Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um mál KSÍ og rætt við Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem kallar eftir afsögn stjórnarmanna sambandsins. Hún kveðst vita um allt að sjö núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í knattspyrnu sem hafi verið sakaðir um ofbeldi.

Rafíþróttadeild stofnuð í Rangárvallasýslu

Mikil tilhlökkun er hjá börnum og unglingum í Rangárvallasýslu, sem finna sig ekki í almennu íþróttastarfi því þar á að fara að opna rafíþróttadeild í fyrsta skipti þar sem boðið verður upp á glæsilega aðstöðu þar sem æfingar og keppnir í fjölbreyttum tölvuleikjum fara fram.

Ráðu­neyti telur sig hafa svarað spurningum um um­svif út­gerða

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið telur að allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta hafi komið fram í skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi. Skýrslan hefur verið gagnrýnd fyrir að svara ekki þeim spurningum sem henni var ætlað.

Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni

Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins.

Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur

Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk.

Hvetur íbúa til að standa saman eftir skot­á­rásina

Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa á Egilsstöðum til þess að standa við bakið hver á öðrum eftir skotárás sem varð í bænum í fyrradag og er þakklátur lögreglu fyrir góð viðbrögð. Nokkrar fjölskyldur hafa leitað sér áfallahjálpar eftir árásina.

Óttast hvorki dóm sögunnar né kjósenda

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagðist ekki óttast dóm sögunnar um aðgerðir ríkisstjórnar hennar á kjörtímabilinu í ræðu á landsfundi flokksins í morgun. Þá sagðist hún ekki hafa áhyggjur ef kórónuveirufaraldurinn verður að kosningamáli.

84 greindust innanlands

Í gær greindust minnst 84 innanlands með Covid-19. Af þeim voru 50 í sóttkví við greiningu, en 34 utan sóttkvíar.

„Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun

Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar.

Ekki lengur stúlka eða drengur

Börn verða ekki lengur nýskráð í þjóðskrá með eiginnafnið stúlka eða drengur. Framvegis verða þau skráð í þjóðskrá eingöngu með kenninafni þar til nafngjöf hefur farið fram.

Nýjar sóttvarnareglur í gildi

Engin takmörk eru lengur á hámarksfjölda gesta í sundlaugum eftir að nýjar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti. Áfram eru samkomur takmarkaðar við 200 manns en gerð er krafa um grímunotkun þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægðarmörk.

Reyndi að bíta lögreglumenn

Karlmaður sem tilkynnt var um að hefði verið ógnandi í garð ungmenna reyndi að bíta lögreglumenn eftir að hann var handtekinn.

Svona svaraði Guðni for­seti þegar faðir þolanda sendi honum bréf

Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið.

KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning

Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 

Nýr tíu deilda leikskóli byggður á Hvolsvelli

Um hundrað leikskólabörn á Hvolsvelli komu saman með skóflurnar sínar í vikunni og tóku fyrstu skóflustungurnar af nýjum leikskóla. Leikskólinn verður með tíu deildum og fyrir um hundrað og áttatíu börn. Kostnaðurinn við bygginguna verður um einn milljarður króna.

Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr

Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag.

Þolanda lands­liðs­manns var boðinn þagnar­skyldu­samningur

Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 

Dyrum Cösu Christi lokað og MR-ingar fá inn í Dómkirkjunni

MR-ingar munu ekki nema í húsinu Casa Christi í vetur. Úttekt var gerð á húsinu og skýrslu um ástand þess skilað fyrir skólabyrjun í haust og varð þá ljóst að ekki sé boðlegt að kenna í húsinu. Nemendur þurfi því að leita yfir Lækjargötuna í von um kennslu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir skotárásina þar í gærkvöld. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður er fyrir austan og hefur rætt við fólk á svæðinu en hún mun flytja okkur nýjustu tíðindi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Líðan skotmannsins stöðug eftir aðgerð

Karlmaður á fimmtugsaldri sem skotinn var af lögreglu á Egilsstöðum í gærkvöldi liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. Líðan hans er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa verið skotinn í kviðinn.

Þorsteinn nýr formaður Kærunefndar útlendingamála

Þorsteinn Gunnarsson er nýr formaður Kærunefndar útlendingamála að skipan Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Þorsteinn tekur við embættinu þann 1. september en hann var valinn úr sjö manna hópi umsækjenda. Hann hefur starfað í fjórtán ár hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem settur forstjóri.

Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi

Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt.

Akur­eyringum barst neyðar­kall frá af­skekktu héraði í Rúss­landi

Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar, barst á dögunum neyðarkall frá Sakha-Yakutia héraði í norðaustanverðri Síberíu. Þar geisa miklar skógareldar og hafa Northern Forum samtökin, sem Akureyri er aðili að, óskað eftir aðstoð frá þátttökusveitarfélögum og héruðum.

Starfs­maður þing­flokks vill leiða SUS

Lísbet Sigurðardóttir hefur sóst eftir formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á 46. sambandsþingi félagsins sem fram fer dagana 10. til 12. september næstkomandi í Reykjanesbæ. Steinar Ingi Kolbeins gefur kost á sér í embætti varaformanns og Ingveldur Anna Sigurðardóttir til embættis 2. varaformanns.

Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar

Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður.

Sjá næstu 50 fréttir