Fleiri fréttir

Staða barna af er­lendum upp­runa í Kvenna­at­hvarfinu slæm

Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins.

Segir að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna

Skólastjóri Háaleitisskóla segist ekki geta hugsað til þess að þremur börnum í skólanum verði vísað úr landi í næstu viku. Verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna og hann geti ekki setið hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað.

Stjórnvöld skoða sérstaka útfærslu á ferðamennsku

Stjórvöld hafa framlengt sóttvarnaaðgerðir við landamærin og segja þær hafa skilað árangri þegar kórónuveiran sé í sókn í nágrannalöndum. Hins vegar sé verið að skoða leiðir til einfaldrar ferðamennsku með sóttvarnaráðstöfunum.

Tvö ár langur tími í lífi ungra barna

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir nauðsynlegt að meta hvað sé barni fyrir bestu þegar kemur að umsóknum barnafjölskyldna um alþjóðlega vernd.

Ekkert innan­lands­smit í gær

Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar.

Þögn á útvarpsstöðvunum í morgun

Tilgangur þagnarinnar var að vekja athygli á framlagi sjálfstætt starfandi tónlistarmanna til íslensks samfélags. Þeir hafa búið við mikið atvinnuleysi og fá úrræði síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru.

Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði

Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð.

Hótaði að drepa Kamillu og fjöl­skyldu hennar ef hún færi

Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás.

Hátt í tuttugu íslenskar konur selja aðgang að myndum af sér

Að minnsta kosti tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Stígamót hafa áhyggjur af þessari þróun og vilja stemma stigu við eftirspurn á kynferðislegu efni á netinu.

Enn fleiri kallaðar til nýrrar leg­háls­skoðunar

Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm.

Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað

Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn.

Styrkir Píeta-sam­tökin um sex milljónir

Heilbrigðisráðherra mun jafnframt tryggja tólf milljóna króna fjármagn fyrir stöðu verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis út næsta ár.

Fjórir greindust innan­lands

Fjögur smit greindust innanlands í gær og þrjú á landamærunum, en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar. Tveir þeirra sem greindust innanlands voru í sóttkví, en tveir ekki.

Sjá næstu 50 fréttir