Fleiri fréttir

Sveinn Andri kærir héraðsdómara

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært Helga Sigurðsson, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til nefndar um dómarastörf vegna ákvörðunar dómarans um að Sveinn Andri skuli endurgreiða þóknun sína sem skiptastjóri þrotabús aftur til búsins.

Við­gerðum loks lokið á Dal­víkur­línu

Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma.

Óska þess að sonurinn fái nýtt hjarta í jólagjöf

Tveggja ára íslenskur strákur, sem er með mjög sjaldgæfan hjartasjúkdóm, berst nú fyrir lífi sínu á barnaspítala í Svíþjóð en til þess að lifa af þarf hann nýtt hjarta. Hjartað þarf að vera úr öðru barni sem foreldrunum finnst erfið tilhugsun. Þau óska þess að drengurinn þeirra fái nýtt hjarta í jólagjöf.

Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu

Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögfræðifyrirtækið Wikborg Rein, sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu, vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Sérstakt úrræði fyrir fanga með þroskahömlun nauðsynlegt

Sérstakt úrræði fyrir fanga með þroskahömlun er nauðsynlegt, sérstaklega þegar fangar eru það veikir að þeir skilja ekki hvers vegna þeir sitja inni. Þetta segir forstjóri fangelsismálastofnunar. Staðan sé erfið í dag en málin horfi þó til betri vegar því vitundarvakning gagnvart föngum hafi orðið í samfélaginu og hjá stjórnmálastéttinni.

Eldur í Örfirisey

Eldur kom upp í starfsmannahúsnæði inni á svæði Olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey í nótt.

Skipa aðgerðarhóp um Akureyrarflugvöll

Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra munu skipa aðgerðahóp sem falið verður að setja fram tillögur um hvernig megi byggja Akureyrarflugvöll upp sem aðra gátt fyrir ferðamenn inn í landið.

Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja.

Skáluðu fyrir nýrri Óðinsgötu

Nýjar stofnlagnir snjóbræðslu eru í götu og gangstéttum á Óðinsgötu og greiðfærara er fyrir gangandi vegfarendur eftir breytingar. Eigendur og starfsfólk reksturs í götunni fagnaði opnun hennar í dag.

Um ellefu þúsund íbúar voru án rafmagns

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag á Alþingi munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda. Málið var eitt af þeim síðustu á dagskrá Alþingis árið 2019 en þingið fer að óbreyttu í jólafrí að loknum þingfundi í dag.

Minna um flokkshollustu hjá ungu fólki

Í dag birtist ritrýndri grein Evu Heiðu Önnudóttur, dósents við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Eiríks Búa Halldórssonar meistaranema við London School of Economics.

Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið

Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði.

Sjá næstu 50 fréttir