Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2019 10:45 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, á ráðstefnunni í dag ásamt þeim Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, Lilju Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir í dag, í samvinnu við fimm önnur ráðuneyti og þverpólitíska þingannanefnd, tillögur að stórtækum breytingum sem stefnt er á að gera á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Eru tillögurnar kynntar á stórri ráðstefnu í Hörpu sem ber yfirskriftina „Breytingar í þágu barna“ og haldin er í samvinnu við Landsamband ungmennafélaga. Á meðal þess sem tillögurnar fela í sér er að lagt verði fram frumvarp á yfirstandandi þingi þar sem kveðið er á um samþættingu þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Með þessari nýju löggjöf á að byggja brýr á milli þeirra kerfa sem koma í dag að þjónustu við börn og ungmenni, til dæmis menntakerfisins, heilbrigðiskerfisins, félagsþjónustunnar og, í sumum tilvikum , lögreglunnar. Er löggjöfinni þannig ætlað að tryggja fullnægjandi samtal á milli hinna mismunandi kerfa og þar með markvissari þjónustu við börn og ungmenni. Þá mun löggjöfin kalla á það að samhliða verði gerðar breytingar á ýmsum sérlögum, til dæmis lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna, barnaverndarlögum, barnalögum, lögum um öll skólastig og löggjöf um heilbrigðisþjónustu. Kerfi sem tala ekki nógu markvisst saman Ásmundur Einar segir í samtali við Vísi að í dag sé margt sem mjög vel gert þegar kemur að þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Allir séu að leggja sig fram um að gera sitt besta. Þegar farið var hins vegar að skoða það í ráðuneytinu hvernig bæta mætti þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra komu í ljós grá svæði og veggir sem foreldrar eða aðrir forráðamenn ráku sig á þegar þeir leituðu eftir þjónustu. Hin mismunandi kerfi tala þannig ekki nógu markvisst saman og ekki er alltaf augljóst hver á að veita hvaða þjónustu, hvernig og hvenær. „Kerfin eru alltaf að hugsa í sínum sílóum; menntakerfið hugsar í skóla, félagsþjónustan hugsar í félagsþjónustu, heilbrigðiskerfið hugsar um heilbrigðisþjónustu. Svo eru allir fastir í sínu daglega en barnið sem þarfnast þjónustu, við tökum það aldrei upp úr þessu öllu þar sem barnið er bara efst,“ segir Ásmundur og tekur sem dæmi að þegar náttúruvá steðji að þá brotni múrar á milli aðila sem allir hittist í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Hugsunin sé því hvort hægt sé að búa til kerfi þar sem barnið er í miðjunni en þeir aðilar sem koma að þjónustu raði sér í kringum það. Verði frumvarpið sem félags- og barnamálaráðherra boðar að lögum mun það kalla á breytingar á annarri löggjöf, til dæmis lögum um öll skólastig.vísir/vilhelm Breytingar sem falli ekki niður með ríkisstjórn sem hættir Það sem hefur einkennt vinnuna við þær tillögur sem kynntar eru í dag er víðtækt samráð og samvinna en fyrir um ári síðan skrifuðu fimm ráðherrar undir viljayfirlýsingu þess efnis að þeir myndu fella niður veggi sinna kerfa í þágu barna. Undanfarna mánuði hefur svo þverpólitísk þingmannanefnd í málefnum barna verið að störfum ásamt stýrihóp stjórnarráðsins í málefnum barna og fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Unnið hefur verið að því að finna út hvernig gera megi breytingar sem stuðli að bættri þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Þá hefur samráð verið haft við sveitarfélög, fagaðila, foreldra barna sem hafa verið að glíma við vanda, sem og fleiri. „Þessar breytingar þurfa að vera unnar í það góðri samvinnu að þær falli ekki niður með ráðherraskiptum eða ríkisstjórn sem hættir. Einn daginn getur til dæmis þingmaður sem er nú í stjórnarandstöðu og í þverpólitísku þingmannanefndinni orðið ráðherra málaflokksins. Þá hefur viðkomandi verið þátttakandi í vinnunni frá byrjun, haft áhrif á hana og heldur henni vonandi áfram.