„Grafalvarlegt mál að læsa frískt fólk inni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2021 09:06 Bergþór Ólason segir óskiljanlegt að sóttvarnaaðgerðir séu nær þær sömu í dag og fyrir ári síðan. Vísir/Vilhelm „Nú eru flestir sem hnepptir eru í varðhald, þ.e. sóttkví eða einangrun, fullfrískir eða finna fyrir „léttum flensueinkennum“. Þegar þetta er skrifað eru ellefu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu, 2.449 í sóttkví og 1.724 í einangrun.“ Þetta skrifar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hann gagnrýnir þar núverandi sóttvarnaaðgerðir í ljósi þess að þjóðin sé nær öll bólusett, hvað þá í aðdraganda jóla. Fjórir dagar eru í dag til aðfangadags og bendir Bergþór á að jólin séu hátíð þar sem stærstur hluti íslenskra fjölskyldna kemur saman og nýtur samverunnar. „Fyrir ári þurftu margir að draga saman seglin um jólin þegar kom að samverustundum enda heimsfaraldur í gangi og bólusetningar varla hafnar hér á landi. Enginn var almennilega öruggur, ekki var hægt að útiloka fjölda alvarlegra veikindatilfella sem hefði getað riðið Landspítalann að fullu miðað við mat þeirra sem best þekkja til,“ skrifar Bergþór. Ekki faraldrinum að kenna heldur lélegri stjórn heilbrigðismála Hann segir að þá hafi verið full ástæða til að fara svo varlega. En síðan þá hafi margt breyst. „Íslenska þjóðin er nær fullbólusett - og flestir þeirra 90% bólusettra eru þríbólusettir. Alvarleg veikindatilfelli eru því fá, sem betur fer. Meira fé var lagt til Landspítalans undir þeim formerkjum að mæta Covid-19 um leið og viðkvæmir hópar sem ekki geta þegið bólusetningu hafa haldið sig til hlés af illri nauðsyn eins og gagnvart öðrum smitsjúkdómum sem herja á samfélög þessa heims.“ Hann segir allar þessar aðgerðir hljóta að bjóða eðlilegt líf fyrir landsmenn en nú, segir hann, sé fólki meinað það aftur að njóta jólanna með ástvinum sínum, „í nafni sóttvarna.“ „En þetta er ekki heimsfaraldrinum að kenna heldur lélegri stjórn heilbrigðismála undanfarin tvö ár, frá því faraldurinn hófst. Fátt hefur verið gert til að auka getu spítalans til að taka á móti þessum alvarlegu veikindatilfellum,“ skrifar Bergþór. „Þetta má ekki gerast aftur“ Rúmum hafi ekki fjölgað og fráflæðisvandi spítalans hafi ekki verið leystur. „Því fé sem veitt var til Landspítalans, umfram það sem var áður, virðist ekki hafa verið varið til að leysa brýnasta vandann er viðkemur Covid-19, á þeirri stöðu ber fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem enn situr í ríkisstjórn, fulla ábyrgð.“ Hann veltir því fyrir sér hvort ráðherrar hafi gleymt því „í öllu atinu“ að það sé „grafalvarlegt mál að læsa fólk inni.“ „Fólk sem er ekki einu sinni veikt. Fólk sem hefur ekkert gert af sér annað en að fylgja öllum leiðbeiningum, boðum og bönnum stjórnvalda í heimsfaraldri - bólusett sig ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar undir því loforði að þá getum við horfið aftur til eðlilegs lífs,“ skrifar Bergþór. „Þetta má ekki gerast aftur - fyrsti tíminn er bestur til að átta sig á því - frelsi okkar og geðheilsa er í húfi.“ Alþingi Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Jól Tengdar fréttir Ekki fleiri greinst smitaðir á Alþingi Ekki hafa fleiri þingmenn eða starfsmenn Alþingis greinst með kórónuveiruna síðan á laugardag. 20. desember 2021 09:00 Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02 Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Þetta skrifar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hann gagnrýnir þar núverandi sóttvarnaaðgerðir í ljósi þess að þjóðin sé nær öll bólusett, hvað þá í aðdraganda jóla. Fjórir dagar eru í dag til aðfangadags og bendir Bergþór á að jólin séu hátíð þar sem stærstur hluti íslenskra fjölskyldna kemur saman og nýtur samverunnar. „Fyrir ári þurftu margir að draga saman seglin um jólin þegar kom að samverustundum enda heimsfaraldur í gangi og bólusetningar varla hafnar hér á landi. Enginn var almennilega öruggur, ekki var hægt að útiloka fjölda alvarlegra veikindatilfella sem hefði getað riðið Landspítalann að fullu miðað við mat þeirra sem best þekkja til,“ skrifar Bergþór. Ekki faraldrinum að kenna heldur lélegri stjórn heilbrigðismála Hann segir að þá hafi verið full ástæða til að fara svo varlega. En síðan þá hafi margt breyst. „Íslenska þjóðin er nær fullbólusett - og flestir þeirra 90% bólusettra eru þríbólusettir. Alvarleg veikindatilfelli eru því fá, sem betur fer. Meira fé var lagt til Landspítalans undir þeim formerkjum að mæta Covid-19 um leið og viðkvæmir hópar sem ekki geta þegið bólusetningu hafa haldið sig til hlés af illri nauðsyn eins og gagnvart öðrum smitsjúkdómum sem herja á samfélög þessa heims.“ Hann segir allar þessar aðgerðir hljóta að bjóða eðlilegt líf fyrir landsmenn en nú, segir hann, sé fólki meinað það aftur að njóta jólanna með ástvinum sínum, „í nafni sóttvarna.“ „En þetta er ekki heimsfaraldrinum að kenna heldur lélegri stjórn heilbrigðismála undanfarin tvö ár, frá því faraldurinn hófst. Fátt hefur verið gert til að auka getu spítalans til að taka á móti þessum alvarlegu veikindatilfellum,“ skrifar Bergþór. „Þetta má ekki gerast aftur“ Rúmum hafi ekki fjölgað og fráflæðisvandi spítalans hafi ekki verið leystur. „Því fé sem veitt var til Landspítalans, umfram það sem var áður, virðist ekki hafa verið varið til að leysa brýnasta vandann er viðkemur Covid-19, á þeirri stöðu ber fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem enn situr í ríkisstjórn, fulla ábyrgð.“ Hann veltir því fyrir sér hvort ráðherrar hafi gleymt því „í öllu atinu“ að það sé „grafalvarlegt mál að læsa fólk inni.“ „Fólk sem er ekki einu sinni veikt. Fólk sem hefur ekkert gert af sér annað en að fylgja öllum leiðbeiningum, boðum og bönnum stjórnvalda í heimsfaraldri - bólusett sig ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar undir því loforði að þá getum við horfið aftur til eðlilegs lífs,“ skrifar Bergþór. „Þetta má ekki gerast aftur - fyrsti tíminn er bestur til að átta sig á því - frelsi okkar og geðheilsa er í húfi.“
Alþingi Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Jól Tengdar fréttir Ekki fleiri greinst smitaðir á Alþingi Ekki hafa fleiri þingmenn eða starfsmenn Alþingis greinst með kórónuveiruna síðan á laugardag. 20. desember 2021 09:00 Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02 Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Ekki fleiri greinst smitaðir á Alþingi Ekki hafa fleiri þingmenn eða starfsmenn Alþingis greinst með kórónuveiruna síðan á laugardag. 20. desember 2021 09:00
Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02
Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05