Fleiri fréttir

Vegagerð um Teigsskóg boðin út á næstu vikum

Eftir tveggja áratuga deilur um Teigsskóg er komið að því að bjóða út vegagerð í gegnum skóginn umdeilda og er stefnt er að því að vinnuvélar verði komnar á svæðið síðla vetrar.

Færeyingur sem er enn að halda upp á jólin í Vestmannaeyjum

Það er ekkert sem Matthilda Tórshamar í Vestmannaeyjum getur ekki gert þegar kemur að því að búa til textílverk og sauma myndir. Þá býr hún líka til mikið af fallegum hlutum úr endurunnuefni, auk þess að prjóna lopapeysur af mikilli snilld.

Leiðtogar Norðurlanda heita auknu samstarfi í öryggismálum

Leiðtogar norrænu ríkjanna lögðu áherslu á aukið samstarf um neyðarviðbúnað og annan viðbúnað á fundi Norðurlandaráðs í dag. Ríkin búi sig undir alls konar neyðarástand og kreppur, hvort sem þær eru af völdum manna eða náttúru.

Búa sig undir að setja maskínuna aftur í gang

Til skoðunar er að byrja að gefa stórum hópi fólks með undirliggjandi sjúkdóma örvunarskammt af bóluefni gegn kórónuveirunni næsta mánuðinn. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir örvunarskammt bæta ónæmi gegn veirunni umtalsvert.

Alvarlegt bílslys í hálku í Kjós

Tveir eru sagðir alvarlega slasaðir eftir að bíll þeirra lenti utan vegar í hálku við Félagsgarð í Kjós um klukkan fjögur síðdegis í dag. Þeir voru fluttir á slysadeild og er aðgerðum viðbragðsaðila á vettvangi lokið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir ummæli fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar um trúnaðarmenn félagsins vera sorgleg og hafa möguleg áhrif á störf þeirra og vinnumarkaðinn í heild. Fjallað verður nánar um vendingar innan Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans.

„Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“

Jóhann Rúnar Skúlason, sem nýverið var vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum vegna kynferðisbrotadóms frá árinu 1994, er verulega ósáttur við að hafa verið vikið úr landsliðinu. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft önnur kynferðismök með þrettán ára stúlku í gáleysi um aldur hennar. Hann segist iðrast gjörða sinna en vill að það sé skýrt að hann hafi ekki fengið dóm fyrir nauðgun eins og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum.

Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins

Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu.

Stefnir í stóra viku í pólitíkinni

Í næstu viku gæti dregið til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum og líklegt er talið að Alþingi komi saman. Vinna undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa er nú á lokametrunum og greinargerð ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Næsta vika gæti því orðið tíðindamikil á sviði stjórnmálanna.

Segir fram­­göngu trúnaðar­manna ó­­verjandi

Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Viðar Þorsteinsson fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar sem segist sammála fyrrverandi formanni um að að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega.

Lausa­ganga katta bönnuð á Akur­eyri

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti.

Fundu erfða­galla í sæðinga­hrúti sem veldur gulri fitu

Í ljós hefur komið að sæðingahrútur sem átti í kringum 600 afkvæmi í vor hafi verið með erfðagalla sem gerir það að verkum að kjötfitan verður gul. Ekki er um sjúkdóm að ræða né er hættulegt að borða kjötið en það þykir ólystugt.

Mál gegn meintum byssumanni fellt niður

Mál gegn manninum sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa skotið úr riffli á bifreið borgarstjóra við heimili hans og á skrifstofur Samfylkingarinnar hefur verið fellt niður hjá héraðssaksóknara.

Eigandi rakti símann en þjófurinn þóttist eiga hann

Um klukkan 17 í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að farsíma hefði verið stolið í verslunarmiðstöð í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Þremur tímum síðar hafði tilkynnandi aftur samband og hafði þá staðsett símann í Hlíðahverfinu.

Segir rangt að hann hafi verið dæmdur fyrir nauðgun

Jóhann Rúnar Skúlason, sem var rekinn úr landsliðinu í hestaíþróttum vegna dóms sem hann hlaut fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi, segir það rangt að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun. Hann hafi verið dæmdur sekur fyrir að hafa samræði við barn yngri en fimmtán ára.

Meira byggt í Bolungarvík en sést hefur í seinni tíð

Óvenju mikil umsvif eru í húsbyggingum í Bolungarvík, bæði í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Ráðamenn bæjarins segjast í seinni tíð ekki hafa séð annan eins fjölda umsókna um lóðir undir nýjar íbúðir.

Takmarkanir nauðsynlegar næstu mánuði eða ár

Sóttvarnalæknir telur að samkomutakmarkanir þurfi að vera við lýði næstu mánuði eða ár. Hann vill hæfilegan milliveg til lengri tíma í stað þess að vera sífellt að herða og slaka á klónni.

Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar

Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg.

Inga Sæ­land: Málin fari að skýrast í kringum helgina

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að það ætti að skýrast öðru hvoru megin við helgina hvenær nefndin gæti farið að ljúka störfum en þetta kom fram í máli hennar í Reykjavík Síðdegis í dag.

Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir

Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir telur að samkomutakmarkanir þurfi að vera við lýði næstu mánuði eða ár. Hann kallar eftir umræðu á meðal stjórnmálamanna um hæfilegan milliveg til frambúðar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Nýja varðskipið lagt af stað til Siglufjarðar

Freyja, nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar, lagði af stað til Íslands frá Rotterdam í Hollandi í dag. Skipið er væntanlegt til Sigulufjarðar á laugardag en það á að leysa varðskipið Tý af hólmi.

Lýsir hrottalegu ofbeldi og umsáturseinelti á Akureyri

Helena Dögg Hilmarsdóttir móðir á Akureyri lýsir heimilisofbeldi og í framhaldi umsáturseinelti sem hún hafi orðið fyrir undanfarin ár. Hún lýsir lífsreynslunni sem ógeðslegri og ber starfsfólkinu í Bjarmahlíð á Akureyri afar vel söguna sem hafi reynst henni afar vel á erfiðum tímum.

Sjá næstu 50 fréttir