefur staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael. „Ekki það síðasta í verkfærakassanum“ Herzi Halevi yfirmaður innan ísraelska hersins segir árásina hafa verið þaulskipulagða og „komið á réttum tíma og mjög snarpt“. „Hver sem ógnar Ísraelsríki, við munum kunna að komast að honum: í norðri, í suðri og víðar,“ er haft eftir Halevi í ísraleskum miðlum. „Þetta er ekki síðasta verkfærið, það eru fleiri verkfæri sem bíða,“ bætti Halevi við. Með undanförnum árásum á hæstu yfirmenn innan Hezbollah má segja að átökin milli Ísralelshers og samtakanna hafi stigmagnast. Fyrstu mánuði þessa stríðs var talið að Ísraelar myndu ekki ráðast gegn æðstu ráðamönnum Hezbollah en nú hefur Ísraelsher fellt fjölda yfirmanna innan samtakanna. Herinn birti yfirlitsmynd í dag af þeim yfirmönnum sem felldir hafa verið. Yfirlitsmynd ísraelska hersins yfir yfirmenn innana Hezbollah sem hafa fallið. Nýjustu vendingar teygja anga sína víðar um Mið-Austurlönd. Æðsti leiðtogi Írans Ayatollah Ali Khamenei gaf til að mynda frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann stappar stálinu í Hezbollah-samtökin og íbúa í Líbanon. Greint var frá því fyrr í dag að leiðtoginn hefði verið færður á öruggan stað vegna árásanna. Í yfirlýsingunni kallar hann eftir því að „standa þétt við bakið á fólkinu í Líbanon og Hezbollah samtökunum og styðja með hvað hætti sem fólki er kleift“. „Örlög álfunnar ráðast af krafti andstöðunnar, með Hezbollah í fremstu víglínu,“ er haft eftir Ali Khamenei í tilkynningu.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Andlát Tengdar fréttir Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. 27. september 2024 18:02 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Sjá meira
Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. 27. september 2024 18:02