“ segir Ásmundur. Þörf á hugarfarsbreytingu samhliða svo umfangsmiklum breytingum Hann segir að svona vinna geti tekið á enda þurfi hugarfarsbreytingu samfara svona umfangsmiklum breytingum. „Það tekur tíma að fá alla til þess að trúa því að það sé hægt að gera hlutina öðruvísi en ég held að það sé að byrja að takast. Nú þurfum við að stíga næsta skref, hvernig sjáum við fyrir okkur mannganginn í nýju kerfi, hvernig sjáum við fyrir okkur lagaramma sem þvingar okkur, bæði með verklagsbreytingum, jákvæðu hugarfari og lagabreytingum, til að tala saman.“ Ásmundur segir að breytingarnar verði ekki innleiddar á einum degi. Um langtímaverkefni sé að ræða. Þannig gæti það tekið fimm til tíu ár að innleiða breytingarnar að fullu í öllum kerfum. Þó sé ekki verið að tala um að kollvarpa kerfunum heldur frekar nýta þá styrkleika sem eru til staðar nú þegar samhliða því að styrkja kerfin og efla. „Hugsunin mín er að búa til löggjöf sem tryggir brú og samtalið á milli kerfanna, tryggir að það ber einhver ábyrgð á velferðarþjónustunni gagnvart barninu. Þótt þjónustan komi frá ólíkum kerfum þá er einhvers staðar snertiflötur við barnið í hinu opinbera kerfi,“ segir Ásmundur og nefnir mæðra- og ungbarnavernd í þessu samhengi, heilsugæslu, leikskólann, grunnskólann og framhaldsskólann. Ráðherra stefnir á að leggja fram frumvarp á yfirstandandi þingi sem ætlað er að byggja brýr á milli hinna ólíku kerfa sem þjónusta börn og barnafjölskyldur.vísir/vilhelm Hluti af frumvarpssmíðinni að kostnaðarmeta tillögurnar Hann segir að nú þegar sé farið að forma það með hvað hætti hin nýja löggjöf geti litið út. Hafin sé vinna við útlínur frumvarpsins, eins og ráðherra orðar það. Þegar hann er spurður út í kostnað við þessar breytingar segir hann það hluta af frumvarpssmíðinni að kostnaðarmeta tillögurnar og eins á hve löngum tíma á að innleiða breytingarnar. Ásmundur segir markmiðið að leggja frumvarpið um hina nýju löggjöf fram á þessu þingi og áfram verði unnið eftir því að sem flestir komi að málum enda þurfi allir að vera um borð fyrir þessa stefnubreytingu. Markmiðið með þessum breytingum, nýju löggjöfinni og öðrum lagabreytingum sem koma til er síðan skýrt. „Markmiðið er að gera þjónustuna við börn og ungmenni skilvirkari og tryggja að þau séu enn þá börn og ungmenni þegar þau fái þjónustuna. Því miður er það þannig að oft á tíðum veltur þetta bara á því hversu kraftmiklir foreldrarnir eru að sækja þjónustu fyrir börnin hvort þau fái þjónustu eða ekki. Og því miður er það svoleiðis að börnin sem þarfnast kannski hvað mestrar þjónustu eru þau börn sem ekki eiga foreldra sem hafa annað hvort fjárhagslegt, andlegt eða félagslegt afl til þess að sækja þjónustu fyrir börnin sín. Þetta er það sem við erum að sjá. Rannsóknir sýna okkur, núna sérstaklega í seinni tíð, að börn sem verða fyrir einhvers konar áfalli í æsku eða öðrum skakkaföllum það hefur ótrúlega mikil áhrif síðar á lífsleiðinni, miklu meira en menn héldu hér fram fyrir 20 til 30 árum. Þegar þú breytir kerfinu með þessum hætti þurfa að fylgja verulegar áherslubreytingar með auknum áherslum á aukið fjármagn og aukna áherslu á allt sem heitir að grípa snemma inn í,“ segir Ásmundur Einar. Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Skóla - og menntamál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir í dag, í samvinnu við fimm önnur ráðuneyti og þverpólitíska þingannanefnd, tillögur að stórtækum breytingum sem stefnt er á að gera á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Eru tillögurnar kynntar á stórri ráðstefnu í Hörpu sem ber yfirskriftina „Breytingar í þágu barna“ og haldin er í samvinnu við Landsamband ungmennafélaga. Á meðal þess sem tillögurnar fela í sér er að lagt verði fram frumvarp á yfirstandandi þingi þar sem kveðið er á um samþættingu þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Með þessari nýju löggjöf á að byggja brýr á milli þeirra kerfa sem koma í dag að þjónustu við börn og ungmenni, til dæmis menntakerfisins, heilbrigðiskerfisins, félagsþjónustunnar og, í sumum tilvikum , lögreglunnar. Er löggjöfinni þannig ætlað að tryggja fullnægjandi samtal á milli hinna mismunandi kerfa og þar með markvissari þjónustu við börn og ungmenni. Þá mun löggjöfin kalla á það að samhliða verði gerðar breytingar á ýmsum sérlögum, til dæmis lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna, barnaverndarlögum, barnalögum, lögum um öll skólastig og löggjöf um heilbrigðisþjónustu. Kerfi sem tala ekki nógu markvisst saman Ásmundur Einar segir í samtali við Vísi að í dag sé margt sem mjög vel gert þegar kemur að þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Allir séu að leggja sig fram um að gera sitt besta. Þegar farið var hins vegar að skoða það í ráðuneytinu hvernig bæta mætti þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra komu í ljós grá svæði og veggir sem foreldrar eða aðrir forráðamenn ráku sig á þegar þeir leituðu eftir þjónustu. Hin mismunandi kerfi tala þannig ekki nógu markvisst saman og ekki er alltaf augljóst hver á að veita hvaða þjónustu, hvernig og hvenær. „Kerfin eru alltaf að hugsa í sínum sílóum; menntakerfið hugsar í skóla, félagsþjónustan hugsar í félagsþjónustu, heilbrigðiskerfið hugsar um heilbrigðisþjónustu. Svo eru allir fastir í sínu daglega en barnið sem þarfnast þjónustu, við tökum það aldrei upp úr þessu öllu þar sem barnið er bara efst,“ segir Ásmundur og tekur sem dæmi að þegar náttúruvá steðji að þá brotni múrar á milli aðila sem allir hittist í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Hugsunin sé því hvort hægt sé að búa til kerfi þar sem barnið er í miðjunni en þeir aðilar sem koma að þjónustu raði sér í kringum það. Verði frumvarpið sem félags- og barnamálaráðherra boðar að lögum mun það kalla á breytingar á annarri löggjöf, til dæmis lögum um öll skólastig.vísir/vilhelm Breytingar sem falli ekki niður með ríkisstjórn sem hættir Það sem hefur einkennt vinnuna við þær tillögur sem kynntar eru í dag er víðtækt samráð og samvinna en fyrir um ári síðan skrifuðu fimm ráðherrar undir viljayfirlýsingu þess efnis að þeir myndu fella niður veggi sinna kerfa í þágu barna. Undanfarna mánuði hefur svo þverpólitísk þingmannanefnd í málefnum barna verið að störfum ásamt stýrihóp stjórnarráðsins í málefnum barna og fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Unnið hefur verið að því að finna út hvernig gera megi breytingar sem stuðli að bættri þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Þá hefur samráð verið haft við sveitarfélög, fagaðila, foreldra barna sem hafa verið að glíma við vanda, sem og fleiri. „Þessar breytingar þurfa að vera unnar í það góðri samvinnu að þær falli ekki niður með ráðherraskiptum eða ríkisstjórn sem hættir. Einn daginn getur til dæmis þingmaður sem er nú í stjórnarandstöðu og í þverpólitísku þingmannanefndinni orðið ráðherra málaflokksins. Þá hefur viðkomandi verið þátttakandi í vinnunni frá byrjun, haft áhrif á hana og heldur henni vonandi áfram.