Ellefu rannsóknastofur Landspítala sameinaðar á einum stað Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2021 18:31 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýju rannsóknahúsi ásamt Páli Matthíassyni, Unni Brá Konráðsdóttur og Jóni Atla Benediktssyni í dag. Stöð 2/Einar Framkvæmdir hófust við næst stærstu byggingu nýs Landspítala í dag þar sem allar rannsóknarstofur hans munu sameinast undir einu þaki. Heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans segja nýbyggingar hans eiga eftir að valda byltingu í starfsemi hans. Svandís Svavarsdóttir var glöð í bragði á þessum tímamótum í uppbyggingu nýs Landspítala.Stöð 2/Einar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju 17.500 fermetra rannsóknahúsi Landspítalans ásamt Páli Matthíassyni forstjóra spítalans, Unni Brá Konráðsdóttur, formanni stýrihóps og Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands. Áður hafði verið skrifað undir samning við Háfell verktaka sem byrjar framkvæmdir strax á morgun. Svandís segir upphaf framkvæmdanna stóra stund í uppbyggingu nýs Landspítala. „Já þetta er stór stund. Þetta er næst stærsta húsið í þessu stóra verkefni. Þetta er rannsóknahús sem er sautján þúsund fermetrar og mun hýsa starfsemi sem er í raun og veru út um alla borg. Meðal annars sýkla og veirufræðideild sem við erum farin að þekkja mjög vel og les úr PCR prófunum sem er verið að taka í kringum Covid,“ sagði heilbrigðisráðherra. Páll Matthíasson segir nýja rannsóknahúsið ásamt meðferðakjarnanum eiga eftir að gjörbylta starfsemi spítalans.Stöð 2/Einar Mikilvægur áfangi Rannsóknahúsið mun rísa á milli Læknagarðs og BSÍ. Forstjóri spítalans segir þetta sex hæða hús ásamt kjallara muni efla alla rannsóknastarfsemi spítalans. Byrjað er að steypa upp grunn meðferðakjarnans ofar í lóðinni en hann verður eitt stærsta hús Ísland eða sjötíu þúsund fermetrar. „Meðferðakjarninn mun ekki virka nema rannsóknahúsið sé við hliðina. Þannig að þetta er auðvitað mjög mikilvægur áfangi. Næst stærsta byggingin sem sameinar í rauninni ellefu rannsóknastofur á einum stað. Skapar nútímaumgjörð um þá hátækni læknisfræði sem við viljum veita á Landspítalanum,“ sagði Páll. Báðar byggingarnar eiga að vera tilbúnar undir starfsemi árið 2026. Byggingarsvæðið er á milli Læknagarðs og BSÍ.Vísir/Einar Heldur þú að þú verðir heilbrigðisráðherra þegar þessar tvær byggingar verða teknar í gagnið? „Það verður að koma í ljós. Ég held að við verðum að byrja á því að kjósa. En aðalatriðið er, og mjög mikilvægt, að það hefur ríkt mjög mikil samstaða um þessi verkefni. Ekki síst eftir að þau komust í alvörunni af stað,” sagði Svandís Svavarsdóttir. Landspítalinn Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn á gjörgæslu vegna Covid-19 Af þeim tíu sjúklingum sem nú liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 er enginn á gjörgæslu. 1. september 2021 14:58 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir var glöð í bragði á þessum tímamótum í uppbyggingu nýs Landspítala.Stöð 2/Einar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju 17.500 fermetra rannsóknahúsi Landspítalans ásamt Páli Matthíassyni forstjóra spítalans, Unni Brá Konráðsdóttur, formanni stýrihóps og Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands. Áður hafði verið skrifað undir samning við Háfell verktaka sem byrjar framkvæmdir strax á morgun. Svandís segir upphaf framkvæmdanna stóra stund í uppbyggingu nýs Landspítala. „Já þetta er stór stund. Þetta er næst stærsta húsið í þessu stóra verkefni. Þetta er rannsóknahús sem er sautján þúsund fermetrar og mun hýsa starfsemi sem er í raun og veru út um alla borg. Meðal annars sýkla og veirufræðideild sem við erum farin að þekkja mjög vel og les úr PCR prófunum sem er verið að taka í kringum Covid,“ sagði heilbrigðisráðherra. Páll Matthíasson segir nýja rannsóknahúsið ásamt meðferðakjarnanum eiga eftir að gjörbylta starfsemi spítalans.Stöð 2/Einar Mikilvægur áfangi Rannsóknahúsið mun rísa á milli Læknagarðs og BSÍ. Forstjóri spítalans segir þetta sex hæða hús ásamt kjallara muni efla alla rannsóknastarfsemi spítalans. Byrjað er að steypa upp grunn meðferðakjarnans ofar í lóðinni en hann verður eitt stærsta hús Ísland eða sjötíu þúsund fermetrar. „Meðferðakjarninn mun ekki virka nema rannsóknahúsið sé við hliðina. Þannig að þetta er auðvitað mjög mikilvægur áfangi. Næst stærsta byggingin sem sameinar í rauninni ellefu rannsóknastofur á einum stað. Skapar nútímaumgjörð um þá hátækni læknisfræði sem við viljum veita á Landspítalanum,“ sagði Páll. Báðar byggingarnar eiga að vera tilbúnar undir starfsemi árið 2026. Byggingarsvæðið er á milli Læknagarðs og BSÍ.Vísir/Einar Heldur þú að þú verðir heilbrigðisráðherra þegar þessar tvær byggingar verða teknar í gagnið? „Það verður að koma í ljós. Ég held að við verðum að byrja á því að kjósa. En aðalatriðið er, og mjög mikilvægt, að það hefur ríkt mjög mikil samstaða um þessi verkefni. Ekki síst eftir að þau komust í alvörunni af stað,” sagði Svandís Svavarsdóttir.
Landspítalinn Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn á gjörgæslu vegna Covid-19 Af þeim tíu sjúklingum sem nú liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 er enginn á gjörgæslu. 1. september 2021 14:58 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
Enginn á gjörgæslu vegna Covid-19 Af þeim tíu sjúklingum sem nú liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 er enginn á gjörgæslu. 1. september 2021 14:58