Fleiri fréttir

Sextán ára og eldri fái örvunarskammt

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mælir með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis. Veita eigi þann skammt sex mánuðum frá grunnbólusetningu gegn Covid-19.

Býst við enn fleiri smitum eftir gærdaginn

Sóttvarnalæknir segist reikna með að fleiri hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag þegar fjöldi smitaðra á einum degi var sá þriðji hæsti frá upphafi faraldursins. Grípa þurfi til aðgerða hvort sem fólki líkar betur eða verr.

MAST varar enn við tínslu og neyslu kræklings í Hvalfirði

Matvælastofnun varar áfram við tínslu og neyslu á kræklingi úr Hvalfirði, þar sem DSP þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í síðustu mælingum. Leiddu þær í ljós að DSP þörungaeitur var 440 µg/kg en fyrir mánuði mældist það 1150 µg/kg.

Stunginn í kjölfar slagsmála

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál í miðborginni í gærkvöldi eða nótt. Þegar lögregla kom á vettvang voru allir farnir en nokkru seinna var tilkynnt um einstakling sem hafði verið stunginn.

Loka skólum og stofnunum í Suðurnesjabæ vegna Covid-smita

Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar hefur ákveðið að loka skólum og stofnunum vegna Covid-19-smita sem hafa greinst á meðal starfsfólks á leikskóla og nemenda í grunnskólanum. Lokanirnar eiga að koma í veg fyrir frekari dreifingu veirunnar.

Telur óbreyttar aðgerðir á landamærum dýrkeypt mistök

Ákvörðun stjórnvalda um að halda sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands óbreyttum áfram eru dýrkeypt mistök efnahagslega, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að skimun á landamærunum geti dregið úr eftirspurn eftir ferðum til Íslands um 10-20 prósent.

Neyðarkallinn orðinn að safngrip

Forseti Íslands var hífður af þilfari björgunarskips upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag þegar björgunarsveitir hófu formlega sölu neyðarkalls sveitanna með sérstakri sjóbjörgunaræfingu.

Færri at­vinnu­lausir og styttri vinnu­tími en í fyrra

Um 8.500 manns voru að meðaltali án atvinnu á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt tölum frá Hagstofu. Það jafngildir um 4% af heildarvinnuafli 16 til 74 ára. Á sama tíma í fyrra voru um 12.000 einstaklingar atvinnulausir, eða um 5,8%. 

Bændur munu taka DNA sýni úr öllum kvígum

Kúabændur munu þurfa að taka DNA sýni úr öllum kvígum frá næstu áramótum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt. Tilgangur verkefnisins er að fá betri mjólkurkýr fyrr í fjósin hjá bændum. Í dag eru um fimm hundruð kúabú í landinu og hefur þeim fækkað mikið síðustu ár.

Stjórn Eflingar biður um frið frá fjöl­miðlum

Agnieszka Ewa Ziółkowska var á stjórnarfundi Eflingar í dag skipuð formaður félagsins til bráðabirgða fram að aðalfundi félagsins næsta vor. Stjórn félagsins er að öðru leyti þögul sem gröfin um næstu skref innan Eflingar og biður fjölmiðla að láta sig í friði. 

Viðskiptavinir Bónuss hvattir til að nota grímu

Framkvæmdastjóri verslanakeðjunnar Bónuss hvetur viðskiptavini til þess að nota grímu í verslunum í ljósi mikilla óvissa vegna fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu. Sóttvarnalæknir hefur skilað ráðherra minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir.

Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna

Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 

Starf­semi Myllu­bakka­skóla flutt á fjóra staði

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í dag að leggja nítján milljónir króna í að flytja starfsemi Myllubakkaskóla á fjóra staði í bænum tímabundið á meðan unnið er á úttekt á húsnæði hans. Myglu varð fyrst vart í skólanum árið 2019 og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana síðan. Þær aðgerðir hafa ekki skilað tilætluðum árangri, því enn greindist mygla í skólanum í síðasta mánuði.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Allt bendir til að heilbrigðisráðherra grípi til sóttvarnatakmarkana eftir ríkisstjórnarfund á morgun vegna mikillar aukningar á útbreiðslu kórónuveirunnar í þjóðfélaginu. Aldrei hafa fleiri greinst utan sóttkvíar og í gær frá upphafi faraldurins. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Ísfirðingar komast langleiðina að Dynjanda á bundnu slitlagi

Nýr vegarkafli í Arnarfirði með bundnu slitlagi var opnaður umferð eftir hádegi í dag. Hann er 4,3 kílómetra langur milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Vegurinn um Meðalnes og Mjólkárhlíð færist við þetta úr fjallshlíðinni og niður undir fjöruborð.

Agnieszka tekur við af Sólveigu Önnu

Stjórn Eflingar kaus Agnieszku Ewu Ziólkowsku til að taka við embætti formanns stéttarfélagsins af Sólveigu Önnu Jónsdóttur sem sagði af sér á sunnudagskvöld. Formanns- og stjórnarkosningar verða haldnar fyrir lok mars.

Átta hjá héraðssaksóknara greindust smitaðir af Covid

Átta starfsmenn héraðssaksóknara greindust smitaðir af kórónuveirunni um helgina. Fjöldi starfsmanna hefur verið settur í smitgát og fresta hefur þurft nokkrum dómsmálum vegna stöðunnar. Lágmarksfjöldi starfsmanna stendur nú vaktina á skrifstofu embættisins við Skúlagötu. 

Lögreglan leitar Gunnars Svans

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gunnari Svani Steindórssyni, 43 ára karlmanni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 

Vill herða tak­markanir til að tryggja gleði­leg jól

Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt.

„Mikil­vægt að við sjáum smit­tölur strax ganga niður“

Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð.

Erfiðasta afbrigðið til þessa

144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður kórónuveirufaraldurinn fyrirferðarmikill. 144 greindust smitaðir í gær og verður rætt við sóttvarnalækni um stöðuna.

Ó­breytt á landa­mærunum til 15. janúar

Sóttvarnaraðgerðir á landamærunum verða óbreyttar til 15. janúar. Heilbrigðisráðherra hefur tekið þá ákvörðun að framlengja reglugerðina um sóttvarnarráðstafanir þar vegna Covid-19 en ástæðan er sögð fjölgun smita innanlands að undanförnu.

144 greindust með Covid-19 í gær

Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi.

Enn halda jöklar áfram að hopa og rýrna

Veruleg leysing var á Hofsjökli á liðnu sumri og þá einkum á norðanverðum jöklinum. Þegar fulltrúar Veðurstofu Íslands fóru þangað í leiðangur dagana 19. til 22. október stóðu stikur einum til tveimur metrum hærra upp úr snjó og ís en algengast er.

Safnar gögnum fyrir hóp­­mál­­sókn gegn ís­­lenska ríkinu

Þrjátíu konur hafa lýst yfir áhuga á að vera hluti af skaðabótamáli á hendur íslenska ríkinu í tengslum við aukaverkanir bóluefna gegn Covid-19. Ekki liggur fyrir hver endanlegur fjöldi verður en allar konurnar eiga það sameiginlegt að hafa lýst breytingum á tíðahring eftir að þær voru bólusettar.

Sjá næstu 50 fréttir