Fleiri fréttir

Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni

Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi.

Matur er flóknari en lyf

Tíunda hver fullorðin manneskja á Íslandi er með sykursýki af tegund 2. Það er ef tíðnin er eins og í löndunum í kringum okkur en skráningu er verulega ábótavant hér á landi og mikilvægt er að koma upp miðlægum gagnagrunni.

Bein útsending: Netógnir í nýjum heimi

Netógnir í nýjum heimi er viðfangsefni ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið heldur um netöryggismál. Ráðstefnan verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar í dag og hefst klukkan 9.

Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi

Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra.

Kallar eftir alvöru samráði, ekki sýndarsamráði

Gera þarf róttækar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur segir félags- og barnamálaráðherra. Formaður Landssambands ungmennafélaga segir mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðkomu að því þegar gera á breytingar sem þau varðar.

Depurð íslenskra ungmenna aukist um þriðjung

Depurð hefur aukist um þriðjung meðal íslenskra ungmenna á ríflega áratug. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn og jafnframt að það sem skýri þetta sé líklegast auknir svefnörðugleikar barnanna

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kvöldfréttir verða í beinni útsendingu á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.

FA segir bann líklegt til að laða fólk að svarta markaðnum

Félag atvinnurekenda segir nærtækara að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum um rafrettur hér á landi, frekar en að herða þær. Þær séu strangar fyrir og félagið bendir á að þau alvarlegu tilvik um lungnasjúkdóma sem komið hafa upp í Bandaríkjunum megi að mestu rekja til notkunar ólöglegra rafrettuvökva sem keyptir voru á svörtum markaði.

Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar

Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála.

Minnstu sveitarfélögin gætu fengið milljarð til sameiningar

Ef tillaga sveitarstjórnarráðherra um sameiningarstyrki til sveitarfélaga gengur eftir gæti orðið til væn gulrót. Markmiðið er að fækka sveitarfélögum og efla þau í að sinna skyldum sínum. Árneshreppur, 40 manna sveitarfélag, fengi 109 milljónir úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í pottinum eru um 19 milljarðar.

Í bleiku á bíósýningu Downton Abbey

Sala á Bleiku slaufunni hófst í gær en átakið hófst formlega með sérstakri hátíðarsýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hvetur alla karlmenn til að vera kjarkaða og bera slaufuna.

Skipað að þegja um kjarasamninginn

Fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar segir mikla óánægju hafa ríkt með kjarasamninginn sem gerður var við Samtök atvinnulífsins í vor. Haldnir hafi verið lokaðir fundir þar sem fólk var skikkað til að samþykkja samninginn.

Sjá næstu 50 fréttir