Fleiri fréttir

Almar Yngvi fannst látinn

Almar Yngvi Garðarsson, sem lýst var eftir síðdegis í gær, fannst látinn í kvöld. Hann var 29 ára að aldri og lætur eftir sig sambýliskonu og son.

Styttist í tilboð í fjármögnun og smíði brúar yfir Hornafjörð

Tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót með einkafjármögnun og vegtolli verða opnuð um miðjan febrúar. Þetta er fyrsta verkið sem boðið er út á á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný Ölfusárbrú og vegur yfir Öxi fari í samskonar útboðsferli.

Flýr frá neyslu­hyggjunni sem ein­kennir oft vest­ræn jól

Móðir sem hefur þrisvar sinnum haldið upp á jólin í Afríku með fjölskyldu sinni segir gott að komast frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól. Sama hvar fjölskyldan er stödd í heiminum láta þau dómkirkjuklukkur í Reykjavík ætíð hringja inn jólin.

Óli Björn greindist með Covid-19

Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, greindist í dag með Covid-19. Þetta staðfestir þingmaðurinn í samtali við fréttastofu en minnst sjö þingmenn og fjórir starfsmenn þingsins hafa greinst á seinustu dögum.

Mun færri smit og miklu harðari aðgerðir síðustu jól

Eðli faraldursins var töluvert annað fyrir ári síðan. Samkomutakmarkanir voru mjög strangar og margt var lokað, en daglegur smitfjöldi var einungis brot af því sem er að greinast í dag. Síðustu jól þurftum við að stofna jólakúlu, enda var bóluefnið ekki komið, og flestir hugguðu sig við að þetta yrðu bara þessi einu skrýtnu jól. 

Suður­lands­vegur lokaður eftir harðan á­rekstur

Harður tveggja bíla árekstur átti sér stað á Suðurlandsvegi um klukkan 18 í kvöld og er vegurinn nú lokaður rétt austan við Þingborg. Þrír einstaklingar voru fluttir á Landspítala og er talið að líklegt að einhverjir séu alvarlega slasaðir.  

Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim

Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár.

Vilji að tveggja metra regla verði tekin upp aftur

Sóttvarnalæknir hefur lagt til að tveggja metra nálægðarregla verði tekin upp á ný í stað eins metra reglu og að 200 manna hólf verði leyfð á viðburðum gegn framvísun neikvæðs hraðprófs eða annarra vottorða.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tuttugu manna samkomubann og seinkun á skólastarfi er meðal þess sem sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sínu. Enn eitt metið var slegið í fjölda smitaðra í gær og tæplega þúsund hafa greinst smitaðir síðustu fimm daga. Sóttvarnarlæknir segir ómíkron haga sér eins og ný veira. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fáar vís­bendingar í máli Al­mars sem enn er saknað

Enn bólar ekkert á Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanni sem ekki hefur sést til síðan aðfaranótt sunnudags. Lögreglu hefur borist fáar vísbendingar vegna leitarinnar og því beinist hún að stóru svæði, í raun öllu suðvesturhorninu.

Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla

Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir.  

Hafa vísað 27 frá Íslandi vegna skorts á gögnum

Lögregla var kölluð til aðstoðar á Keflavíkurflugvelli 440 sinnum frá 1. júní til 15. desember vegna þess að gögn ferðamanna voru ekki talin fullnægjandi. Af þeim var 27 einstaklingum vísað frá landi vegna þessa.

Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb

James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til.

Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður.

Veiruskita herjar á kýr

Veiruskita í kúm hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu og virðist nú vera farin að stinga sér niður í Þingeyjarsýslum og á Héraði. Biðlað er til bænda að huga að sóttvörnum til að forðast að fá smitið inn á kúabú.

Nýir veikleikar í Log4j uppgötvuðust

Um helgina uppgötvuðust nýir veikleikar í Log4j kóða safninu sem rekstraraðilar þurfa að bregðast við. Enn er mikið um tilraunir til árása sem byggja á veikleikanum. Í ljósi þessara upplýsinga ríkir áfram óvissustig almannavarna.

