Fleiri fréttir

Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi

Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna.

Skítaveður víða um land

Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs en von er á hvassviðri eða stormi víða um land í dag.

Sjaldgæft en kemur fyrir að hringormar finnist í fólki

Hringormur hefur fundist þrettán sinnum í fólki á Íslandi frá árinu 2004 svo vitað sé. Tilfellin má rekja til þess að snæddur hefur verið illa hreinsaður eða lítið eldaður fiskur. Dýrafræðingur segir þó enga þó ástæðu til að óttast það að borða fisk.

Reykjanesbær fjölmennari en Akureyri

Reykjanesbær er fjölmennari en Akureyri samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá um búsetu fólks á Íslandi. Fólki hefur fækkað í þremur landshlutum af átta.

Neitað um laun nema framvísa vegabréfi

Koma átti í veg fyrir að útlendingi yrðu greidd laun fyrir svokallaða prufuvakt hjá þjónustufyrirtæki með því að óska eftir framvísun vegabréfs þegar hann innheimti skuldina. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir það með öllu óheimilt.

Vill efla fræðslu um persónuvernd meðal barna

Forstjóri Persónuverndar segir nauðsynlegt að stórefla fræðslu um persónuvernd meðal barna. Stofnunin hyggst leita leiða til að auka fræðslu í grunnskólum og jafnvel í leikskólum.

Innviðagjald til skoðunar í fleiri sveitarfélögum

Innviðagjald er til skoðunar í fleiri sveitarfélögum en í Reykjavík segir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Viðlíka gjald er innheimt í Urriðaholti í Garðabæ en hvorki í Hafnarfirði né Kópavogi.

„Við höfum nú þegar tvær úr þessum hóp reynt að leggja fram kæru“

Það hefur borið lítinn árangur til þessa að leggja fram kæru á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni og þess vegna hafa konur brugðið á það ráð að lýsa reynslu sinni opinberlega. Þetta segir ein þeirra tuttugu og þriggja kvenna sem birtu sögur sínar af meintum kynferðisbrotum og áreiti af hálfu Jóns Baldvins á bloggsíðu í morgun.

Senda formlegt erindi til siðanefndar vegna Klaustursmálsins

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem skipuð voru sem auka varaforsetar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið, senda nú í kvöld formlegt erindi til siðanefndar Alþingis um að nefndin taki málið til skoðunar. Þetta staðfestir Steinunn Þóra í samtali við fréttastofu.

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá máli þar sem koma átti í veg fyrir að greiða útlendingi laun fyrir svokallaða prufuvakt hjá þjónustufyrirtæki með því að óska eftir framvísun vegabréfs þegar hann innheimti skuldina.

Kyrrsetningu á flugvél Ernis aflétt

Isavia og Flugfélagið Ernir fagna því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna.

Sakar Jón Baldvin um lygar

Frásagnir tuttugu og þriggja ónafnfgreindra kvenna um kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar koma fram á bloggsíðu sem birtist í morgun. Hann neitar að hafa beitt kynferðislegri misbeitingu og segir um róg og níð að ræða. Talskona hópsins segir hann ljúga.

Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017

Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda.

Kveikja á risatungli í Hörpu á fimmtíu ára afmæli

Háskóli Íslands, UTmessan og Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) standa saman að uppsetningu á feikistóru listaverki í formi líkans af tunglinu í tengslum við UTmessu sem fram fer í Hörpu dagana 8. og 9. febrúar.

Verktakar sagðir veigra sér við að andmæla umdeildu gjaldi

Samtök iðnaðarins skoða hvernig taka eigi á því sem þau telja ólögmæt innviðagjöld sem innheimt eru hjá Reykjavíkurborg. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir verktaka veigra sér við að leita réttar síns af ótta við hvaða áhrif það kunni að hafa á framtíðarverkefni. Borgin sé í yfirburðastöðu.

Borgfirðingar vilja skýringar

Byggðarráð Borgarbyggðar segist gera alvarlegar athugasemdir við að flytja eigi fjármagn frá fyrirhugaðri uppbyggingu vegarins á Kjalarnesi til annarra verkefna.

Sjá næstu 50 fréttir