Fleiri fréttir

Biðja fólk í sóttkví um að flokka ekki

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar biðlar til fólks sem er í sóttkví eða einangrun í sveitarfélaginu vegna kórónuveirunnar að setja allan úrgang í almennt sorp og sleppa því að flokka til endurvinnslu.

Hert eftirlit með skemmtiferðaskipum

Landhelgisgæslan herðir allt eftirlit með komu farþega skipa til landsins að sögn forstjóra. Von er á fyrsta skipinu til Reykjavíkur á morgun með yfir 2000 manns. Alls er gert ráð fyrir að tæplega þrjúhundruð þúsund manns komi til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum á þessu ári

Enginn við­búnaður í Veróna vegna Ís­lendinga­hópsins

Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins.

Þing­maðurinn og ó­boðni nætur­gesturinn

"Í nótt vaknaði ég við að ókunnur maður stóð inni í svefnherberginu mínu. Fyrir þau sem ekki hafa reynt það get ég upplýst að hægt er að vakna á betri hátt,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni.

Sóttvarnarhúsið virkjað í nótt vegna gruns um smit

Tveir erlendir ríkisborgarar eru nú vistaðir í sóttvarnarhúsinu á Rauðarárstíg í Reykjavík. Annar þeirra er í einangrun og bíður enn niðurstöðu rannsóknar en hinn er í sóttkví. Báðir eru með flensueinkenni

Hvarf skyndi­lega á braut eftir líkams­á­rás

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. Þolandi árásarinnar var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild með nokkra áverka en árásarmaðurinn var horfinn á braut þegar lögregla kom á vettvang.

Gular viðvaranir í gildi víða í dag

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi í dag á Suðurlandi, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Má sums staðar reikna með allt að 25 metrum á sekúndu og geta akstursskilyrði víða verið erfið.

Villi skammaði áhorfendur í Gettu betur

Vilhelm Anton Jónsson, Villi Naglbítur, spurningahöfundur og dómari í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur hvatti stuðningsmenn í sal til að vera til fyrirmyndar í keppni kvöldsins viðureignar Menntaskólans í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands.

Stöðva heim­sóknir til íbúa Hrafnistu­heimilanna

Í Hrafnistuheimilunum átta, sem staðsett eru í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hefur verið tekin sú ákvörðun að stöðva allar heimsóknir til íbúa frá og með morgundeginum, 7. mars.

„Stundum líður mér hreinlega eins og ég sé holdsveik“

Kona sem hefur verið í sóttkví ásamt eiginmanni sínum eftir ferð frá Norður-Ítalíu segist meta lífsgæði sín betur en áður. Hún segir viðbrögð fólks mismunandi, sumir hlæi af einangrunni en stundum líði henni eins og hún sé holdsveik. Mannauðsstjórar segja brýnt að fyrirtæki undirbúi að starfsfólk geti unnið heima.

Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum

Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi.

Kominn heim til sín eftir fjórar hnífsstungur í hálsinn

Meintur gerandi í alvarlegri líkamsárás á Kópaskeri föstudagskvöldið 28. febrúar hefur komið við sögu lögreglu. Hann liggur enn meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu á Akureyri og er útlitið ekki gott samkvæmt heimildum Vísis.

Sjá næstu 50 fréttir