Fleiri fréttir

Segir brandara frambjóðanda Flokks fólksins um Pólverja smekklausan með öllu

Brandari sem Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, lét flakka í Oddvitaáskorun Vísis hefur farið fyrir brjóstið á netverjum, sem segja brandarann vera dæmi um hatursorðræðu í garð Pólverja. Formaður samtaka Pólverja á Íslandi segir brandarann vera smekklausan með öllu, ummælin dæmi sig sjálf. Formaður Flokks fólksins hafði ekki heyrt af málinu en trúir því ekki að brandarinn hafi verið illa meintur hjá oddvitanum.

Sáttur við gildandi takmarkanir

Forstjóri Landspítala segir gildandi samkomutakmarkanir áfram viðeigandi um sinn. Spítalinn sé áfram á tánum, þrátt fyrir að enginn sé á gjörgæslu. Heilbrigðisráðherra talar fyrir varfærnum skrefum í tilslökunum á næstunni.

Matar og menningarhátíð á Stokkseyri

Stokkseyri mun iða af lífi um helgina því þar hefur verið blásið til uppskeruhátíðar matar og menningar. Bændur verða með brakandi ferskt grænmeti á staðnum og listamenn sýna það sem þeir eru að fást við, meðal annars kuklsetur.

Björgunarsveitir noti dróna þegar of langt er í þyrluna

Óvenjumikið hefur verið um dauðsföll af slysförum á fjallendi í sumar. Sveinn Zoëga, formaður svæðisstjórnar Björgunarsveita á Austurlandi segir björgunarsveitir á Austurlandi hafa farið í þrjú útköll sem hafa endað illa í sumar.

Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega

Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Vísbendingar eru um aukna skjálftavirkni á svæðinu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.

Ráðherra vísar ásökunum Persónuverndar á bug

Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir ásakanir Persónuverndar, þess efnis að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafi leynt upplýsingum eða notað Persónuvernd sem skálkaskjól, hreinan rógburð. 

Var mættur heim til fyrrverandi og réðst þar á nágrannakonu

Karlmaður sem réðst á konu í fjölbýlishúsi í Laugardal skömmu eftir miðnætti í nótt er einnig grunaður um heimilisofbeldi. Hann var mættur á staðinn til að vitja fyrrverandi unnustu sinnar og lét ófriðlega, að sögn lögreglu.

52 greindust smitaðir í gær

52 greindust smitaðir af Covid-19 á Íslandi í gær. 36 þeirra voru í sóttkví og sextán voru utan sóttkvíar.

Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli

Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu.

Ökumenn fari varlega í roki í kvöld

Búast má við hvössum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi í dag og eru ökumenn hvattir til að fara varlega þar. Það sama gildir um ökumenn sem eiga leið undir Hafnarfjall og um Reykjanesbraut.

Ferðamaður fylgdi Google Maps og lenti í ógöngum

Erlendur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Ásbrú í Reykjanesbæ þurfti aðstoð lögreglu eftir að hafa lent í ógöngum sem meðal annars má rekja til Google Maps. Maðurinn hafði slegið áfangastað sinn inn í forritið og fengið upp styttri leið að hótelinu.

Kona skölluð og henni hrint á stigaganginum

Ráðist var á konu á stigagangi við heimili hennar í Laugardalnum skömmu eftir miðnætti í nótt. Henni var hrint og hún skölluð í andlitið svo gleraugu hennar brotnuðu og hún fékk áverka í andlitið.

Land rís við Öskju

Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021.

Landsbjörg kaupir þrjú ný björgunarskip

Samningur var undirritaður um nýsmíði þriggja björgunarskipa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu í dag, en í þrettán skipa flota félagsins nú er meðalaldur skipa orðinn 35 ár.

Þrí­hrygg­brotinn eftir að hafa reynt Sveppa­dýfuna

Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi.

Skyndilega fáklædd fyrir utan Glæsibæ

Starfsfólk Hreyfingar og slökkvilið sýndu mikið snarræði þegar eldur kom upp í kjallara líkamsræktarstöðvarinnar í stórhýsinu Glæsibæ í morgun. Hundruð manna voru inni í Hreyfingu og mikill fjöldi fólks á hæðum læknamiðstöðvarinnar þar fyrir ofan.

Ellefu rannsóknastofur Landspítala sameinaðar á einum stað

Framkvæmdir hófust við næst stærstu byggingu nýs Landspítala í dag þar sem allar rannsóknarstofur hans munu sameinast undir einu þaki. Heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans segja nýbyggingar hans eiga eftir að valda byltingu í starfsemi hans.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra vill ráðast í tilslakanir á samkomutakmörkunum í næstu viku. Enginn er á gjörgæslu vegna Covid-19 og yfirstandandi bylgja er á niðurleið.

Á erfitt með að hafa sam­úð með þreyttum læknum Land­spítala

Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, segir að eitt stærsta vanda­mál Land­spítalans sé hve illa gangi að halda þar uppi góðri stemmningu. Vanda­mál spítalans séu mörg þannig vaxin að ekki sé hægt að laga þau með auknu fjár­magni einu saman.

Land­spítalinn hættir að nota hrað­próf

Far­sótta­nefnd Land­spítalans hefur á­kveðið að hætta að nota hr­að­greiningar­próf til að prófa starfs­menn sína, sem eru með væg ein­kenni, fyrir Co­vid-19 og taka PCR-próf al­farið í notkun í staðinn. Í til­kynningu nefndarinnar segir að hrað­prófin séu verri kostur en PCR-próf.

Rennslið fer minnkandi í Skaftá

Rennsli hefur farið hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind síðustu klukkustundir. Rennslið 412 rúmmetrar á sekúndu klukkan 14.30 í dag. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu.

Nýr fram­kvæmdar­stjóri Banda­lags ís­lenskra skáta

Helga Þórey Júlíudóttir tók í dag við sem nýr framkvæmdastjóri hjá skátunum og mun hún leiða breytingar á starfsemi Skátamiðstöðvar til að renna styrkari stoðum undir fræðslu, stuðning við dagskrá, miðlun og þjónustu við skátafélögin í landinu.

Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna

Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki.

Hefði verið auð­velt að fremja kosninga­svindl

Möguleikinn á kosningasvindli í komandi alþingiskosningum var fyrir hendi með notkun falsaðra stafrænna ökuskírteina. Tækni til að sannreyna skírteinin var ekki tekin í notkun við kjörstaði fyrr en í byrjun vikunnar en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 13. ágúst. 

Ekki vitað hvort og hvar 279 börn á grunnskólaaldri stunda nám

Ekki er vitað hvort eða hvar að minnsta kosti 279 börn á skólaskyldualdri stunda nám. Flest þeirra eru af erlendum uppruna og sveitarfélögin telja líklegt að flest þeirra séu búsett erlendis jafnvel þótt þau séu skráð til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá.

Of­beldis­maður á skil­orði grunaður um kyn­ferðis­brot í Eyjum

Karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á konu í Vestmannaeyjum aðfaranótt fimmtudags hefur verið fluttur í fangelsið á Hólmsheiði, þar sem hann afplánar nú fyrri dóm. Hann var í fyrra dæmdur fyrir fólskulega líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Karlmaður, sem grunaður er um kynferðisbrot í Vestmannaeyjum aðfaranótt fimmtudags, var dæmdur fyrir fólskulega líkamsárás gegn þáverandi kærustu í fyrra. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Sjá næstu 50 fréttir