“ segir Ásmundur. Þörf á hugarfarsbreytingu samhliða svo umfangsmiklum breytingum Hann segir að svona vinna geti tekið á enda þurfi hugarfarsbreytingu samfara svona umfangsmiklum breytingum. „Það tekur tíma að fá alla til þess að trúa því að það sé hægt að gera hlutina öðruvísi en ég held að það sé að byrja að takast. Nú þurfum við að stíga næsta skref, hvernig sjáum við fyrir okkur mannganginn í nýju kerfi, hvernig sjáum við fyrir okkur lagaramma sem þvingar okkur, bæði með verklagsbreytingum, jákvæðu hugarfari og lagabreytingum, til að tala saman.“ Ásmundur segir að breytingarnar verði ekki innleiddar á einum degi. Um langtímaverkefni sé að ræða. Þannig gæti það tekið fimm til tíu ár að innleiða breytingarnar að fullu í öllum kerfum. Þó sé ekki verið að tala um að kollvarpa kerfunum heldur frekar nýta þá styrkleika sem eru til staðar nú þegar samhliða því að styrkja kerfin og efla. „Hugsunin mín er að búa til löggjöf sem tryggir brú og samtalið á milli kerfanna, tryggir að það ber einhver ábyrgð á velferðarþjónustunni gagnvart barninu. Þótt þjónustan komi frá ólíkum kerfum þá er einhvers staðar snertiflötur við barnið í hinu opinbera kerfi,“ segir Ásmundur og nefnir mæðra- og ungbarnavernd í þessu samhengi, heilsugæslu, leikskólann, grunnskólann og framhaldsskólann. Ráðherra stefnir á að leggja fram frumvarp á yfirstandandi þingi sem ætlað er að byggja brýr á milli hinna ólíku kerfa sem þjónusta börn og barnafjölskyldur.vísir/vilhelm Hluti af frumvarpssmíðinni að kostnaðarmeta tillögurnar Hann segir að nú þegar sé farið að forma það með hvað hætti hin nýja löggjöf geti litið út. Hafin sé vinna við útlínur frumvarpsins, eins og ráðherra orðar það. Þegar hann er spurður út í kostnað við þessar breytingar segir hann það hluta af frumvarpssmíðinni að kostnaðarmeta tillögurnar og eins á hve löngum tíma á að innleiða breytingarnar. Ásmundur segir markmiðið að leggja frumvarpið um hina nýju löggjöf fram á þessu þingi og áfram verði unnið eftir því að sem flestir komi að málum enda þurfi allir að vera um borð fyrir þessa stefnubreytingu. Markmiðið með þessum breytingum, nýju löggjöfinni og öðrum lagabreytingum sem koma til er síðan skýrt. „Markmiðið er að gera þjónustuna við börn og ungmenni skilvirkari og tryggja að þau séu enn þá börn og ungmenni þegar þau fái þjónustuna. Því miður er það þannig að oft á tíðum veltur þetta bara á því hversu kraftmiklir foreldrarnir eru að sækja þjónustu fyrir börnin hvort þau fái þjónustu eða ekki. Og því miður er það svoleiðis að börnin sem þarfnast kannski hvað mestrar þjónustu eru þau börn sem ekki eiga foreldra sem hafa annað hvort fjárhagslegt, andlegt eða félagslegt afl til þess að sækja þjónustu fyrir börnin sín. Þetta er það sem við erum að sjá. Rannsóknir sýna okkur, núna sérstaklega í seinni tíð, að börn sem verða fyrir einhvers konar áfalli í æsku eða öðrum skakkaföllum það hefur ótrúlega mikil áhrif síðar á lífsleiðinni, miklu meira en menn héldu hér fram fyrir 20 til 30 árum. Þegar þú breytir kerfinu með þessum hætti þurfa að fylgja verulegar áherslubreytingar með auknum áherslum á aukið fjármagn og aukna áherslu á allt sem heitir að grípa snemma inn í,“ segir Ásmundur Einar.
Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Skóla - og menntamál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira