Fleiri fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Alvarleg staða kom upp á fæðingarvakt Landspítala í gær þegar ljósmæður bráðvantaði til starfa vegna veikinda.

Enn eitt metið: 2.881 greindist innanlands

Í gær greindust 2.881 með veiruna innanlands en um er að ræða mesta fjölda frá upphafi faraldursins. Um er að ræða 400 fleiri tilfelli heldur en í fyrradag, þegar síðasta met var slegið.

Skilur að marga svíði vegna ó­rétt­lætis en kallar eftir hóf­semi

Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, segir undanfarna daga hafa verið honum og hans fólki mjög erfiðir. Hann hefur fulla trú á því að rannsókn lögreglu á hvarfi síma hans muni leiða hið sanna í ljós. Hann gefur í skyn að málið sé viðkvæmt en fólk muni skilja hvers vegna hann vilji ekki ræða málið efnislega þegar upplýst verði opinberlega um málið.

Innlögðum á Landspítala fækkar milli daga

Alls eru nú 44 inniliggjandi á Landspítala með Covid-19 en um er að ræða fækkun á milli daga. Áfram eru þrír á gjörgæslu, enginn þeirra í öndunarvél. Um 450 fleiri börn eru nú í eftirliti hjá Covid göngudeildinni heldur en í gær. 

Gróðureldum fjölgar og þörf á að efla viðbúnað slökkviliðs

Árið 2021 voru 186 gróðureldar skráðir á Íslandi og hefur þeim farið verulega fjölgandi en árið 2018 voru þeir 76. Starfshópur á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir nauðsynlegt að efla viðbúnað slökkviliðs og fjárfesta í fleiri slökkviskjólum.

Úr­skurðaður í far­bann eftir nauðgunar­dóm

Landsréttur hefur úrskurðað erlendan karlmann, sem nýverið var sakfelldur fyrir nauðgun, í áframhaldandi farbann þar sem talinn er veruleg hætta á því að hann fari úr landi á meðan á áfrýjunarfresti stendur í máli hans.

Vill fá Guggugulan sem hvarf á Akur­eyri aftur heim til Ísa­fjarðar

Myndlistarmaðurinn og Ísfirðingurinn Gunnar Jónsson lýsir eftir verki sínu, Guggugulum, sem hvarf á Akureyri þegar það var þar til sýnis árið 2016. Verkið er ljósmynd af málningu, Guggugulum, málningarlitnum sem þjóðþekkta skipið Guggan var máluð með. 

Slagsmálahundur neitaði að segja til nafns

Lögreglu bárust tvær tilkynningar um slagsmál í miðbænum á sama tíma í gærkvöldi, rétt fyrir miðnætti. Í öðru tilvikinu voru allir á brott þegar lögregla kom á staðinn en í hinu var einn handtekinn. Sá vildi ekki segja til nafns og var vistaður í fangageymslu.

Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins

Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins.

Vill nýjan skóla mitt á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar

Vandræðaástand hefur skapast í skólamálum á Eyrarbakka og Stokkseyri eftir að mygla fannst í báðum skólunum. Bæjarfulltrúi meirihlutans í Árborg vill að nýr skóli og íþróttamannvirki verði byggð mitt á milli þorpanna.

„Veikindarétturinn verður ekki brotinn“

Veikindarétturinn verður ekki brotinn. Þetta segir formaður Félags hjúkrunarfræðinga um þau ummæli að mögulega þurfi að kalla covid smitað heilbrigðisstarfsfólk til vinnu vegna mönnunarvanda. Félagið mun bregðast við því ef stofnanir brjóti á veikindarétti hjúkrunarfræðinga.

Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið

Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið.

Vaknaði við þung­vopnaða sér­­sveitar­­menn: „Sá þriðji stóð þarna og miðaði á mig með byssu“

Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í Kópavogi, var vakinn laust eftir klukkan hálf sex um nótt af þremur vopnuðum sérsveitarmönnum aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku. Sérsveitarmennirnir leituðu árásarmannsins úr skotárásinni í Grafarholti sem hafði átt sér stað um klukkustund áður en Sigurður kveðst enga tengingu hafa við málið. 

Verkefnisstjórinn býst ekki við mótmælum í Teigsskógi

Verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit býst ekki við að mótmælendur hlekki sig við jarðýtur þegar vegagerð hefst um Teigsskóg. Búið sé að fara vel yfir málið og verkið verði unnið í nánu samráði við Náttúrustofu Vestfjarða og sveitarfélagið Reykhólahrepp.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Það gæti slokknað í faraldri kórónuveirunnar á næstu tveimur vikum að sögn sóttvarnalæknis. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar.

Safnar sögum um ketti sem finnast langt að heiman: „Þetta getur ekki verið tilviljun“

Nýjum Facebook hóp er ætlað að kortleggja sögur af köttum sem týnast og finnast langt frá heimili sínu en nokkuð hefur borið á því undanfarið. Stofnandi hópsins telur að í einhverjum tilvikum séu óprúttnir aðilar að fara með kettina í annað bæjarfélag. Hún segir það óskiljanlega mannvonsku að fara illa með ketti og því sé mikilvægt að ná þeim sem stunda slíkt. 

Heiðar Örn ráðinn fréttastjóri RÚV

Heiðar Örn Sigurfinnsson hefur verið ráðinn fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hann tekur við starfinu af Rakel Þorbergsdóttir sem sagði upp störfum í nóvember.

Ráðherrar segja Verbúðina skemmtun góða

Ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir og Willum Þór Þórsson eru sammála um að Verbúðin hafi verið góð skemmtun og að frjálst framsal aflaheimilda hafi verið skiljanlegt og jafnvel farsælt skref á sínum tíma.

Grunaður um að hafa nauðgað karlmanni á skemmtistað

Karlmaður nokkur hefur verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og nauðgun á salerni á skemmtistað einum í miðbæ Reykjavíkur í ágúst 2021. Þá er hann sakaður um brot gegn lögum um útlendinga fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum.

Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng

Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 

Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum

Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast.

Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst

Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við nýkjörinn formann Eflingar en Sólveig Anna Jónsdóttir bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri stéttarfélagsins sem fram fór í gær.

Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun.

Hætta að bólusetja í höllinni ári síðar

Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar 2021 og nú ári síðar stendur til að þeim muni ljúka. Þeir sem eiga eftir að fá bólusetningu eða örvunarskammt munu eftir næstu viku geta leitað til heilsugæslunnar. 

Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni

Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir.

Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun

Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína.

Hæglætis veður víðast hvar

Norðaustan og austanlands er allhvöss austanátt algeng með snjókomu eða slyddu, en það dregur úr vindi og úrkomu á þessum slóðum eftir hádegi. Í öðrum landshlutum verður vindur fremur hægur í dag, en búast má við éljum á stöku stað.

Sjá næstu 50 fréttir