Samgöngustofa fylgist spennt með notkun rafrænna ökuskírteina í Noregi Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. október 2019 06:00 Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Vísir/ÞÞ Um 670 þúsund Norðmenn sóttu sér rafrænt ökuskírteini í símann sinn fyrsta sólarhringinn eftir að þjónustunni var hleypt af stokkunum síðastliðinn þriðjudag. Er Noregur fyrsta ríki Evrópu sem býður upp á slíka lausn fyrir alla handhafa ökuskírteina. Í sumum fylkja Bandaríkjanna er boðið upp á rafræn ökuskírteini og þá er stefnt að upptöku þeirra í Finnlandi næsta vor en tilraunaútgáfa smáforrits hefur verið í notkun um tíma. Það tók aðeins tíu mánuði í Noregi að koma þjónustunni á frá því að ákvörðun lá fyrir. Bodil Rønning Dreyer, forstjóri norsku vegagerðarinnar sem hefur umsjón með útgáfu ökuskírteina, segir þessi viðbrögð framar öllum vonum en alls eru 2,2 milljónir með ökuskírteini í Noregi. Elsti notandinn sem sótti smáforrit með ökuskírteini í símann sinn er 95 ára en alls höfðu tíu ökumenn eldri en 90 ára sótt rafrænt skírteini. Aðeins verður hægt að nota rafræna skírteinið við akstur í Noregi og gildir það aðeins sem skilríki þegar ökumenn eru stöðvaðir í umferðinni. Sýslumenn sjá um útgáfu ökuskírteina á Íslandi í umboði Ríkislögreglustjóra en svör við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort rafræn ökuskírteini væru til skoðunar hérlendis höfðu ekki borist í gær. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að það verði virkilega spennandi að fylgjast með því hvernig verkefnið gangi í Noregi. „Við sjáum það auðvitað að hin stafræna vegferð er það sem mun gagnast notandanum vel og verða til hagsbóta fyrir samfélagið allt og stofnanir þess.“ Birtist í Fréttablaðinu Noregur Samgöngur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Um 670 þúsund Norðmenn sóttu sér rafrænt ökuskírteini í símann sinn fyrsta sólarhringinn eftir að þjónustunni var hleypt af stokkunum síðastliðinn þriðjudag. Er Noregur fyrsta ríki Evrópu sem býður upp á slíka lausn fyrir alla handhafa ökuskírteina. Í sumum fylkja Bandaríkjanna er boðið upp á rafræn ökuskírteini og þá er stefnt að upptöku þeirra í Finnlandi næsta vor en tilraunaútgáfa smáforrits hefur verið í notkun um tíma. Það tók aðeins tíu mánuði í Noregi að koma þjónustunni á frá því að ákvörðun lá fyrir. Bodil Rønning Dreyer, forstjóri norsku vegagerðarinnar sem hefur umsjón með útgáfu ökuskírteina, segir þessi viðbrögð framar öllum vonum en alls eru 2,2 milljónir með ökuskírteini í Noregi. Elsti notandinn sem sótti smáforrit með ökuskírteini í símann sinn er 95 ára en alls höfðu tíu ökumenn eldri en 90 ára sótt rafrænt skírteini. Aðeins verður hægt að nota rafræna skírteinið við akstur í Noregi og gildir það aðeins sem skilríki þegar ökumenn eru stöðvaðir í umferðinni. Sýslumenn sjá um útgáfu ökuskírteina á Íslandi í umboði Ríkislögreglustjóra en svör við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort rafræn ökuskírteini væru til skoðunar hérlendis höfðu ekki borist í gær. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að það verði virkilega spennandi að fylgjast með því hvernig verkefnið gangi í Noregi. „Við sjáum það auðvitað að hin stafræna vegferð er það sem mun gagnast notandanum vel og verða til hagsbóta fyrir samfélagið allt og stofnanir þess.“
Birtist í Fréttablaðinu Noregur Samgöngur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent