Víkurfréttir greina frá þessu, en þar segir að litlar skemmdir hafi orðið og enginn slasast.
Haft er eftir Guðlaugu Pálsdóttur skólameistara að nemandinn, sem er undir lögaldri, hafi sýnt félögum sínum byssuna, mundað og hleypti af einu skoti sem lenti á glerhurð.
Málið hefur verið kært til lögreglu, en umræddum nemanda hefur ekki verið vísað úr skólanum og segir Guðlaug að unnið sé að lausn máls með honum og foreldrum.