Þurftu að snúa við vegna bilunar og lentu þá í veðrinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. október 2019 11:23 Áætlað er að önnur vél fljúgi til Óslóar með farþegana klukkan 12. Vísir/getty Flugvél Icelandair sem lagði af stað til Óslóar um klukkan átta í morgun var snúið við eftir um klukkustundarflug vegna tæknibilunar. Vélin lenti á ný í Keflavík fyrir skömmu en farþegarnir bíða enn um borð vegna veðurs, sem hefur haft töluverð áhrif á flugferðir til og frá vellinum í morgun. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við Vísi að vélinni hafi verið snúið við í varúðarskyni vegna minniháttar bilunar. Áætlað er að önnur vél fljúgi til Óslóar með farþegana klukkan 12. Farþegarnir voru enn um borð í vélinni nú snemma á tólfta tímanum vegna mikils vinds í Keflavík. Ásdís segir að vonast sé til að þeim verði bráðlega hleypt út en áætlað er að veður lægi nú um hádegisbil. Bára Guðmundsdóttir, einn farþega með umræddu flugi Icelandair, var enn um borð í flugvélinni þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir klukkan ellefu. Hún segir að farþegar bíði nú í rólegheitum eftir því að komast í aðra flugvél. Hún kveðst vonast til þess að lenda ekki í frekari hindrunum á leið til Óslóar, þar sem bíða hennar mikilvægir tónleikar í kvöld. „Það hefur verið langþráður draumur að fara á Ariönu Grande-tónleika og þeir eru strax í kvöld, þannig að þetta er svolítið tæpt. Það er mikil sorg hérna hjá litla frænda mínum.“ Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Flugvélar sátu fastar í Keflavík vegna veðurs Þá hefur flugferðum einnig verið frestað í morgun vegna vindhraða í Keflavík. 3. október 2019 10:21 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Flugvél Icelandair sem lagði af stað til Óslóar um klukkan átta í morgun var snúið við eftir um klukkustundarflug vegna tæknibilunar. Vélin lenti á ný í Keflavík fyrir skömmu en farþegarnir bíða enn um borð vegna veðurs, sem hefur haft töluverð áhrif á flugferðir til og frá vellinum í morgun. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við Vísi að vélinni hafi verið snúið við í varúðarskyni vegna minniháttar bilunar. Áætlað er að önnur vél fljúgi til Óslóar með farþegana klukkan 12. Farþegarnir voru enn um borð í vélinni nú snemma á tólfta tímanum vegna mikils vinds í Keflavík. Ásdís segir að vonast sé til að þeim verði bráðlega hleypt út en áætlað er að veður lægi nú um hádegisbil. Bára Guðmundsdóttir, einn farþega með umræddu flugi Icelandair, var enn um borð í flugvélinni þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir klukkan ellefu. Hún segir að farþegar bíði nú í rólegheitum eftir því að komast í aðra flugvél. Hún kveðst vonast til þess að lenda ekki í frekari hindrunum á leið til Óslóar, þar sem bíða hennar mikilvægir tónleikar í kvöld. „Það hefur verið langþráður draumur að fara á Ariönu Grande-tónleika og þeir eru strax í kvöld, þannig að þetta er svolítið tæpt. Það er mikil sorg hérna hjá litla frænda mínum.“
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Flugvélar sátu fastar í Keflavík vegna veðurs Þá hefur flugferðum einnig verið frestað í morgun vegna vindhraða í Keflavík. 3. október 2019 10:21 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Flugvélar sátu fastar í Keflavík vegna veðurs Þá hefur flugferðum einnig verið frestað í morgun vegna vindhraða í Keflavík. 3. október 2019 10:21