Ríkið viður­kennir mis­tök í máli Maríu í ítar­legri um­fjöllun CNN

CNN birti í morgun ítarlega umfjöllun um kynferðis- og heimilisofbeldi á Íslandi og mál íslenskra kvenna sem kært hafa íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir óréttláta málsmeðferð í tengslum við rannsókn á málum þeirra. Haft er eftir upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins að ríkið viðurkenni mistök í máli einnar þeirra.

Segir spila­fíkla fjár­magna kaup HÍ á Hótel Sögu

„Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 

Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum

Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 

Von á miklum fjölda við útför Fjölnis

Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem í morgun skilaði inn nýju minnisblaði til ráðherra.

Víðtæk leit stendur yfir að Almari á suðvesturhorni landsins

Víðtæk leit stendur yfir að Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanns, sem ekki hefur sést til síðan á aðfaranótt sunnudags. Lögregluembættin á suðvesturhorni landsins standa saman að leitinni auk Landhelgisgæslu og björgunarsveita. 

220 greindust með Covid-19 innanlands í gær

220 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 40 prósent voru í sóttkví við greiningu. Átján greindust á landamærunum. Um er að ræða metfjölda greindra innanlands.

„Graf­alvar­legt mál að læsa frískt fólk inni“

„Nú eru flestir sem hnepptir eru í varðhald, þ.e. sóttkví eða einangrun, fullfrískir eða finna fyrir „léttum flensueinkennum“. Þegar þetta er skrifað eru ellefu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu, 2.449 í sóttkví og 1.724 í einangrun.“

Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar.

Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis

Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Þjófnaðir og sóttvarnabrot í verslunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í verslunum og verslanamiðstöðvum í gær, meðal annars vegna þjófnaðar úr afgreiðslukassa.

„Það er ekki bannað að hafa gaman“

Bagga­lútur harmar mjög ef að sótt­varna­brot voru framin á tón­leikum þeirra í gær eins og lög­reglan greindi frá í dag. Hljóm­sveitin hafi látið al­manna­varnir taka út fyrir­komu­lag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í sam­ræmi við gildandi reglur og eina brotið sem með­limir hljóm­sveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímu­leysi margra gesta, sem er ef­laust vanda­mál við flesta við­burði í dag.

Eins og fjallið væri að öskra á þau

Feðgin á Seyðisfirði segjast ólýsanlega þakklát fyrir að geta haldið jól í heimabænum ári eftir að gríðarstór aurskriða fór yfir hluta hans. Ekki sé þó búið að tryggja öryggi bæjarbúa, sem margir pakki enn ofan í töskur þegar byrjar að rigna.

Fangar fengu kar­töflu í skóinn

Fangar á Litla-Hrauni urðu „undrandi og ör­lítið miður sín“ í morgun þegar þeir kíktu í skó sína sem þeir höfðu komið fyrir fyrir utan klefa sína í von um að fá gjöf frá jóla­sveininum. Við þeim öllum blasti nefni­lega kar­tafla, þrátt fyrir full­yrðingar Af­stöðu, fé­lags fanga um góða hegðun þeirra í mánuðinum.

Koma upp eftir­­lits­­mynda­­vélum hjá blóð­bændum

Fram­kvæmda­stjóri Ís­teka segir að líf­tækni­fyrir­tækið hafi nú hrint af stað um­bóta­á­ætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa með­ferð á blóð­merum. Fram­vegis verði tekið upp mynda­véla­eftir­lit hjá blóð­bændum sem fyrir­tækið skiptir við og þá ætli Ís­teka sér að auka fræðslu til bænda.

„Við erum bara með nýja veiru“

Sóttvarnalæknir segir stöðu kórónuveirufaraldursins gjörbreytta vegna ómíkron-afbrigðisins, sem hann segir í raun nýja veiru. Hann skilar tillögum um nýjar aðgerðir sem kynntar verða í ríkisstjórn á þriðjudag.

Í beinni: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöld­fréttum heyrum við í Sigurði Inga Jóhanns­syni inn­viða­ráð­herra sem segir ó­tækt að sveitar­fé­lagið Vogar ætli eitt sveitar­fé­laga á Reykja­nesi að rjúfa þá sam­stöðu sem loks hafi náðst um lagningu Suður­ne­sja­línu tvö.

Sjá næstu 50 fréttir