Maðurinn sem leitað var að við Glym er fundinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2019 22:37 Glymur er hæsti foss Íslands. Vísir/Tryggvi Björgunarsveitin á Akranesi fann á ellefta tímanum í kvöld mann sem leitað var að við fossinn Glym í Hvalfirði. Erlendur göngumaður var villtur á gönguleiðinni við fossinn og fóru björgunarsveitarhópar fótgangandi að leita hans. „Maðurinn fannst tuttugu mínútur fyrir ellefu. Þetta gekk mjög vel,“ sagði Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu í kvöld. „Eftir að tilkynningin barst til Neyðarlínunnar virtist ekki nást sambandi við hann. Það gekk því erfiðlega að reyna að staðsetja hann frekar.“ Maðurinn gat gefið til kynna hvoru megin við fossinn hann var, en hann rataði ekki niður. Davíð segir að gott veður hafi verið á svæðinu. „Fljótlega eftir að þau voru komin sáu þau ljós í hlíðinni og fóru beint þangað og fundu manninn. Það amaði ekkert að honum, hann var ekki slasaður og svona frekar brattur. Hann hafði bara tapað leiðinni í myrkrinu og hafði ekki ratað niður aftur. Björgunarsveitarfólkið fylgdi honum niður og komu honum á bílastæðið þar sem bíllinn hans var. Þar skildu leiðir og allir héldu til síns heima.“ Útkallið barst klukkan 21:27 í kvöld, eftir að tilkynning barst Neyðarlínunni frá göngumanninum. Fyrsti hópur björgunarfólks var kominn á svæðið um klukkan tíu. Fossinn Glymur er í Botnsdal, innst í Hvalfirði. Glymur er hæsti foss Íslands en fallhæð hans er 198 metrar. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Fjallamennska Hvalfjarðarsveit Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Sjá meira
Björgunarsveitin á Akranesi fann á ellefta tímanum í kvöld mann sem leitað var að við fossinn Glym í Hvalfirði. Erlendur göngumaður var villtur á gönguleiðinni við fossinn og fóru björgunarsveitarhópar fótgangandi að leita hans. „Maðurinn fannst tuttugu mínútur fyrir ellefu. Þetta gekk mjög vel,“ sagði Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu í kvöld. „Eftir að tilkynningin barst til Neyðarlínunnar virtist ekki nást sambandi við hann. Það gekk því erfiðlega að reyna að staðsetja hann frekar.“ Maðurinn gat gefið til kynna hvoru megin við fossinn hann var, en hann rataði ekki niður. Davíð segir að gott veður hafi verið á svæðinu. „Fljótlega eftir að þau voru komin sáu þau ljós í hlíðinni og fóru beint þangað og fundu manninn. Það amaði ekkert að honum, hann var ekki slasaður og svona frekar brattur. Hann hafði bara tapað leiðinni í myrkrinu og hafði ekki ratað niður aftur. Björgunarsveitarfólkið fylgdi honum niður og komu honum á bílastæðið þar sem bíllinn hans var. Þar skildu leiðir og allir héldu til síns heima.“ Útkallið barst klukkan 21:27 í kvöld, eftir að tilkynning barst Neyðarlínunni frá göngumanninum. Fyrsti hópur björgunarfólks var kominn á svæðið um klukkan tíu. Fossinn Glymur er í Botnsdal, innst í Hvalfirði. Glymur er hæsti foss Íslands en fallhæð hans er 198 metrar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Fjallamennska Hvalfjarðarsveit Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Sjá meira