Innlent

Tekinn undir á­hrifum, án réttinda og á stolnum bíla­­leigu­bíl

Atli Ísleifsson skrifar
Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi verið handtekinn og færður á lögreglustöð ásamt farþega í bílnum.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi verið handtekinn og færður á lögreglustöð ásamt farþega í bílnum. vísir/vilhelm

Lögregla á Suðurnesjum handtók fyrr í vikunni ökumann sem reyndist vera undir áhrifum fíkniefna, án ökuréttinda auk þess sem hann ók stolnum bílaleigubíl.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi verið handtekinn og færður á lögreglustöð ásamt farþega í bílnum.

„Í henni fundust munir, magnari, fartölva og GPS – tæki, sem lögregla telur vera þýfi. Þá fannst amfetamín í fórum farþegans.

Annar ökumaður ók ölvaður og sviptur ökuréttindum. Bifreiðin sem hann ók var skráð í akstursbann en var þó með skoðunarmiða 2022. Ökumaðurinn kvaðst hafa keypt miðann og sett á bifreiðina. Skráningarnúmer voru því farlægð af henni.

Á annar tug ökumanna voru kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni. Fáeinir þeirra voru ýmist með útrunnin ökuréttindi eða höfðu verið sviptir þeim. Sá sem hraðast ók mældist á 136 km hraða á Reykjanesbraut,“ segir í tilkynningu frá lögrelgunni á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×