Fleiri fréttir

Segir Guðna hafa brugðist

Forseti Íslands brást þjóðinni með því að staðfesta lög frá Alþingi sem tengdust þriðja orkupakkanum að mati forsetaframbjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Vogs. Fækka þurfti plássum á sjúkrahúsinu um helming á meðan á samkomubanni stóð og vegna erfiðleika við fjármögnun verður starfsemin skert út árið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Forsetinn og áskorandinn í Víglínunni

Í fyrsta sinn í sögu forsetaembættisins fær sitjandi forseti mótframboð eftir fyrsta kjörtímabil sitt. Guðmundur Franklín Jónsson fyrrverandi verðbréfasali og hótelstjóri freistar þess að fella Guðna Th. Jóhannesson úr embætti.

Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg

Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg.

Segir aðferðirnar rangar og þær muni ekki standast lög

Ekki verður hægt að treysta því að molta sem unnin er úr úrgangi í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verði nothæf vegna þeirra aðferða sem notaðar eru í stöðinni segir umhverfisstjórnunarfræðingur sem segir margt athugavert í því hvernig hugmyndin um gas- og jarðgerðarstöð hefur verið framkvæmd.

Lítið um hátíðarhöld í dag

Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna.

Eitt virkt smit í viðbót með uppfærðum tölum

Þrjú virk kórónuveirusmit eru nú á landi og hefur eitt bæst við eftir að tölur landlæknis og almannavarna voru uppfærðar í dag. Nýtt smit greindist á föstudag sem kom ekki fram í tölum í gær sem bentu til þess að ekkert nýtt smit hefði greinst í heila viku.

Syngja saman á sautján einbreiðum brúm

Laugardaginn 13. júní 2020 verður merkilegur í starfi Kvennakórs Hornafjarðar en þá ætla konurnar í kórnum að syngja á sautján einbreiðum brúm í Austur Skaftafellssýslu, eða frá morgni til kvölds.

Einkaþota sækir dýrmæt blóðkorn úr Íslendingum

Einkaþota lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld í þeim eina tilgangi að sækja einn pappakassa. Innihald kassans gæti hins vegar reynst einhver dýrmætasta fraktsending sögunnar frá Íslandi.

Tveir fá 35 milljónir

Tveir voru með allar tölur réttar í lottói kvöldsins og fá vinningshafarnir rétt tæplega 35 milljónir hvor í sinn hlut.

Ætla að þvera Vatnajökul á tíu dögum

Það óraði aldrei fyrir Sirrý Ágústsdóttur að fimm árum eftir að hún greindist með krabbamein í annað sinn væri hún á leið í tíu daga ferðalag yfir Vatnajökul.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heilbrigðisráðuneytið hefur ítrekað frestað því að hefja skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi að sögn framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins sem hefur einnig áhyggjur af því að brjóstaskimun falli niður tímabundið um áramótin.

Ætla að tryggja að skimanir falli ekki niður

Tryggt verður að krabbameinsskimanir falli ekki niður þegar Landspítala verður falin ábyrgð á skimun fyrir brjóstakrabbameini í samstarfi við Sjúkrahúsið á Akureyri í lok árs 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu.

Dæmdur í 238 milljóna sekt fyrir skatt- og skilasvik

Landsréttur staðfesti tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 238 milljóna króna sekt yfir Ágústi Alfreð Snæbjörnssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lithásks verktakafyrirtækis, fyrir skatt- og skilavik í gær. Fyrri stjórnandi annars verktakafélags sem Ágúst Alfreð stýrði var sýknaður af ákæru um hlutdeild í brotum.

Börðu menn og rændu veski

Tveir karlmenn voru handteknir eftir að þeir réðust á tvo menn og rændu veski í vesturhluta Reykjavíkur í gærkvöldi. Þá var kona flutt á bráðamóttöku sem tilkynnt var um að hefði dottið og hlotið höfuðmeiðsli.

Smitlaus vika en áfram bætist við í sóttkví

Vika er nú liðin frá því að síðast greindist nýtt smit kórónuveiru á Íslandi. Þeim sem eru í sóttkví hefur hins vegar fjölgað um á annað hundrað undanfarna daga samkvæmt tölum landlæknis og almannavarna.

Greina ekki sýni á nóttunni

Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram.

Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra

Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs.

Brjóstaskimanir gætu fallið niður í fjóra mánuði

Krabbameinsfélag Íslands varar við því að skimun fyrir brjóstakrabbameini gæti fallið niður tímabundið í að minnsta kosti fjóra mánuði frá næstu áramótum vegna ákvörðun ráðherra um að færa skimunina til Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri.

Gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna

Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja á meðal barna og eru dæmi um að fjögurra ára börn neyti lyfjanna. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir ekki gripið til nægilega markvissra aðgerða til að bæta svefn ungmenna.

Skjálftavirkni við Hveragerði

Mælar Veðurstofunnar hafa numið fjóra jarðskjálfta með upptök skammt norð-austur af Hveragerði það sem af er degi.

Vísa deilu fjögurra BHM-félaga til sáttasemjara

Fjögur aðilarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa vísað kjaradeildu sinni við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara. Viðræðurnar hafa staðið yfir í tæpt ár án árangurs.

Um 700 jarðskjálftar við Þorbjörn frá því í síðustu viku

Vísindaráð almannavarna ætla að funda til að meta stöðuna eftir að vísbendingar komu fram um að landris sé hafið á ný við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Um 700 jarðskjálftar hafa í nágrenni bæjarins undanfarna viku, flestir þeirra smáskjálftar.

Tripical-deilan komin á borð lögmanna

Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál.

Sjá næstu 50 fréttir